Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir það er sjálfsagt að velta hugsanlegum skýringum fyrir sér. Fyrst verður samt að taka fram að það skiptir ekki nokkru máli við lestur í hvaða átt lesið er; heilinn skilur táknin jafn vel hvort sem lesið er frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri, ofan frá og niður eða neðan frá og upp. Skýringin, hver sem hún er, liggur því ekki í lestrinum sjálfum heldur í skriftinni og þess vegna verður spurningin umorðuð: Af hverju eru sum tungumál skrifuð frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Í mörgum tungumálum er skrifað frá vinstri til hægri eins og við, sem notum latneskt letur, gerum og er þá skrifað ofan frá og niður, það er byrjað efst í vinstra horni á ritfletinum. Það sama gera þeir sem nota kyrillískt, grískt, armenskt og georgískt letur. Á hinn bóginn skrifa menn arabískt letur, hebreskt letur og tanískt letur á Maldíveyjum frá hægri til vinstri. Undantekning eru tölur þegar þær eru skrifaðar með serkneskum (arabískum) tölustöfum, en þær eru undantekningarlaust skrifaðar frá vinstri til hægri án tillits til siðar í hverju tungumáli fyrir sig. Letur með kínverskum táknum eru skrifuð ofan frá og niður og frá hægri til vinstri (nú orðið skrifa menn japanskt, kínverskt og kóreskt letur þó frá vinstri til hægri og línurnar ofan frá og niður vegna áhrifa frá Vesturlöndum og takmarkana í ritvinnsluforritum). Mongólskt letur er skrifað ofan frá og niður frá vinstri til hægri. Hanunó?o-letur, sem er notað til að skrifa Hanunó?o-tungumálið á suðurhluta Mindoroeyju í Filippseyjum, er skrifað neðan frá og upp en frá vinstri til hægri; það er venjulega skorið í bambus með hníf. Örvhendir Hanunó'o-menn skrifa oft spegilskrift og skrifa auk þess frá hægri til vinstri.

Súmerar skrifuðu frá vinstri til hægri. Hér sjást leirtöflur frá því um 2350 f.Kr.

Súmerar og aðrir, sem skrifuðu á leirtöflur, það er skrifuðu með stíl eða áþekku áhaldi í mjúkan leir, skrifuðu frá vinstri til hægri og talið er að ástæðan hafi hugsanlega verið sú að þeir hafi ekki viljað láta hægri hendina — en flestir menn eru rétthendir — strjúka út það sem þegar var búið að skrifa. Á hinn bóginn hafa steinhöggvarar yfirleitt höggvið frá hægri til vinstri, það er þeir halda á hamrinum í hægri hendi en meitlinum í vinstri hendi og strjúka steinflísar og mylsnu jafnóðum burt með vinstri hendinni; slíkt hefði verið erfitt fyrir rétthenda menn ef þeir hefðu höggvið frá vinstri til hægri. Hér er um hreinar getgátur að ræða, en hvað sem því líður hefur þessi siður að skrifa frá hægri til vinstri fest svo rækilega í sessi að hann lifir góðu lífi enn þann dag í dag meðal þeirra sem nota letur sem þróast hefur út af frumkananísku letri, til dæmis í arabísku og hebresku, og þannig skrifuðu Fönikíumenn sem bjuggu fyrir botni Miðjarðarhafs. Algengt var einnig að menn notuðu svokallað uxaplægingaraðferð (boustrophedon), það er skrifuðu fyrstu línu frá vinstri til hægri og næstu línu fyrir neðan frá hægri til vinstri og svo koll af kolli.

Grikkir tóku upp þann sið frá Fönikíumönnum að skrifa frá hægri til vinstri þótt þeir hafi einnig átt það til að nota uxaplægingaraðferðina. Að lokum tóku þeir svo upp, af ókunnum ástæðum, að skrifa frá vinstri til hægri. Hugsanleg ástæða þess er að það hafi verið auðveldara fyrir rétthenda menn að skrifa frá vinstri til hægri með penna og bleki vegna þess að ef þeir skrifuðu frá hægri til vinstri hefðu þeir getað kámað út blekið. Þetta er ekki sannfærandi skýring því að ekki er vitað til að skrifarar, sem nota arabískt eða hebreskt letur og skrifa frá hægri frá vinstri, kvarti undan því að þeir snerti óþornað blekið með handarjaðrinum eða fingrunum um leið og þeir skrifa. Aðrir Evrópumenn tóku þann sið upp eftir Grikkjum að skrifa frá vinstri til hægri.

Forngrikkir notuðu stundum svonefnda uxaplægingaraðferð (boustrophedon), það er skrifuðu fyrstu línu frá vinstri til hægri og næstu línu fyrir neðan frá hægri til vinstri og svo koll af kolli. Myndin er frá því um 1200 f.Kr. og sýnir Fornegypta plægja akur.

Því hefur verið haldið fram að ástæðan fyrir því að Japanir, Kínverjar og Kóreubúar skrifi ofan frá og niður hafi verið sú að skrifarar þeirra þjóða hafi haldið á skrifburstanum með hægri hendi (eðlilegt fyrir rétthenda menn) en rúllað út pappírsrollunni, sem skrifað var á, með vinstri hendi og haldið við hana um leið. Hægri höndin, sem heldur á burstanum, snertir ekki pappírinn því að haldið er það ofarlega um burstaskaftið og þess vegna er óhætt að skrifa frá hægri til vinstri en öfug átt hefði getað valdið því að vinstri hendin hefði getað kámað út blekið. Taka verður fram að hér er aftur um getgátur að ræða.

Myndir:

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

15.12.2015

Spyrjandi

Margot Backx

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri? “ Vísindavefurinn, 15. desember 2015. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71015.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2015, 15. desember). Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71015

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri? “ Vísindavefurinn. 15. des. 2015. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71015>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sum tungumál lesin frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn! Er einhver skýring á því af hverju latnesku tungumálin eru lesin frá vinstri til hægri en arabíska og hebreska frá hægri til vinstri og kínverska neðan frá og upp?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Það veit enginn hver skýringin er, en þrátt fyrir það er sjálfsagt að velta hugsanlegum skýringum fyrir sér. Fyrst verður samt að taka fram að það skiptir ekki nokkru máli við lestur í hvaða átt lesið er; heilinn skilur táknin jafn vel hvort sem lesið er frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri, ofan frá og niður eða neðan frá og upp. Skýringin, hver sem hún er, liggur því ekki í lestrinum sjálfum heldur í skriftinni og þess vegna verður spurningin umorðuð: Af hverju eru sum tungumál skrifuð frá vinstri til hægri og önnur frá hægri til vinstri?

Í mörgum tungumálum er skrifað frá vinstri til hægri eins og við, sem notum latneskt letur, gerum og er þá skrifað ofan frá og niður, það er byrjað efst í vinstra horni á ritfletinum. Það sama gera þeir sem nota kyrillískt, grískt, armenskt og georgískt letur. Á hinn bóginn skrifa menn arabískt letur, hebreskt letur og tanískt letur á Maldíveyjum frá hægri til vinstri. Undantekning eru tölur þegar þær eru skrifaðar með serkneskum (arabískum) tölustöfum, en þær eru undantekningarlaust skrifaðar frá vinstri til hægri án tillits til siðar í hverju tungumáli fyrir sig. Letur með kínverskum táknum eru skrifuð ofan frá og niður og frá hægri til vinstri (nú orðið skrifa menn japanskt, kínverskt og kóreskt letur þó frá vinstri til hægri og línurnar ofan frá og niður vegna áhrifa frá Vesturlöndum og takmarkana í ritvinnsluforritum). Mongólskt letur er skrifað ofan frá og niður frá vinstri til hægri. Hanunó?o-letur, sem er notað til að skrifa Hanunó?o-tungumálið á suðurhluta Mindoroeyju í Filippseyjum, er skrifað neðan frá og upp en frá vinstri til hægri; það er venjulega skorið í bambus með hníf. Örvhendir Hanunó'o-menn skrifa oft spegilskrift og skrifa auk þess frá hægri til vinstri.

Súmerar skrifuðu frá vinstri til hægri. Hér sjást leirtöflur frá því um 2350 f.Kr.

Súmerar og aðrir, sem skrifuðu á leirtöflur, það er skrifuðu með stíl eða áþekku áhaldi í mjúkan leir, skrifuðu frá vinstri til hægri og talið er að ástæðan hafi hugsanlega verið sú að þeir hafi ekki viljað láta hægri hendina — en flestir menn eru rétthendir — strjúka út það sem þegar var búið að skrifa. Á hinn bóginn hafa steinhöggvarar yfirleitt höggvið frá hægri til vinstri, það er þeir halda á hamrinum í hægri hendi en meitlinum í vinstri hendi og strjúka steinflísar og mylsnu jafnóðum burt með vinstri hendinni; slíkt hefði verið erfitt fyrir rétthenda menn ef þeir hefðu höggvið frá vinstri til hægri. Hér er um hreinar getgátur að ræða, en hvað sem því líður hefur þessi siður að skrifa frá hægri til vinstri fest svo rækilega í sessi að hann lifir góðu lífi enn þann dag í dag meðal þeirra sem nota letur sem þróast hefur út af frumkananísku letri, til dæmis í arabísku og hebresku, og þannig skrifuðu Fönikíumenn sem bjuggu fyrir botni Miðjarðarhafs. Algengt var einnig að menn notuðu svokallað uxaplægingaraðferð (boustrophedon), það er skrifuðu fyrstu línu frá vinstri til hægri og næstu línu fyrir neðan frá hægri til vinstri og svo koll af kolli.

Grikkir tóku upp þann sið frá Fönikíumönnum að skrifa frá hægri til vinstri þótt þeir hafi einnig átt það til að nota uxaplægingaraðferðina. Að lokum tóku þeir svo upp, af ókunnum ástæðum, að skrifa frá vinstri til hægri. Hugsanleg ástæða þess er að það hafi verið auðveldara fyrir rétthenda menn að skrifa frá vinstri til hægri með penna og bleki vegna þess að ef þeir skrifuðu frá hægri til vinstri hefðu þeir getað kámað út blekið. Þetta er ekki sannfærandi skýring því að ekki er vitað til að skrifarar, sem nota arabískt eða hebreskt letur og skrifa frá hægri frá vinstri, kvarti undan því að þeir snerti óþornað blekið með handarjaðrinum eða fingrunum um leið og þeir skrifa. Aðrir Evrópumenn tóku þann sið upp eftir Grikkjum að skrifa frá vinstri til hægri.

Forngrikkir notuðu stundum svonefnda uxaplægingaraðferð (boustrophedon), það er skrifuðu fyrstu línu frá vinstri til hægri og næstu línu fyrir neðan frá hægri til vinstri og svo koll af kolli. Myndin er frá því um 1200 f.Kr. og sýnir Fornegypta plægja akur.

Því hefur verið haldið fram að ástæðan fyrir því að Japanir, Kínverjar og Kóreubúar skrifi ofan frá og niður hafi verið sú að skrifarar þeirra þjóða hafi haldið á skrifburstanum með hægri hendi (eðlilegt fyrir rétthenda menn) en rúllað út pappírsrollunni, sem skrifað var á, með vinstri hendi og haldið við hana um leið. Hægri höndin, sem heldur á burstanum, snertir ekki pappírinn því að haldið er það ofarlega um burstaskaftið og þess vegna er óhætt að skrifa frá hægri til vinstri en öfug átt hefði getað valdið því að vinstri hendin hefði getað kámað út blekið. Taka verður fram að hér er aftur um getgátur að ræða.

Myndir:

...