Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:38 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:36 • Sest 23:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 18:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi segir og um hana hverfðist heimurinn.

Við getum sagt að "toppurinn á skalanum" hafi verið á ysta himinhvelinu, frumhreyfihvelinu (Primum mobile) sem miðlaði hreyfingu til innri hvelanna. Utan þess var svo "Himnaríki, bústaður Guðs og allra útvalinna" eins og segir á þessari frægu mynd sem lýsir þessari heimsmynd. Hana má einnig finna á bls. 193 í bók höfundar, Heimsmynd á hverfanda hveli, I (Reykjavík: Mál og menning, 1986).

En nú á dögum hafa menn aðra heimsmynd. Sólmiðjukenningin kom í staðinn fyrir jarðmiðjukenninguna og við lítum ekki lengur svo á að jarðarmiðjan sé miðja neins annars en jarðarinnar og kannski tunglbrautarinnar.

Samkvæmt fyrstu gerð sólmiðjukenningarinnar héldu menn að sólin væri þá í staðinn miðja alheimsins. Smám saman kom þó í ljós að hún er aðeins miðja sólkerfisins en í því eru sólin, reikistjörnur hennar og sitthvað fleira sem lesa má um í öðrum svörum á Vísindavefnum. Vísindamenn á okkar dögum gera blátt áfram alls ekki ráð fyrir því að alheimurinn hafi neina sérstaka miðju.

Í þessu felst að samkvæmt þekkingu nútímans er sú fullyrðing spyrjanda ekki rétt að "niður er ávallt í átt að miðju jarðar". Þessi fullyrðing á að vísu við á yfirborði jarðar og í nágrenni hennar. Ef við værum stödd á tunglinu væri "niður" hins vegar inn að miðju tunglsins. Úti í sólkerfinu fjarri reikistjörnunum er "niður" inn að sól og miðju hennar og þannig mætti lengi telja. Úti í geimnum utan sólkerfisins, þar sem þyngdarkraftar eru hverfandi, er í rauninni engin stefna sem eðlilegt væri að kalla "niður".

Inni í geimförum í frjálsu falli er þetta svolítið flóknara, eftir því hvort menn vilja skilgreina "niður" sem stefnu þyngdarkraftsins sem verkar á geimfarið sjálft eða sem stefnu fallandi hluta eða lausahluta í geimfarinu. Í geimfari sem snýst ekki er síðari stefnan nánast óskilgreind; lausir hlutir falla ekki í neina tiltekna stefnu miðað við geimfarið sjálft.

Geimfari með svokallaðri gerviþyngd er hins vegar lýst í svari mínu við spurningunni Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum? Ef við skilgreinum "niður" sem stefnu fallandi hluta á hverjum stað, þá getur sú stefna verið í hvaða átt sem er í slíku geimfari, eftir því hvar við erum stödd innan þess. "Toppurinn á skalanum" í því tilviki er væntanlega í miðju kleinuhringsins sem geimfarið í heild snýst um!

En það er sem sagt enginn sérstakur "toppur á skalanum" í almennum skilningi.

Til að finna tengd svör er hægt að slá inn leitarorðið 'sólkerfi' í leitarreitinn hér til vinstri.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.4.2001

Spyrjandi

Arthúr Ólafsson, fæddur 1983

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2001, sótt 9. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1473.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 5. apríl). "Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1473

Þorsteinn Vilhjálmsson. „"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2001. Vefsíða. 9. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1473>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?
Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi segir og um hana hverfðist heimurinn.

Við getum sagt að "toppurinn á skalanum" hafi verið á ysta himinhvelinu, frumhreyfihvelinu (Primum mobile) sem miðlaði hreyfingu til innri hvelanna. Utan þess var svo "Himnaríki, bústaður Guðs og allra útvalinna" eins og segir á þessari frægu mynd sem lýsir þessari heimsmynd. Hana má einnig finna á bls. 193 í bók höfundar, Heimsmynd á hverfanda hveli, I (Reykjavík: Mál og menning, 1986).

En nú á dögum hafa menn aðra heimsmynd. Sólmiðjukenningin kom í staðinn fyrir jarðmiðjukenninguna og við lítum ekki lengur svo á að jarðarmiðjan sé miðja neins annars en jarðarinnar og kannski tunglbrautarinnar.

Samkvæmt fyrstu gerð sólmiðjukenningarinnar héldu menn að sólin væri þá í staðinn miðja alheimsins. Smám saman kom þó í ljós að hún er aðeins miðja sólkerfisins en í því eru sólin, reikistjörnur hennar og sitthvað fleira sem lesa má um í öðrum svörum á Vísindavefnum. Vísindamenn á okkar dögum gera blátt áfram alls ekki ráð fyrir því að alheimurinn hafi neina sérstaka miðju.

Í þessu felst að samkvæmt þekkingu nútímans er sú fullyrðing spyrjanda ekki rétt að "niður er ávallt í átt að miðju jarðar". Þessi fullyrðing á að vísu við á yfirborði jarðar og í nágrenni hennar. Ef við værum stödd á tunglinu væri "niður" hins vegar inn að miðju tunglsins. Úti í sólkerfinu fjarri reikistjörnunum er "niður" inn að sól og miðju hennar og þannig mætti lengi telja. Úti í geimnum utan sólkerfisins, þar sem þyngdarkraftar eru hverfandi, er í rauninni engin stefna sem eðlilegt væri að kalla "niður".

Inni í geimförum í frjálsu falli er þetta svolítið flóknara, eftir því hvort menn vilja skilgreina "niður" sem stefnu þyngdarkraftsins sem verkar á geimfarið sjálft eða sem stefnu fallandi hluta eða lausahluta í geimfarinu. Í geimfari sem snýst ekki er síðari stefnan nánast óskilgreind; lausir hlutir falla ekki í neina tiltekna stefnu miðað við geimfarið sjálft.

Geimfari með svokallaðri gerviþyngd er hins vegar lýst í svari mínu við spurningunni Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum? Ef við skilgreinum "niður" sem stefnu fallandi hluta á hverjum stað, þá getur sú stefna verið í hvaða átt sem er í slíku geimfari, eftir því hvar við erum stödd innan þess. "Toppurinn á skalanum" í því tilviki er væntanlega í miðju kleinuhringsins sem geimfarið í heild snýst um!

En það er sem sagt enginn sérstakur "toppur á skalanum" í almennum skilningi.

Til að finna tengd svör er hægt að slá inn leitarorðið 'sólkerfi' í leitarreitinn hér til vinstri....