Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2164 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er kýfingur sem kemur fyrir í samsetta orðinu auðkýfingur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur „kýfingur“ úr orðinu „auð-kýfingur“ og hvað þýðir það? Orðið -kýfingur er dregið af sögninni kýfa ‘setja kúf á, hrúga niður’. Sem ópersónuleg sögn er hún til dæmis notuð í sambandinu það kýfir niður snjó ‘það snjóar mikið’. Hér hefur kýft niður snjó. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

"Niður" er ávallt í átt að miðju jarðar svo að þar er þá botninn á skalanum. Hvar er þá toppurinn?

Forsenda spurningarinnar er sett fram samkvæmt jarðmiðjukenningunni sem svo er kölluð. Hún mótaðist á árunum 500-300 fyrir Krists burð og flestir höfðu hana fyrir satt fram á nýöld. Samkvæmt henni er jörðin kúlulaga og miðja hennar er um leið miðja heimsins. "Niður" var alltaf inn að miðju jarðar eins og spyrjandi...

category-iconLögfræði

Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?

Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna. Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um f...

category-iconJarðvísindi

Hvernig grafa ár sig niður?

Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að s...

category-iconJarðvísindi

Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?

Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?

Ljósið dofnar almennt við að fara í gegnum efni. Við getum skilgreint helmingunarlengd í þessu sambandi sem þá vegalengd sem þarf til að deyfa ljósið niður í helming af upphafsstyrk. Eftir tvær helmingunarlengdir er styrkurinn kominn niður í fjórðung af upphafsstyrknum og svo framvegis. En við getum ekki tiltekið...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp? Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...

category-iconHugvísindi

Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?

Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu?

Spyrjandi bætir einnig við:Þessu getið þið ekki svarað!Þrátt fyrir fullyrðingu spyrjanda ætlum við að svara þessu og teljum að við höfum oft komist í hann krappari. Eins og fram kemur í fyrri svörum um Internetið er það einfaldlega tölvunet sem sett er saman úr minni einingum: vefþjónum og venjulegum tölvum sem...

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconLæknisfræði

Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?

Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna fer reykur af eldi upp en ekki niður fyrst þyngdaraflið togar okkur niður? Eins og fram hefur komið í fleiri svörum um eld á Vísindavefnum þá er eldur í raun rafsegulbylgjur sem við nemum sem ljós og hita. Í eldinum leynast hins vegar bæði svonefnd hvarfefni og myn...

Fleiri niðurstöður