Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?

Geir Þ. Þórarinsson

Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtímamenn hans.

Sókrates (469 f.Kr. - 399 f.Kr.).

Elsta heimildin um Sókrates er skopleikur eftir Aristófanes sem heitir Skýin. Hann var fyrst settur á svið árið 423 f.Kr. en varðveitt er endurskoðuð útgáfa hans frá 416 f.Kr. Með öðrum orðum voru Skýin sett á svið að minnsta kosti tvisvar meðan Sókrates var sjálfur á lífi. Þar er gert grín að sófistum og er Sókrates gerður að einum slíkum, sem rekur skóla og kennir fólki meðal annars að gera verri málstað betri. Skopleikurinn er ekki talin góð heimild um Sókrates, enda segir sagan að hann hafi sjálfur andmælt þeirri mynd sem dregin var upp af honum. En Aristófanes ætlaði sér auðvitað ekki að lýsa Sókrates rétt og nákvæmlega – ekki frekar en til dæmis Spaugstofan ætlar sér að bregða upp nákvæmri og réttri mynd af íslenskum stjórnmálamönnum. Aristófanesi gekk vitaskuld til öðru fremur að gera Sókrates og sófistana hlægilega. Skýin eru þá ef til vill einhvers konar heimild um almenningsálitið á bæði Sókratesi og sófistunum.

Að Sókratesi látnum heiðruðu margir af vinum hans minningu hans með því að skrifa samræður þar sem Sókrates var aðalpersónan. Sagt er að Alexamenos frá Teos hafi fyrstur fundið upp samræðuformið sem bókmenntaform en meðal annarra sem sömdu sókratískar samræður (Sokratikoi logoi) voru Antisþenes, Æskínes, Evklíð frá Megöru og Fædon frá Elís – allt samtímamenn Sókratesar sem þekktu hann persónulega. Engin af ritum þeirra eru varðveitt í heild sinni en varðveittum brotum úr þeim og ritum annarra um Sókrates hefur verið safnað saman í brotasafnið Socratis et Socraticorum reliquae í fjórum bindum (ritstj. Gabriele Giannantoni, 1983, 2. útg. 1990.)

Tveir langsamlega mikilvægustu heimildarmennirnir um Sókrates eru Platon og Xenofon, sem báðir þekktu hann persónulega. Rit beggja eru varðveitt en þeir sömdu báðir sókratískar samræður og bregða þar upp mynd af heimspekiiðkun Sókratesar. Meðal annars sömdu þeir báðir varnarræðu Sókratesar, sem hvor um sig gerir tilkall til þess að innihalda efnislega inntakið úr varnarræðu Sókratesar fyrir réttinum árið 399 f.Kr. þegar hann var dæmdur til dauða. Ljóst er að hvorugt ritið hefur að geyma orðrétta ræðuna sem Sókrates flutti.

Dauði Sókratesar (1787) eftir Jacques-Louis David (1748-1825). Það er langsótt að draga í efa tilvist Sókratesar. Það myndi þýða að víðtækt samsæri mjög ólíkra höfunda hafi átt sér stað um að skálda upp tilvist manns og að það hefði tekist án þess að neinar vísbendingar hafi orðið eftir um að hann væri ekkert nema tilbúningur.

Almennt hefur Xenofon þótt skorta djúpan skilning á Sókratesi sem heimspekingi en á hinn bóginn var Platon sjálfur heimspekingur og lagði í samræðum sínum Sókratesi í munn ýmislegt sem nær útilokað er að Sókrates sjálfur hefði nokkurn tímann haldið fram. Þannig verður til ákveðin túlkunarvandi: Hvaða hugmyndir tilheyra Sókratesi sjálfum og hverjar tilheyra Platoni? Um þetta má lesa nánar í svari undirritaðs við spurningunni Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að lokum má nefna Aristóteles sem heimildarmann um Sókrates. Enda þótt Aristóteles hafi ekki verið samtímamaður Sókratesar (Aristóteles fæddist árið 384 f.Kr., fimmtán árum eftir að Sókrates lést) var hann þó nemandi og samstarfsmaður Platons í tvo áratugi og eins og fyrr sagði þekkti Platon Sókrates. Í ritum sínum segir Aristóteles ýmislegt um Sókrates og virðist ekki vera í neinum vafa um að hann hafi verið til. Reyndar gerir hann skipulega greinarmun á því hvort hann talar um hinn sögulega Sókrates annars vegar og hins vegar persónuna Sókrates í ritum Platons. (Hann notar alltaf ákveðinn greini með nafninu (ὁ Σωκράτης) þegar hann vísar til persónunnar í samræðum Platons en annars ekki. Þetta er ekki alltaf ljóst í þýðingum.)

Platon til vinstri og Aristóteles til hægri.

Af þessu ætti að vera ljóst að til eru fjölmargar heimildir sem vísa til Sókratesar. Engin þeirra ýjar að því að maðurinn hafi ekki verið til – þvert á móti – og margar þeirra eru samtímaheimildir (ég hef sleppt því að minnast á aðrar fornar heimildir um Sókrates enda myndi sú upptalning ekki rúmast í stuttu svari). Enda þótt ákveðinn túlkunarvandi geri okkur vissulega erfitt að segja nákvæmlega hvaða hugmyndir Sókrates hafði virðist eigi að síður býsna langsótt að draga í efa tilvist mannsins. Það myndi þýða að víðtækt samsæri mjög ólíkra höfunda hafi átt sér stað um að skálda upp tilvist manns og að það hefði tekist án þess að neinar vísbendingar hafi orðið eftir um að hann væri ekkert nema tilbúningur.

Fleira mælir með því að Sókrates hafi verið til en til dæmis að Ingólfur Arnarson hafi verið til. Um Ingólf Arnarson eru ekki til neinar samtímaheimildir. Sömu sögu er að segja af Leifi Eiríkssyni, Bjarna Herjólfssyni og svo framvegis. Um þá eru engar samtímaheimildir til, heldur eru heimildirnar allar nokkru yngri. En ef meira að segja samtímaheimildir – og það eftir marga ólíka höfunda – leyfa okkur ekki að álykta að einhver hafi raunverulega verið til, þá gildir það enn fremur um alla þá sem við þekkjum einungis úr yngri heimildum og þá er hætt við að líta verði á mestalla mannkynssöguna sem einhvern tilbúning. En það getur hún varla verið. Sem betur fer er ástæðulaust að draga í efa allar heimildir okkar með þeim hætti. Þess í stað leggjum við mat á trúverðugleika heimilda okkar hverju sinni. Í þessu tilviki hefur fræðimönnum nær undantekningarlaust ekki þótt nein ástæða til að draga í efa tilvist Sókratesar.

Myndir:

Spurningin hljómaði upprunalega svona:
Sælir nú, kæru fræðimenn. Var Sókrates yfirleitt til? Efast menn ekkert um það?

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

3.4.2012

Spyrjandi

Sigurður Helgi Árnason

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2012. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61259.

Geir Þ. Þórarinsson. (2012, 3. apríl). Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61259

Geir Þ. Þórarinsson. „Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2012. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?
Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtímamenn hans.

Sókrates (469 f.Kr. - 399 f.Kr.).

Elsta heimildin um Sókrates er skopleikur eftir Aristófanes sem heitir Skýin. Hann var fyrst settur á svið árið 423 f.Kr. en varðveitt er endurskoðuð útgáfa hans frá 416 f.Kr. Með öðrum orðum voru Skýin sett á svið að minnsta kosti tvisvar meðan Sókrates var sjálfur á lífi. Þar er gert grín að sófistum og er Sókrates gerður að einum slíkum, sem rekur skóla og kennir fólki meðal annars að gera verri málstað betri. Skopleikurinn er ekki talin góð heimild um Sókrates, enda segir sagan að hann hafi sjálfur andmælt þeirri mynd sem dregin var upp af honum. En Aristófanes ætlaði sér auðvitað ekki að lýsa Sókrates rétt og nákvæmlega – ekki frekar en til dæmis Spaugstofan ætlar sér að bregða upp nákvæmri og réttri mynd af íslenskum stjórnmálamönnum. Aristófanesi gekk vitaskuld til öðru fremur að gera Sókrates og sófistana hlægilega. Skýin eru þá ef til vill einhvers konar heimild um almenningsálitið á bæði Sókratesi og sófistunum.

Að Sókratesi látnum heiðruðu margir af vinum hans minningu hans með því að skrifa samræður þar sem Sókrates var aðalpersónan. Sagt er að Alexamenos frá Teos hafi fyrstur fundið upp samræðuformið sem bókmenntaform en meðal annarra sem sömdu sókratískar samræður (Sokratikoi logoi) voru Antisþenes, Æskínes, Evklíð frá Megöru og Fædon frá Elís – allt samtímamenn Sókratesar sem þekktu hann persónulega. Engin af ritum þeirra eru varðveitt í heild sinni en varðveittum brotum úr þeim og ritum annarra um Sókrates hefur verið safnað saman í brotasafnið Socratis et Socraticorum reliquae í fjórum bindum (ritstj. Gabriele Giannantoni, 1983, 2. útg. 1990.)

Tveir langsamlega mikilvægustu heimildarmennirnir um Sókrates eru Platon og Xenofon, sem báðir þekktu hann persónulega. Rit beggja eru varðveitt en þeir sömdu báðir sókratískar samræður og bregða þar upp mynd af heimspekiiðkun Sókratesar. Meðal annars sömdu þeir báðir varnarræðu Sókratesar, sem hvor um sig gerir tilkall til þess að innihalda efnislega inntakið úr varnarræðu Sókratesar fyrir réttinum árið 399 f.Kr. þegar hann var dæmdur til dauða. Ljóst er að hvorugt ritið hefur að geyma orðrétta ræðuna sem Sókrates flutti.

Dauði Sókratesar (1787) eftir Jacques-Louis David (1748-1825). Það er langsótt að draga í efa tilvist Sókratesar. Það myndi þýða að víðtækt samsæri mjög ólíkra höfunda hafi átt sér stað um að skálda upp tilvist manns og að það hefði tekist án þess að neinar vísbendingar hafi orðið eftir um að hann væri ekkert nema tilbúningur.

Almennt hefur Xenofon þótt skorta djúpan skilning á Sókratesi sem heimspekingi en á hinn bóginn var Platon sjálfur heimspekingur og lagði í samræðum sínum Sókratesi í munn ýmislegt sem nær útilokað er að Sókrates sjálfur hefði nokkurn tímann haldið fram. Þannig verður til ákveðin túlkunarvandi: Hvaða hugmyndir tilheyra Sókratesi sjálfum og hverjar tilheyra Platoni? Um þetta má lesa nánar í svari undirritaðs við spurningunni Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að lokum má nefna Aristóteles sem heimildarmann um Sókrates. Enda þótt Aristóteles hafi ekki verið samtímamaður Sókratesar (Aristóteles fæddist árið 384 f.Kr., fimmtán árum eftir að Sókrates lést) var hann þó nemandi og samstarfsmaður Platons í tvo áratugi og eins og fyrr sagði þekkti Platon Sókrates. Í ritum sínum segir Aristóteles ýmislegt um Sókrates og virðist ekki vera í neinum vafa um að hann hafi verið til. Reyndar gerir hann skipulega greinarmun á því hvort hann talar um hinn sögulega Sókrates annars vegar og hins vegar persónuna Sókrates í ritum Platons. (Hann notar alltaf ákveðinn greini með nafninu (ὁ Σωκράτης) þegar hann vísar til persónunnar í samræðum Platons en annars ekki. Þetta er ekki alltaf ljóst í þýðingum.)

Platon til vinstri og Aristóteles til hægri.

Af þessu ætti að vera ljóst að til eru fjölmargar heimildir sem vísa til Sókratesar. Engin þeirra ýjar að því að maðurinn hafi ekki verið til – þvert á móti – og margar þeirra eru samtímaheimildir (ég hef sleppt því að minnast á aðrar fornar heimildir um Sókrates enda myndi sú upptalning ekki rúmast í stuttu svari). Enda þótt ákveðinn túlkunarvandi geri okkur vissulega erfitt að segja nákvæmlega hvaða hugmyndir Sókrates hafði virðist eigi að síður býsna langsótt að draga í efa tilvist mannsins. Það myndi þýða að víðtækt samsæri mjög ólíkra höfunda hafi átt sér stað um að skálda upp tilvist manns og að það hefði tekist án þess að neinar vísbendingar hafi orðið eftir um að hann væri ekkert nema tilbúningur.

Fleira mælir með því að Sókrates hafi verið til en til dæmis að Ingólfur Arnarson hafi verið til. Um Ingólf Arnarson eru ekki til neinar samtímaheimildir. Sömu sögu er að segja af Leifi Eiríkssyni, Bjarna Herjólfssyni og svo framvegis. Um þá eru engar samtímaheimildir til, heldur eru heimildirnar allar nokkru yngri. En ef meira að segja samtímaheimildir – og það eftir marga ólíka höfunda – leyfa okkur ekki að álykta að einhver hafi raunverulega verið til, þá gildir það enn fremur um alla þá sem við þekkjum einungis úr yngri heimildum og þá er hætt við að líta verði á mestalla mannkynssöguna sem einhvern tilbúning. En það getur hún varla verið. Sem betur fer er ástæðulaust að draga í efa allar heimildir okkar með þeim hætti. Þess í stað leggjum við mat á trúverðugleika heimilda okkar hverju sinni. Í þessu tilviki hefur fræðimönnum nær undantekningarlaust ekki þótt nein ástæða til að draga í efa tilvist Sókratesar.

Myndir:

Spurningin hljómaði upprunalega svona:
Sælir nú, kæru fræðimenn. Var Sókrates yfirleitt til? Efast menn ekkert um það?
...