Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?

Halldór Gunnar Haraldsson

Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:
  1. Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd.
  2. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu forseta Íslands og í Stjórnarráði, þar með talinna starfsmanna utanríkisþjónustunnar.
  3. Starfsmanna Hæstaréttar og héraðsdómstóla.
  4. Starfsmanna við embætti ríkissaksóknara, ríkislögmanns, ríkissáttasemjara og umboðsmanns barna.
  5. Þeirra sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu.
  6. Framkvæmdastjóra sveitarfélaga, borgar- og bæjarlögmanna, borgar- og bæjarverkfræðinga, skrifstofustjóra borgarstjórnar og starfsmanna launadeilda.
  7. Forstöðumanna stærri atvinnu- og þjónustustofnana sveitarfélaga og staðgengla þeirra.
  8. Annarra þeirra er gegna störfum sem öldungis verður jafnað til þeirra starfa sem getið er í 6. og 7. tölul.

Samkvæmt 2. gr. laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og Kjaranefnd ákveður Kjaradómur laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara, héraðsdómara, biskups Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara og umboðsmanns barna. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. sömu laga ákveður Kjaranefnd laun og starfskjör annarra embættismanna, lögreglumanna, tollvarða og fangavarða. Enn fremur ákveður nefndin laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora, enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að aðalstarfi. Þeir starfsmenn ríkisins sem teljast embættismenn eru samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins:
  1. Skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis.
  2. Forsetaritari, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í Stjórnarráði, sendiherrar og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni.
  3. Hæstaréttardómarar, skrifstofustjóri Hæstaréttar og héraðsdómarar.
  4. Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar.
  5. Ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari og saksóknarar.
  6. Ríkislögmaður, ríkissáttasemjari og umboðsmaður barna.
  7. Sýslumenn, ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjórinn í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, forstjóri Útlendingaeftirlitsins og lögreglumenn.
  8. Ríkistollstjóri, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir.
  9. Forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir.
  10. Ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem

    hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar.
  11. Héraðslæknar og héraðshjúkrunarfræðingar.
  12. Yfirdýralæknir, héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma.
  13. Forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir.
Engin þeirra stétta sem heyra undir Kjaradóm eða Kjaranefnd hefur verkfallsrétt, sbr. áðurnefndan 1. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Af 1. gr. nr. 34/1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins má ráða að verkfallsrétturinn nái til allra starfsmanna annarra en bankastjóra og aðstoðarbankastjóra. 7. gr. laganna kveður á um það að þótt löglegt verkfall sé hafið sé starfsmönnum banka í eigu ríkisins, sem í verkfalli eru, skylt að starfa áfram að nauðsynlegri öryggisvörslu og sinna beinum skuldbindingum bankanna og íslenska ríkisins við erlenda aðila. Um það hvaða starfsmenn skuli halda áfram störfum og hvaða verkefni þeir skuli inna af hendi þótt verkfall sé hafið er nánar kveðið á í samkomulagi milli bankaráðs ríkisbankanna og Sambands íslenskra bankamanna sem staðfest skal af viðskiptaráðherra.

Þá hafa stéttarfélög í einstaka tilfellum samið um skertan verkfallsrétt. Dæmi um þetta eru ÍSAL-samningar, samningar við Íslenska járnblendifélagið hf. og samningar Flugleiða. Verkföll ná ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Að endingu skal nefnt að verkfalli því er samtök fiskimanna hófu gegn félögum og samtökum útvegsmanna, um og undir miðnætti aðfaranótt 16. mars sl., var frestað til kl. 24:00 hinn 1. apríl samkvæmt 1. gr. laga nr. 8/2001.

Heimild

Lára V. Júlíusdóttir, Stéttarfélög og vinnudeilur, útg. 1994

Höfundur

Útgáfudagur

4.4.2001

Spyrjandi

Steinunn Skúladóttir

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1465.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 4. apríl). Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1465

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1465>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?
Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:

  1. Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd.
  2. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu forseta Íslands og í Stjórnarráði, þar með talinna starfsmanna utanríkisþjónustunnar.
  3. Starfsmanna Hæstaréttar og héraðsdómstóla.
  4. Starfsmanna við embætti ríkissaksóknara, ríkislögmanns, ríkissáttasemjara og umboðsmanns barna.
  5. Þeirra sem starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu.
  6. Framkvæmdastjóra sveitarfélaga, borgar- og bæjarlögmanna, borgar- og bæjarverkfræðinga, skrifstofustjóra borgarstjórnar og starfsmanna launadeilda.
  7. Forstöðumanna stærri atvinnu- og þjónustustofnana sveitarfélaga og staðgengla þeirra.
  8. Annarra þeirra er gegna störfum sem öldungis verður jafnað til þeirra starfa sem getið er í 6. og 7. tölul.

Samkvæmt 2. gr. laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og Kjaranefnd ákveður Kjaradómur laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara, héraðsdómara, biskups Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara og umboðsmanns barna. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. sömu laga ákveður Kjaranefnd laun og starfskjör annarra embættismanna, lögreglumanna, tollvarða og fangavarða. Enn fremur ákveður nefndin laun og starfskjör heilsugæslulækna og prófessora, enda verði talið að þeir gegni þeim störfum að aðalstarfi. Þeir starfsmenn ríkisins sem teljast embættismenn eru samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins:
  1. Skrifstofustjóri Alþingis, ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis.
  2. Forsetaritari, ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar í Stjórnarráði, sendiherrar og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni.
  3. Hæstaréttardómarar, skrifstofustjóri Hæstaréttar og héraðsdómarar.
  4. Biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar.
  5. Ríkissaksóknari, vararíkissaksóknari og saksóknarar.
  6. Ríkislögmaður, ríkissáttasemjari og umboðsmaður barna.
  7. Sýslumenn, ríkislögreglustjóri, vararíkislögreglustjórinn í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, forstjóri Útlendingaeftirlitsins og lögreglumenn.
  8. Ríkistollstjóri, tollstjórinn í Reykjavík og tollverðir.
  9. Forstjóri fangelsismálastofnunar, forstöðumenn fangelsa og fangaverðir.
  10. Ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri ríkisins, yfirskattanefndarmenn sem

    hafa það starf að aðalstarfi og skattstjórar.
  11. Héraðslæknar og héraðshjúkrunarfræðingar.
  12. Yfirdýralæknir, héraðsdýralæknar og dýralæknir fisksjúkdóma.
  13. Forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir.
Engin þeirra stétta sem heyra undir Kjaradóm eða Kjaranefnd hefur verkfallsrétt, sbr. áðurnefndan 1. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Af 1. gr. nr. 34/1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins má ráða að verkfallsrétturinn nái til allra starfsmanna annarra en bankastjóra og aðstoðarbankastjóra. 7. gr. laganna kveður á um það að þótt löglegt verkfall sé hafið sé starfsmönnum banka í eigu ríkisins, sem í verkfalli eru, skylt að starfa áfram að nauðsynlegri öryggisvörslu og sinna beinum skuldbindingum bankanna og íslenska ríkisins við erlenda aðila. Um það hvaða starfsmenn skuli halda áfram störfum og hvaða verkefni þeir skuli inna af hendi þótt verkfall sé hafið er nánar kveðið á í samkomulagi milli bankaráðs ríkisbankanna og Sambands íslenskra bankamanna sem staðfest skal af viðskiptaráðherra.

Þá hafa stéttarfélög í einstaka tilfellum samið um skertan verkfallsrétt. Dæmi um þetta eru ÍSAL-samningar, samningar við Íslenska járnblendifélagið hf. og samningar Flugleiða. Verkföll ná ekki til stjórnenda í fyrirtækjum. Að endingu skal nefnt að verkfalli því er samtök fiskimanna hófu gegn félögum og samtökum útvegsmanna, um og undir miðnætti aðfaranótt 16. mars sl., var frestað til kl. 24:00 hinn 1. apríl samkvæmt 1. gr. laga nr. 8/2001.

Heimild

Lára V. Júlíusdóttir, Stéttarfélög og vinnudeilur, útg. 1994...