Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Geir Þ. Þórarinsson

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í aðalatriðum rétta mynd af því hvernig Sókrates bar sig að í rökræðum.

Í víðum skilningi má kalla þau rit Platons sókratískar samræður þar sem persónan Sókrates er í aðalhlutverki. Það á við um flest en þó ekki öll rit Platons. Í Stjórnvitringnum og Tímajosi er Sókrates til að mynda viðstaddur en meira og minna sem þögull áheyrandi. Og í Lögunum kemur Sókrates alls ekki fyrir. En í þrengri skilningi eru sókratísku samræðurnar ekki allar þær samræður þar sem Sókrates er í aðalhlutverki, eins og til dæmis Ríkið, heldur nánar tiltekið elstu samræður Platons. Algengast er að þegar talað er um sókratískar samræður sé átt við þær.


Hér sést Sókrates í grænbrúnum kufli hægra megin á myndinni í samræðum. Myndin er hluti af Aþenuskólanum, fresku Rafaels (1483-1520) í Vatíkanhöllinni. Hér er hægt að sjá alla freskuna.

Elstu samræður Platons eru einmitt stundum taldar varpa ljósi á heimspeki hins sögulega Sókratesar og endurspegla aðferð hans í heimspekilegum rökræðum við aðra. Þetta eru yfirleitt stuttar samræður sem fjalla aðallega um leit að skilgreiningu á einhverju siðfræðilegu hugtaki. Sókrates spyr til dæmis „Hvað er dygð?“, „Hvað er vinátta?“, „Hvað er hugrekki?“ og svo framvegis.

Viðmælandinn reynir ef til vill í fyrstu að benda á dæmi um það sem spurt er um en Sókrates fellst ekki á slíkt af því að ef ekki liggur ljóst fyrir hver skilgreiningin á hugtakinu er, þá er óljóst hvort dæmið sem bent er á er raunverulega dæmi um það sem spurt er um eða ekki. Ef spurt er hvað örlæti sé dugar því engan veginn að segja til dæmis að örlæti sé að gefa fátækum ölmusu eða eitthvað slíkt af því að ef maður veit ekki hvað örlæti er almennt, þá getur maður ekki verið viss um að það að gefa fátækum ölmusu sé raunverulega dæmi um örlæti. Og jafnvel þótt við gætum verið viss um það, þá er ekki nóg að þekkja bara eitt dæmi um örlæti.

Sókrates vill fá almenna skilgreiningu sem í þessu tilviki myndi gera okkur kleift að vita í öllum tilvikum hvað sé örlæti og hvað sé ekki örlæti og hvers vegna. Þegar viðmælandi Sókratesar leggur til almenna skilgreiningu er hún rædd og prófuð svo að þeir geti áttað sig á því hvort hún dugi eða ekki en þegar viðmælandinn kemst í mótsögn við sjálfan sig er skilgreiningunni hafnað.

Oft eru margar skilgreiningar reyndar í einni og sömu samræðunni en samræðurnar enda oftast án þess að skýr niðurstaða hafi fengist. Sem dæmi um samræðu í þessum hópi má nefna Evþýfrón sem fjallar um guðrækni, Lakkes sem fjallar um hugrekki og Karmídes sem fjallar um hófstillingu. Stundum taka viðmælendur Sókratesar því afar illa að vera prófaðir og verða pirraðir og reiðir. Dæmi um slíkt er að finna í Gorgíasi þar sem Kallíkles missir þolinmæðina og verður dónalegur í garð Sókratesar þegar honum fer að ganga illa í rökræðunni og í 1. bók Ríkisins þar sem Þrasýmakkos spyr hvort hann þurfi að „berja þetta inn í Sókrates“ þegar Sókrates efast um skilgreiningu hans á réttlæti.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

31.1.2008

Spyrjandi

Árni H. Kristjánsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7041.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 31. janúar). Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7041

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?
Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í aðalatriðum rétta mynd af því hvernig Sókrates bar sig að í rökræðum.

Í víðum skilningi má kalla þau rit Platons sókratískar samræður þar sem persónan Sókrates er í aðalhlutverki. Það á við um flest en þó ekki öll rit Platons. Í Stjórnvitringnum og Tímajosi er Sókrates til að mynda viðstaddur en meira og minna sem þögull áheyrandi. Og í Lögunum kemur Sókrates alls ekki fyrir. En í þrengri skilningi eru sókratísku samræðurnar ekki allar þær samræður þar sem Sókrates er í aðalhlutverki, eins og til dæmis Ríkið, heldur nánar tiltekið elstu samræður Platons. Algengast er að þegar talað er um sókratískar samræður sé átt við þær.


Hér sést Sókrates í grænbrúnum kufli hægra megin á myndinni í samræðum. Myndin er hluti af Aþenuskólanum, fresku Rafaels (1483-1520) í Vatíkanhöllinni. Hér er hægt að sjá alla freskuna.

Elstu samræður Platons eru einmitt stundum taldar varpa ljósi á heimspeki hins sögulega Sókratesar og endurspegla aðferð hans í heimspekilegum rökræðum við aðra. Þetta eru yfirleitt stuttar samræður sem fjalla aðallega um leit að skilgreiningu á einhverju siðfræðilegu hugtaki. Sókrates spyr til dæmis „Hvað er dygð?“, „Hvað er vinátta?“, „Hvað er hugrekki?“ og svo framvegis.

Viðmælandinn reynir ef til vill í fyrstu að benda á dæmi um það sem spurt er um en Sókrates fellst ekki á slíkt af því að ef ekki liggur ljóst fyrir hver skilgreiningin á hugtakinu er, þá er óljóst hvort dæmið sem bent er á er raunverulega dæmi um það sem spurt er um eða ekki. Ef spurt er hvað örlæti sé dugar því engan veginn að segja til dæmis að örlæti sé að gefa fátækum ölmusu eða eitthvað slíkt af því að ef maður veit ekki hvað örlæti er almennt, þá getur maður ekki verið viss um að það að gefa fátækum ölmusu sé raunverulega dæmi um örlæti. Og jafnvel þótt við gætum verið viss um það, þá er ekki nóg að þekkja bara eitt dæmi um örlæti.

Sókrates vill fá almenna skilgreiningu sem í þessu tilviki myndi gera okkur kleift að vita í öllum tilvikum hvað sé örlæti og hvað sé ekki örlæti og hvers vegna. Þegar viðmælandi Sókratesar leggur til almenna skilgreiningu er hún rædd og prófuð svo að þeir geti áttað sig á því hvort hún dugi eða ekki en þegar viðmælandinn kemst í mótsögn við sjálfan sig er skilgreiningunni hafnað.

Oft eru margar skilgreiningar reyndar í einni og sömu samræðunni en samræðurnar enda oftast án þess að skýr niðurstaða hafi fengist. Sem dæmi um samræðu í þessum hópi má nefna Evþýfrón sem fjallar um guðrækni, Lakkes sem fjallar um hugrekki og Karmídes sem fjallar um hófstillingu. Stundum taka viðmælendur Sókratesar því afar illa að vera prófaðir og verða pirraðir og reiðir. Dæmi um slíkt er að finna í Gorgíasi þar sem Kallíkles missir þolinmæðina og verður dónalegur í garð Sókratesar þegar honum fer að ganga illa í rökræðunni og í 1. bók Ríkisins þar sem Þrasýmakkos spyr hvort hann þurfi að „berja þetta inn í Sókrates“ þegar Sókrates efast um skilgreiningu hans á réttlæti.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum:

Mynd: