Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ár kom fyrsta bókin út?

Geir Þ. Þórarinsson

Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar.

Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið urðu æ fleiri textar æ fleirum aðgengilegir. Gutenberg hafði reyndar sjálfur prentað einblöðunga áður en hann prentaði Biblíuna og eins höfðu aðrir prentað texta áður með annarri aðferð en Gutenberg notaði. Kínverjar höfðu til dæmis prentað texta með því að þrykkja bleki á blað á 9. öld en elstu dæmi um blekþrykkingar í Asíu eru frá 3. öld.

Útgáfa bóka og verslun með þær hófst að minnsta kosti í Aþenu á 5. öld f.o.t. Útgáfa prentaðra bóka hófst miklu síðar. Myndin er frá 16. öld og sýnir prentsmiðju.

En útgáfa bókar og prentun hennar er ekki endilega það sama. Í grófum dráttum má segja að útgáfa felist í því að höfundur láti verk sitt frá sér fara í einhvers konar dreifingu meðal almennings. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að segja til dæmis handritaðan texta vera útgefið verk.

Hjá Forngrikkjum var hægt að kaupa bækur á markaði. Bækurnar voru ekki prentaðar, heldur afritaðar af skrifara en engu að síður söluvara og jafnvel samdar með dreifingu meðal almennings í huga. Þær voru því útgefin verk. Í Málsvörn Sókratesar eftir Platon segir Sókrates til að mynda að það hafi verið hægt að kaupa bók Anaxagórasar á markaðnum á eina drökmu. (Pl., Málsv. 26D). Undir lok 5. aldar f.o.t. virðist bókaútgáfa því vera orðinn svolítill iðnaður.

Elstu bókmenntir Grikkja eru kviður Hómers. Þær voru samdar á 8. öld f.o.t. og hugsanlega skrifaðar niður strax undir lok 8. aldar en þó ekki seinna en á síðari hluta 6. aldar f.o.t. þegar harðstjórinn Peisistratos í Aþenu lét skrifa þær niður til þess að textinn héldist réttur. Grikkland hið forna var samt lengi vel munnmælasamfélag þótt ritmál hefði verið fundið upp. Flutningur Hómerskviða var til að mynda ekki upplestur heldur var kvæðið lagt á minnið og flutt fyrir áheyrendur. En hvenær urðu þær þá að útgefnu verki? Var það þegar Peisistratos lét skrifa textann niður eða þegar þær voru samdar og hugsanlega ritaðar undir lok 8. aldar f.o.t.? Þessu er líklega ekki hægt að svara afdráttarlaust. Og sömu sögu er að segja af fyrstu útgáfu bókmenntaverka annarra fornþjóða.

Við neyðumst því eiginlega til þess að svara spurningunni svona: Bókmenntir eru eldri en ritmálið því elstu bókmenntirnar voru munnlegar. En aftur til grárrar forneskju þegar ritmál var fundið upp má rekja fyrsta vísinn að útgáfu bókmennta, hvenær svo sem það var. Á einhverjum tímapunkti er síðan orðin til eftirspurn eftir rituðum bókmenntatextum og um leið iðnaður sem felst í afritun og sölu textanna, eins og sá sem Platon vísar til í Aþenu. Þá er hægt að tala um alvöru útgáfu bóka en því miður eru ómögulegt að tímasetja nákvæmlega hvenær slík bókaverslun varð fyrst til. Hún var að minnsta kosti orðin til í Aþenu á 5. öld f.o.t. Útgáfa prentaðra bóka hófst svo miklu síðar.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.4.2013

Spyrjandi

Gígja Hrönn Þórðardóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða ár kom fyrsta bókin út?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2013, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58064.

Geir Þ. Þórarinsson. (2013, 5. apríl). Hvaða ár kom fyrsta bókin út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58064

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða ár kom fyrsta bókin út?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2013. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58064>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár kom fyrsta bókin út?
Erfitt er að svara spurningunni afdráttarlaust af því að óljóst er hvað telst til útgáfu bókar.

Yfirleitt er fyrsta prentaða bókin talin vera Biblía Gutenbergs, sem Þjóðverjinn Jóhannes Gutenberg prentaði árið 1455 með prentvél sem hann hafði sjálfur smíðað. Prentvél Gutenbergs olli straumhvörfum og í kjölfarið urðu æ fleiri textar æ fleirum aðgengilegir. Gutenberg hafði reyndar sjálfur prentað einblöðunga áður en hann prentaði Biblíuna og eins höfðu aðrir prentað texta áður með annarri aðferð en Gutenberg notaði. Kínverjar höfðu til dæmis prentað texta með því að þrykkja bleki á blað á 9. öld en elstu dæmi um blekþrykkingar í Asíu eru frá 3. öld.

Útgáfa bóka og verslun með þær hófst að minnsta kosti í Aþenu á 5. öld f.o.t. Útgáfa prentaðra bóka hófst miklu síðar. Myndin er frá 16. öld og sýnir prentsmiðju.

En útgáfa bókar og prentun hennar er ekki endilega það sama. Í grófum dráttum má segja að útgáfa felist í því að höfundur láti verk sitt frá sér fara í einhvers konar dreifingu meðal almennings. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að segja til dæmis handritaðan texta vera útgefið verk.

Hjá Forngrikkjum var hægt að kaupa bækur á markaði. Bækurnar voru ekki prentaðar, heldur afritaðar af skrifara en engu að síður söluvara og jafnvel samdar með dreifingu meðal almennings í huga. Þær voru því útgefin verk. Í Málsvörn Sókratesar eftir Platon segir Sókrates til að mynda að það hafi verið hægt að kaupa bók Anaxagórasar á markaðnum á eina drökmu. (Pl., Málsv. 26D). Undir lok 5. aldar f.o.t. virðist bókaútgáfa því vera orðinn svolítill iðnaður.

Elstu bókmenntir Grikkja eru kviður Hómers. Þær voru samdar á 8. öld f.o.t. og hugsanlega skrifaðar niður strax undir lok 8. aldar en þó ekki seinna en á síðari hluta 6. aldar f.o.t. þegar harðstjórinn Peisistratos í Aþenu lét skrifa þær niður til þess að textinn héldist réttur. Grikkland hið forna var samt lengi vel munnmælasamfélag þótt ritmál hefði verið fundið upp. Flutningur Hómerskviða var til að mynda ekki upplestur heldur var kvæðið lagt á minnið og flutt fyrir áheyrendur. En hvenær urðu þær þá að útgefnu verki? Var það þegar Peisistratos lét skrifa textann niður eða þegar þær voru samdar og hugsanlega ritaðar undir lok 8. aldar f.o.t.? Þessu er líklega ekki hægt að svara afdráttarlaust. Og sömu sögu er að segja af fyrstu útgáfu bókmenntaverka annarra fornþjóða.

Við neyðumst því eiginlega til þess að svara spurningunni svona: Bókmenntir eru eldri en ritmálið því elstu bókmenntirnar voru munnlegar. En aftur til grárrar forneskju þegar ritmál var fundið upp má rekja fyrsta vísinn að útgáfu bókmennta, hvenær svo sem það var. Á einhverjum tímapunkti er síðan orðin til eftirspurn eftir rituðum bókmenntatextum og um leið iðnaður sem felst í afritun og sölu textanna, eins og sá sem Platon vísar til í Aþenu. Þá er hægt að tala um alvöru útgáfu bóka en því miður eru ómögulegt að tímasetja nákvæmlega hvenær slík bókaverslun varð fyrst til. Hún var að minnsta kosti orðin til í Aþenu á 5. öld f.o.t. Útgáfa prentaðra bóka hófst svo miklu síðar.

Mynd:

...