Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir fundu upp bækur?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?

Ritaðar heimildir ná auðvitað miklu lengur en saga bókarinnar eins og við þekkjum hana. Í fræðilegri umræðu er upphaf mannkynssögunnar miðað við það skeið þegar menn fóru að skilja ritaðar heimildir eftir sig. Samfélög sem voru til fyrir þann tíma eru nefnd forsöguleg (e. prehistoric) annars nefnast þau söguleg (e. historic).

Í Mesópótamíu fyrir um 3000 árum f.Kr. var fyrsta sögulega samfélagið. Um þetta má lesa meira í svari Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Í fyrstu voru ritheimildir notaðar til að geyma alls kyns hversdagslegar skrár og upplýsingar, tengdar verslun og viðskiptum eins og bókhald enn þann dag í dag.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Síðast uppfært

29.11.2023

Spyrjandi

Friðjón og Páll Þórarinsson, f. 1995

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverjir fundu upp bækur?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7125.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 29. febrúar). Hverjir fundu upp bækur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7125

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverjir fundu upp bækur?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7125>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir fundu upp bækur?
Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er bók og til hvers skrifum við bækur?

Ritaðar heimildir ná auðvitað miklu lengur en saga bókarinnar eins og við þekkjum hana. Í fræðilegri umræðu er upphaf mannkynssögunnar miðað við það skeið þegar menn fóru að skilja ritaðar heimildir eftir sig. Samfélög sem voru til fyrir þann tíma eru nefnd forsöguleg (e. prehistoric) annars nefnast þau söguleg (e. historic).

Í Mesópótamíu fyrir um 3000 árum f.Kr. var fyrsta sögulega samfélagið. Um þetta má lesa meira í svari Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Í fyrstu voru ritheimildir notaðar til að geyma alls kyns hversdagslegar skrár og upplýsingar, tengdar verslun og viðskiptum eins og bókhald enn þann dag í dag.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....