Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?

Guðrún Kvaran

Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettiorðin eru íslensk en skýringar flestar á latínu. Jón telur orðið notað í samtíma alþýðumáli og telur það fengið úr latínu.


Gamlir og lúnir doðrantar.

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 19. öld en um miðja þá öld eru einnig dæmi um myndina doðrantur. Orðið er sennilega tökuorð úr latínu, eins og Jón Ólafsson gat sér til, úr dōdrāns‚ 'þrír fjórðu hlutar' sem orðið er til úr dē quadrāns en quadrāns merkir 'fjórðungur'. Dōdrāns er í eignarfalli dōdrāntis og hefur doðrant verið lagað úr þeirri mynd. Líklegast er að í upphafi hafi verið átt við bókarbrotið, stærð bókarinnar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.10.2007

Spyrjandi

Magnús Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?“ Vísindavefurinn, 26. október 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6869.

Guðrún Kvaran. (2007, 26. október). Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6869

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?
Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettiorðin eru íslensk en skýringar flestar á latínu. Jón telur orðið notað í samtíma alþýðumáli og telur það fengið úr latínu.


Gamlir og lúnir doðrantar.

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því snemma á 19. öld en um miðja þá öld eru einnig dæmi um myndina doðrantur. Orðið er sennilega tökuorð úr latínu, eins og Jón Ólafsson gat sér til, úr dōdrāns‚ 'þrír fjórðu hlutar' sem orðið er til úr dē quadrāns en quadrāns merkir 'fjórðungur'. Dōdrāns er í eignarfalli dōdrāntis og hefur doðrant verið lagað úr þeirri mynd. Líklegast er að í upphafi hafi verið átt við bókarbrotið, stærð bókarinnar.

Mynd:...