Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 24 svör fundust
Hvað er leif í sagnfræði?
Leif er grundvallarhugtak í heimildafræði sagnfræðinga. Leifar eru öll bein ummerki fortíðarinnar, allar varðveittar menjar liðins tíma sem bera uppruna sínum vitni. Þar með eru allar heimildir sagnfræðinnar óhjákvæmilega leifar. Hvaða gagn er þá að þessu sérstaka hugtaki, frekar en tala bara um heimildir? Jú, ...
Hvenær fæddist Jesús Kristur?
Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...
Var Sókrates örugglega til, efast fræðimenn ekkert um það?
Já, Sókrates var nær örugglega til og almennt efast fræðimenn ekki um það. Sókrates fæddist í Aþenu 469 f.Kr. og lést þar árið 399 f.Kr. Hann samdi sjálfur engin rit og því getum við ekki lesið hans eigin orð en um hann er þó fjallað í samtímaheimildum, það er að segja í heimildum frá hans eigin tíma eftir samtíma...
Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?
Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...
Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?
Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...
Af hverju var Alþingi stofnað?
Það hefur tíðkast frá ómunatíð víðs vegar um heiminn að menn komi saman á þing til að ráða ráðum sínum, setja lög og dæma í málum manna. Til er sú skoðun að slíkt almannavald sé eldra og upphaflegra en vald fárra og tiginna stjórnenda eins og konunga. Aþeningar hinir fornu, sem löngum hefur verið litið til sem fyr...
Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til? Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sön...
Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...
Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...
Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...
Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?
Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...