Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna:

 • Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent?
 • Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en réttfættur?
 • Er eitthvað til í því að örvhent fólk sé gáfaðra en rétthent?
 • Hvað eru mörg prósent mannkyns örvhent?
 • Hvers vegna er sumt fólk örvhent og af hverju er það miklu færra er rétthent? Er þetta fæðingargalli?
 • Af hverju eru sumir örvhentir, aðrir rétthentir og sumir jafnvel bæði?
 • Eru apar, eða simpansar, rétthentir og örvhentir, eða réttfættir og örvfættir? Ef svo er, eru önnur dýr það líka?
Spyrjendur eru Bryndís Baldvinsdóttir, Alma Auðunardóttir, Lárus Valur Kristjánsson, Bjarni Kolbeinsson, Guðlaug Júlíusdóttir, Valur Ægisson, Una Finnsdóttir, Steindór Jensen, Þórður Óskarsson, Kristján Pálsson, Marý Steingrímsdóttir, Guðjón Torfi Sigurðsson, Þórður Óskarsson, Bjarki Már Baxter, Helgi Arason, Birgir Sigmundsson, Ómar Þór Óskarsson og Kristín Tómasdóttir.
Mismunandi skilgreiningar eru til meðal vísindamanna á því hverjir teljist rétt- eða örvhentir. Oftast heyrum við talað um þessa tvo flokka en aðrar flokkanir eru til. Sumir tala um örvhenta, jafnvíga (ambidextrous) og rétthenta, sumir tala um hægrihenta og ekki-hægrihenta og svo má jafnvel tala um fimm flokka: mjög rétthenta, rétthenta, jafnvíga, örvhenta og mjög örvhenta.

Auk þessa má skoða annars konar mun á því hvernig fólk beitir mismunandi hliðum líkamans. Þannig er annað augað yfirleitt ríkjandi yfir hinu og mörg okkar leggja símtól alltaf á sama eyrað og geta ekki hugsað sér að nota hitt. Við krossleggjum gjarnan fæturna á annan veginn en ekki hinn og sama máli gegnir þegar við krossleggjum handleggina og spennum greipar. Einnig má nefna að meirihluti fólks, eða 3 af hverjum 4, tekur betur eftir hlutum sem er vinstra megin við það og því er okkur (flestum) hættara við að reka hægri hlið líkamans utan í hluti sem á vegi okkar verða.

Hér verður til einföldunar aðallega miðað við tvo flokka, örvhenta og rétthenta, og þá gengið út frá þeirri flokkun sem virðist algengust. Flokkunin ræðst þá af því hvaða hönd fólk kýs að nota við ýmis nákvæmnisverk svo sem að skrifa og teikna. Umdeilt virðist hvort til er fólk sem í raun og veru er jafnvígt á báðar hendur þótt ljóst sé að hjá sumum er meira jafnvægi milli handanna en hjá öðrum.Monica Seles (mynd frá monica-seles.com)

Samkvæmt breskri könnun er hlutfall örvhentra eitthvað um 10%, heldur hærra meðal karla (11,6%) en kvenna (8,6%). Þetta hlutfall virðist nokkuð svipað hvar sem er í heiminum á þeim svæðum og tímum þar sem börn hafa ekki verið neydd til að verða rétthent. Þannig er hlutfall örvhentra heldur lægra meðal eldra fólks sem ólst upp þegar tíðkaðist að reyna að gera öll börn rétthent.

Erfðir virðast hafa talsverð áhrif á það hvora höndina við kjósum að nota. Líkurnar á að tveir rétthentir foreldrar eignist örvhent barn eru 9,5%, þær hækka svo upp í 19,5% ef annað foreldra er örvhent og hækka enn upp í 26,1% ef báðir foreldrar eru örvhentir. Þessi tilhneiging kemur fram mjög snemma á lífsleiðinni því að rannsóknir á fóstrum hafa sýnt að um 90% fóstra sjúga á sér hægri þumalfingurinn frá 12. viku meðgöngu og um 10% sjúga þann vinstri.Á þessar mynd sést 23 vikna fóstur sjúga hægri þumalfingur. Myndin er frá pregnancy.about.com

Þótt flestir rétthentir beiti fremur hægri fætinum og flestir örvhentir beiti fremur þeim vinstri er fylgnin ekki einhlít. Um 20% fólks eru “örvfætt”, helmingi fleiri en fjöldi örvhentra.

Ekki hefur enn tekist að einangra genið sem veldur því að fólk verður örvhent eða rétthent og ekki er heldur vitað nákvæmlega hvort um eitt gen er að ræða eða fleiri eða nákvæmlega hvernig erfðirnar ganga fyrir sig. Ljóst er að erfðamynstrið er ekki jafn einfalt og til dæmis fyrir blóðflokka eða eyrnasnepla. Auk þess er ljóst að það eru ekki bara genin sem ráða þessu. Rannsóknir á eineggja tvíburum, sem hafa auðvitað nákvæmlega sams konar gen, hafa sýnt að fylgnin er aðeins 76%, það er að segja að í 24% tilfella er annar tvíburinn örvhentur en hinn rétthentur.

Sálfræðingurinn Chris McManus hefur sett fram þá kenningu að þau gen sem um er að ræða hafi áhrif á líkur þess að við verðum örvhent eða rétthent fremur en að stjórna því beint. McManus setur fram tilgátu um genaparið C og D. Samkvæmt tilgátu hans gefur samstæðan CC 50% líkur á að viðkomandi verði örvhentur, DC gefur 25% líkur og DD gefur 0% líkur (eða 100% líkur á að viðkomandi verði rétthentur). Þessi tilgáta virðist samrýmanleg því sem vitað er um tíðni örvhentra og rétthentra.

Ekki er nóg með að erfðafræðilega skýringin sé ófundin heldur er líka óljóst hvað það er í heilastarfseminni sem hefur þessi áhrif. Vinstra heilahvel okkar stjórnar hreyfingum hægri hluta líkamans og hægra heilahvelið stjórnar þeim vinstri. Í vinstra heilahveli er yfirleitt að finna málstöðina sem gegnir stærsta hlutverkinu í málnotkun okkar og á tímabili voru uppi kenningar um að hjá örvhentum væri þessi málstöð í hægra heilahveli. Þetta reyndist ekki rétt; málstöðin er einnig í vinstra heilahveli hjá flestum örvhentum. Reyndar er þarna hlutfallamunur: um 5% rétthentra hafa málstöðina í hægra heilahveli en 30% örvhentra. Þetta er vísbending um einhvers konar tengsl en dugar skammt sem skýring á því hvers vegna sum okkar eru örvhent.

Ekki er augljóst hvort meiri leikni í annarri hendinni fær okkur til að kjósa hana fram yfir hina eða hvort það er einhver tilhneiging sem við höfum til að kjósa þá hönd sem gerir það að verkum að við beitum henni meira og gerir hana þannig smám saman leiknari en hina. Þessu má kannski líkja við spurninguna frægu um hænuna og eggið. Víst er að fólki gengur yfirleitt prýðilega að ná upp færni með “síðri” hendinni þegar þurfa þykir og má nefna hljóðfæraleikara og skurðlækna því til stuðnings.

Meðal annarra spendýra er algengt að dýrið kjósi til dæmis aðra framlöppina fram yfir hina. Þannig nota sumir kettir frekar hægri loppuna og sumir nota fremur þá vinstri. Þetta virðist þó fremur háð tilviljun en erfðum. Um helmingur katta tekur vinstri framloppuna fram yfir þá hægri og helmingur kýs fremur þá hægri. Tveir “rétthentir” kettir eru hvorki líklegri né ólíklegri en tveir “örvhentir” til að eignast “örvhentan” kettling. Einhverjar rannsóknir á öpum hafa þó bent til þess að simpansar, til dæmis, séu heldur líklegri til að kjósa hægri höndina til að framkvæma nákvæmnisverk (60%) en þessar niðurstöður hafa aðeins fengist þegar dýrin hafa verið í haldi manna en ekki í sínu náttúrlega umhverfi. Hinn mikli munur á hlutfalli rétthentra og örvhentra virðist einskorðast við okkur mannfólkið.

Ýmsar sögusagnir eru til um meinta eiginleika örvhentra. Meðal annars heyrist ýmist sagt að örvhentir séu greindari en rétthentir eða þá hið gagnstæða. Samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið er ekki marktækur munur á greindarvísitölu örvhentra og rétthentra. Einnig heyrist því gjarnan fleygt að örvhentir hafi ríkari sköpunargáfu en rétthentir en lítið virðist um traustar rannsóknarniðurstöður því til grundvallar. Þó má nefna könnun sem leiddi í ljós að hlutfall örvhentra var óvenju hátt meðal arkitekta en ekki hefur tekist að fá sambærilegar niðurstöður með endurtekningu á könnuninni, sem rýrir nokkuð gildi hennar.

Heimildir:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

23.7.2003

Spyrjandi

Ingólfur Jóhannsson, f. 1990

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2003, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3603.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 23. júlí). Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3603

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2003. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki?
Spurningar um örvhenta og rétthenta virðast brenna á mörgum, að minnsta kosti streyma þær inn til Vísindavefsins. Meðal tengdra spurninga sem okkur hafa borist má nefna:

 • Ef báðir foreldrar eru örvhentir hverjar eru þá líkurnar á því að barnið þeirra verði örvhent?
 • Hvernig stendur á því að ég er örvhentur en réttfættur?
 • Er eitthvað til í því að örvhent fólk sé gáfaðra en rétthent?
 • Hvað eru mörg prósent mannkyns örvhent?
 • Hvers vegna er sumt fólk örvhent og af hverju er það miklu færra er rétthent? Er þetta fæðingargalli?
 • Af hverju eru sumir örvhentir, aðrir rétthentir og sumir jafnvel bæði?
 • Eru apar, eða simpansar, rétthentir og örvhentir, eða réttfættir og örvfættir? Ef svo er, eru önnur dýr það líka?
Spyrjendur eru Bryndís Baldvinsdóttir, Alma Auðunardóttir, Lárus Valur Kristjánsson, Bjarni Kolbeinsson, Guðlaug Júlíusdóttir, Valur Ægisson, Una Finnsdóttir, Steindór Jensen, Þórður Óskarsson, Kristján Pálsson, Marý Steingrímsdóttir, Guðjón Torfi Sigurðsson, Þórður Óskarsson, Bjarki Már Baxter, Helgi Arason, Birgir Sigmundsson, Ómar Þór Óskarsson og Kristín Tómasdóttir.
Mismunandi skilgreiningar eru til meðal vísindamanna á því hverjir teljist rétt- eða örvhentir. Oftast heyrum við talað um þessa tvo flokka en aðrar flokkanir eru til. Sumir tala um örvhenta, jafnvíga (ambidextrous) og rétthenta, sumir tala um hægrihenta og ekki-hægrihenta og svo má jafnvel tala um fimm flokka: mjög rétthenta, rétthenta, jafnvíga, örvhenta og mjög örvhenta.

Auk þessa má skoða annars konar mun á því hvernig fólk beitir mismunandi hliðum líkamans. Þannig er annað augað yfirleitt ríkjandi yfir hinu og mörg okkar leggja símtól alltaf á sama eyrað og geta ekki hugsað sér að nota hitt. Við krossleggjum gjarnan fæturna á annan veginn en ekki hinn og sama máli gegnir þegar við krossleggjum handleggina og spennum greipar. Einnig má nefna að meirihluti fólks, eða 3 af hverjum 4, tekur betur eftir hlutum sem er vinstra megin við það og því er okkur (flestum) hættara við að reka hægri hlið líkamans utan í hluti sem á vegi okkar verða.

Hér verður til einföldunar aðallega miðað við tvo flokka, örvhenta og rétthenta, og þá gengið út frá þeirri flokkun sem virðist algengust. Flokkunin ræðst þá af því hvaða hönd fólk kýs að nota við ýmis nákvæmnisverk svo sem að skrifa og teikna. Umdeilt virðist hvort til er fólk sem í raun og veru er jafnvígt á báðar hendur þótt ljóst sé að hjá sumum er meira jafnvægi milli handanna en hjá öðrum.Monica Seles (mynd frá monica-seles.com)

Samkvæmt breskri könnun er hlutfall örvhentra eitthvað um 10%, heldur hærra meðal karla (11,6%) en kvenna (8,6%). Þetta hlutfall virðist nokkuð svipað hvar sem er í heiminum á þeim svæðum og tímum þar sem börn hafa ekki verið neydd til að verða rétthent. Þannig er hlutfall örvhentra heldur lægra meðal eldra fólks sem ólst upp þegar tíðkaðist að reyna að gera öll börn rétthent.

Erfðir virðast hafa talsverð áhrif á það hvora höndina við kjósum að nota. Líkurnar á að tveir rétthentir foreldrar eignist örvhent barn eru 9,5%, þær hækka svo upp í 19,5% ef annað foreldra er örvhent og hækka enn upp í 26,1% ef báðir foreldrar eru örvhentir. Þessi tilhneiging kemur fram mjög snemma á lífsleiðinni því að rannsóknir á fóstrum hafa sýnt að um 90% fóstra sjúga á sér hægri þumalfingurinn frá 12. viku meðgöngu og um 10% sjúga þann vinstri.Á þessar mynd sést 23 vikna fóstur sjúga hægri þumalfingur. Myndin er frá pregnancy.about.com

Þótt flestir rétthentir beiti fremur hægri fætinum og flestir örvhentir beiti fremur þeim vinstri er fylgnin ekki einhlít. Um 20% fólks eru “örvfætt”, helmingi fleiri en fjöldi örvhentra.

Ekki hefur enn tekist að einangra genið sem veldur því að fólk verður örvhent eða rétthent og ekki er heldur vitað nákvæmlega hvort um eitt gen er að ræða eða fleiri eða nákvæmlega hvernig erfðirnar ganga fyrir sig. Ljóst er að erfðamynstrið er ekki jafn einfalt og til dæmis fyrir blóðflokka eða eyrnasnepla. Auk þess er ljóst að það eru ekki bara genin sem ráða þessu. Rannsóknir á eineggja tvíburum, sem hafa auðvitað nákvæmlega sams konar gen, hafa sýnt að fylgnin er aðeins 76%, það er að segja að í 24% tilfella er annar tvíburinn örvhentur en hinn rétthentur.

Sálfræðingurinn Chris McManus hefur sett fram þá kenningu að þau gen sem um er að ræða hafi áhrif á líkur þess að við verðum örvhent eða rétthent fremur en að stjórna því beint. McManus setur fram tilgátu um genaparið C og D. Samkvæmt tilgátu hans gefur samstæðan CC 50% líkur á að viðkomandi verði örvhentur, DC gefur 25% líkur og DD gefur 0% líkur (eða 100% líkur á að viðkomandi verði rétthentur). Þessi tilgáta virðist samrýmanleg því sem vitað er um tíðni örvhentra og rétthentra.

Ekki er nóg með að erfðafræðilega skýringin sé ófundin heldur er líka óljóst hvað það er í heilastarfseminni sem hefur þessi áhrif. Vinstra heilahvel okkar stjórnar hreyfingum hægri hluta líkamans og hægra heilahvelið stjórnar þeim vinstri. Í vinstra heilahveli er yfirleitt að finna málstöðina sem gegnir stærsta hlutverkinu í málnotkun okkar og á tímabili voru uppi kenningar um að hjá örvhentum væri þessi málstöð í hægra heilahveli. Þetta reyndist ekki rétt; málstöðin er einnig í vinstra heilahveli hjá flestum örvhentum. Reyndar er þarna hlutfallamunur: um 5% rétthentra hafa málstöðina í hægra heilahveli en 30% örvhentra. Þetta er vísbending um einhvers konar tengsl en dugar skammt sem skýring á því hvers vegna sum okkar eru örvhent.

Ekki er augljóst hvort meiri leikni í annarri hendinni fær okkur til að kjósa hana fram yfir hina eða hvort það er einhver tilhneiging sem við höfum til að kjósa þá hönd sem gerir það að verkum að við beitum henni meira og gerir hana þannig smám saman leiknari en hina. Þessu má kannski líkja við spurninguna frægu um hænuna og eggið. Víst er að fólki gengur yfirleitt prýðilega að ná upp færni með “síðri” hendinni þegar þurfa þykir og má nefna hljóðfæraleikara og skurðlækna því til stuðnings.

Meðal annarra spendýra er algengt að dýrið kjósi til dæmis aðra framlöppina fram yfir hina. Þannig nota sumir kettir frekar hægri loppuna og sumir nota fremur þá vinstri. Þetta virðist þó fremur háð tilviljun en erfðum. Um helmingur katta tekur vinstri framloppuna fram yfir þá hægri og helmingur kýs fremur þá hægri. Tveir “rétthentir” kettir eru hvorki líklegri né ólíklegri en tveir “örvhentir” til að eignast “örvhentan” kettling. Einhverjar rannsóknir á öpum hafa þó bent til þess að simpansar, til dæmis, séu heldur líklegri til að kjósa hægri höndina til að framkvæma nákvæmnisverk (60%) en þessar niðurstöður hafa aðeins fengist þegar dýrin hafa verið í haldi manna en ekki í sínu náttúrlega umhverfi. Hinn mikli munur á hlutfalli rétthentra og örvhentra virðist einskorðast við okkur mannfólkið.

Ýmsar sögusagnir eru til um meinta eiginleika örvhentra. Meðal annars heyrist ýmist sagt að örvhentir séu greindari en rétthentir eða þá hið gagnstæða. Samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið er ekki marktækur munur á greindarvísitölu örvhentra og rétthentra. Einnig heyrist því gjarnan fleygt að örvhentir hafi ríkari sköpunargáfu en rétthentir en lítið virðist um traustar rannsóknarniðurstöður því til grundvallar. Þó má nefna könnun sem leiddi í ljós að hlutfall örvhentra var óvenju hátt meðal arkitekta en ekki hefur tekist að fá sambærilegar niðurstöður með endurtekningu á könnuninni, sem rýrir nokkuð gildi hennar.

Heimildir:

...