Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofan frá og niður. Dálkarnir raðast oftast frá hægri til vinstri en í mongólsku er þeim raðað frá vinstri til hægri. Ekkert mælir þó á móti því að Vesturlandabúar lesi á annan hátt, til dæmis frá hægri til vinstri og byrji neðst, en það er ekki víst að skilningur manna yrði mikill á textanum; hann verður að minnsta kosti öðruvísi.

En svo er líka rétt að geta þess að við lesum ekki alla texta á hefðbundinn hátt. Fáir lesa líklega auglýsingatexta frá vinstri til hægri og niður síðuna, enda eru þeir oft hannaðir þannig að við lesum fyrst það sem er næst miðju, síðan ef til vill eitthvað þar fyrir ofan og loks einhverja athugasemd neðst. Sama má segja um flestar vefsíður, fæstir lesa heimasíðu Vísindavefsins skilmerkilega frá vinstri til hægri, ofan frá og niður.

Einnig er vert að geta þess að undir lok 19. aldar komst franskur sjónfræðingur að því að við lestur rennur augað alls ekki mjúklega frá vinstri til hægri eftir línum textans heldur stekkur það til eftir síðunni, þrisvar til fjórum sinnum á sekúndu.

Í fornöld voru textar skrifaðar á annan hátt en nú tíðkast. Ein tegund skriftar er svonefnd plógskrift. Á fræðimáli nefnist hún boustrophedon, en það þýðir bókstaflega 'uxa-snúningur' enda voru línur í henni skrifaðar líkt og uxi sem plægir akur. Fyrri línan á þann veg sem við þekkjum, en seinni línan byrjaði aftast, með nokkrum tilbrigðum.
Ein tegund plógskriftar er

.hátt þennan á skrifuð vegna þess

En önnur tegund plógskriftar er öllu erfiðari

.rukko riryf itsok atsnnim ða ,irtsel í
Eins tíðkaðist stundum í plógskrift að í seinni línunni voru stafirnir speglaðir. Plógskrift hefur fundist víða, til að mynda í fornum grískum textum, á Krít, Kýpur og í Suður-Arabíu.

Þrátt fyrir þá vestrænu hefð að hefja lestur efst til vinstri og lesa svo til hægri og niður er margs konar máttur tengdur því að lesa texta á annan hátt. Í gyðingdómi er til forn sögn af tveimur Talmúdfræðingum sem vikulega röðuðu orðum og bókstöfum úr helgiriti nokkru saman á ýmsa vegu. Ef vel tókst til með þennan hrærigraut spekinganna spratt upp fullvaxinn kálfur sem var samstundis slátrað og hann hafður í kvöldverð.

Tilraunir Talmúdfræðinganna minna nokkuð á uppskrift svonefndra dadaista, sem komu fram á öðrum áratugi síðustu aldar í Zürich, að ljóði. Þeir ráðlögðu mönnum að klippa út orð í blaðagrein og setja í poka, síðan átti að draga orðin upp og skrifa á blað. Með þessum orðaruglingi átti að koma út hinn mesti skáldskapur. Samkvæmt fræðum dada er þess vegna ljóð að finna í hverri blaðagrein - ef greinin er lesin á óreiðubundinn hátt, en ekki frá vinstri til hægri.

Ýmis dæmi má þess vegna finna um það í vestrænni menningu að andstaða gegn hinum hefðbundna lestri sé álitin máttug eða skapandi. Enda er það ríkt í okkar menningarheimi að líta á veröldina sem texta eða bók sem við þurfum að lesa og túlka til að skilja. Að svo miklu leyti sem við öðlumst skilning með lestrarathöfninni sjálfri getur annars konar lestur þess vegna fært okkur öðruvísi skilning á veröldinni.

Heimildir
  • Crystal, David, The Cambridge Encyclopedia of Language (2. útg.), Cambridge University Press, Cambridge, 1997.
  • Goody, Jack, The Interface Between the Written and the Oral, Cambridge University Press, Cambridge, 1987.
  • Manguel, Alberto, A History of Reading, Penguin, Harmondsworth, 1997.
  • Unicode



Tengd svör á Vísindavefnum



Mynd: HB

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.6.2002

Spyrjandi

Þórunn Kjartansdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2002, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2465.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 6. júní). Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2465

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2002. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2465>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?
Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofan frá og niður. Dálkarnir raðast oftast frá hægri til vinstri en í mongólsku er þeim raðað frá vinstri til hægri. Ekkert mælir þó á móti því að Vesturlandabúar lesi á annan hátt, til dæmis frá hægri til vinstri og byrji neðst, en það er ekki víst að skilningur manna yrði mikill á textanum; hann verður að minnsta kosti öðruvísi.

En svo er líka rétt að geta þess að við lesum ekki alla texta á hefðbundinn hátt. Fáir lesa líklega auglýsingatexta frá vinstri til hægri og niður síðuna, enda eru þeir oft hannaðir þannig að við lesum fyrst það sem er næst miðju, síðan ef til vill eitthvað þar fyrir ofan og loks einhverja athugasemd neðst. Sama má segja um flestar vefsíður, fæstir lesa heimasíðu Vísindavefsins skilmerkilega frá vinstri til hægri, ofan frá og niður.

Einnig er vert að geta þess að undir lok 19. aldar komst franskur sjónfræðingur að því að við lestur rennur augað alls ekki mjúklega frá vinstri til hægri eftir línum textans heldur stekkur það til eftir síðunni, þrisvar til fjórum sinnum á sekúndu.

Í fornöld voru textar skrifaðar á annan hátt en nú tíðkast. Ein tegund skriftar er svonefnd plógskrift. Á fræðimáli nefnist hún boustrophedon, en það þýðir bókstaflega 'uxa-snúningur' enda voru línur í henni skrifaðar líkt og uxi sem plægir akur. Fyrri línan á þann veg sem við þekkjum, en seinni línan byrjaði aftast, með nokkrum tilbrigðum.
Ein tegund plógskriftar er

.hátt þennan á skrifuð vegna þess

En önnur tegund plógskriftar er öllu erfiðari

.rukko riryf itsok atsnnim ða ,irtsel í
Eins tíðkaðist stundum í plógskrift að í seinni línunni voru stafirnir speglaðir. Plógskrift hefur fundist víða, til að mynda í fornum grískum textum, á Krít, Kýpur og í Suður-Arabíu.

Þrátt fyrir þá vestrænu hefð að hefja lestur efst til vinstri og lesa svo til hægri og niður er margs konar máttur tengdur því að lesa texta á annan hátt. Í gyðingdómi er til forn sögn af tveimur Talmúdfræðingum sem vikulega röðuðu orðum og bókstöfum úr helgiriti nokkru saman á ýmsa vegu. Ef vel tókst til með þennan hrærigraut spekinganna spratt upp fullvaxinn kálfur sem var samstundis slátrað og hann hafður í kvöldverð.

Tilraunir Talmúdfræðinganna minna nokkuð á uppskrift svonefndra dadaista, sem komu fram á öðrum áratugi síðustu aldar í Zürich, að ljóði. Þeir ráðlögðu mönnum að klippa út orð í blaðagrein og setja í poka, síðan átti að draga orðin upp og skrifa á blað. Með þessum orðaruglingi átti að koma út hinn mesti skáldskapur. Samkvæmt fræðum dada er þess vegna ljóð að finna í hverri blaðagrein - ef greinin er lesin á óreiðubundinn hátt, en ekki frá vinstri til hægri.

Ýmis dæmi má þess vegna finna um það í vestrænni menningu að andstaða gegn hinum hefðbundna lestri sé álitin máttug eða skapandi. Enda er það ríkt í okkar menningarheimi að líta á veröldina sem texta eða bók sem við þurfum að lesa og túlka til að skilja. Að svo miklu leyti sem við öðlumst skilning með lestrarathöfninni sjálfri getur annars konar lestur þess vegna fært okkur öðruvísi skilning á veröldinni.

Heimildir
  • Crystal, David, The Cambridge Encyclopedia of Language (2. útg.), Cambridge University Press, Cambridge, 1997.
  • Goody, Jack, The Interface Between the Written and the Oral, Cambridge University Press, Cambridge, 1987.
  • Manguel, Alberto, A History of Reading, Penguin, Harmondsworth, 1997.
  • Unicode



Tengd svör á Vísindavefnum



Mynd: HB

...