Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fóru heiðin jól fram?

Árni Björnsson

Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri þörf fyrir mannfagnað í vetrarmyrkrinu.

Elsta vísbending um jólahald er í kvæði um Harald hárfagra sem talið er frá 9. öld. Þar er hann sagður vilja ‘drekka jól úti’ og ‘heyja Freys leik’. Þetta virðist annars vegar merkja veislu og hins vegar einhvers konar ástarleik. Þess sést getið á öðrum stað að Freysgöltur mikill sé leiddur inn í veislusalinn, menn leggja hendur á burst hans og strengja heit. Freyr var frjósemisgoð líkt og Satúrnus hjá Rómverjum og átti göltinn Gullinbursta, en svínið er víða notað sem frjósemistákn sakir hinnar miklu viðkomu. Alkunna er að kynferðislegir helgileikir þekkjast meðal fólks sem býr í náinni snertingu við náttúruna og telur að frjósemi í mannlífinu kalli á frjósemi í náttúrunni. Oft er talað um að blóta ‘til árs og friðar’ á jólum þar sem ‘ár’ merkir árgæska.

Á jólum átu menn, drukku og skemmtu sér. Kristnir höfundar vildu á hinn bóginn endilega túlka veisluna sem trúarlega athöfn. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Svenska Mjödfrämjandet.

Sagnir sem eiga að gerast á heiðnum tíma minnast varla á jól nema í sambandi við veisluhald. Í fornum norskum lögum er mönnum skylt að brugga og eiga öl til jóla. Ástæðan er að konungar ferðuðust oft milli þegna sinna um jólaleytið og þágu hjá þeim veislu. Allt bendir til þess að menn hafi blátt áfram komið saman á jólum til að éta, drekka og vera glaðir.

Um önnur atriði í veisluhaldinu er helst frá því greint sem hafði sögulegar afleiðingar, til dæmis ef drukknir veislugestir strengdu þess heit að efna til herferðar næsta sumar, brjóta haug fjölkunnugs víkings eða ræna konungsdóttur – og reyndu að standa við það.

Í Heimskringlu segir að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld fært jólahald Norðmanna frá einhverri ‘hökunótt’, sem enginn veit hvenær var, til sama tíma og kristnir menn héldu fæðingarhátíð Frelsarans. Líklegast er að tímasetning hinna fornu jóla hafi ekki verið á neinum vissum degi eftir okkar almanaki, heldur þegar vel stóð á tungli í svartasta skammdeginu.

Víst má telja að mikill meirihluti íslenskra landnámsmanna hafi verið ókristinn, alltjent þeir sem mestu réðu. Óvíst er á hinn bóginn hvort nokkurt skipulegt trúarkerfi var um allt landið, því þeir komu úr ýmsum áttum, einkum frá Noregi og skosku eyjunum. Ekki er vitað um neina trúarmiðstöð eða sérstakan heiðinn trúarhöfðingja. Óvíst er að Ásatrú sú sem lýst er í Snorra Eddu hafi verið iðkuð nema á takmörkuðu svæði. Þar er Óðinn talinn æðstur guða, en hans gætir lítið í eldri heimildum eða örnefnum. Þór, Freyr, Freyja og Njörður eru þar miklu fyrirferðarmeiri. Í fornum eiðstaf segir: Hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki ás, en ekki er ljóst hver sá er, Óðinn eða Þór.

Skammdegishátíðin jól var á sínum stað hvað sem trúariðkun leið og tilgangur hennar var án efa öðru fremur að lífga sálaryl. Í sögum þeim sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku og geta geymt ýmis forn minni eru nokkur atriði sameiginleg þegar minnst er á jólahald. Mest ber á því að stórbændum hefur verið það metnaðarmál að halda veglegar jólaveislur, láta brugga jólaöl, tjalda skála sína sem best og bjóða fjölmenni til fagnaðarins. Á fyrstu öldum byggðar var loftslag enn nógu milt til að víða væri unnt að rækta nokkurt korn til ölgerðar, auk þess sem menn gátu fengið í kaupskipum. Þess má einnig geta að allir heimilismenn virtust taka þátt í jólaveislum, þrælar jafnt sem aðrir og enginn hafður útundan.

Heimild og mynd

  • Árni Björnsson. Saga daganna, 2. útg. Rv. 1996, bls. 315-325.
  • Myndin er af Handelsboden. Svenska Mjödfrämjandet.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

12.12.2005

Síðast uppfært

26.11.2024

Spyrjandi

Birgir Loftsson

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvernig fóru heiðin jól fram?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2005, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5478.

Árni Björnsson. (2005, 12. desember). Hvernig fóru heiðin jól fram? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5478

Árni Björnsson. „Hvernig fóru heiðin jól fram?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2005. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5478>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fóru heiðin jól fram?
Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri þörf fyrir mannfagnað í vetrarmyrkrinu.

Elsta vísbending um jólahald er í kvæði um Harald hárfagra sem talið er frá 9. öld. Þar er hann sagður vilja ‘drekka jól úti’ og ‘heyja Freys leik’. Þetta virðist annars vegar merkja veislu og hins vegar einhvers konar ástarleik. Þess sést getið á öðrum stað að Freysgöltur mikill sé leiddur inn í veislusalinn, menn leggja hendur á burst hans og strengja heit. Freyr var frjósemisgoð líkt og Satúrnus hjá Rómverjum og átti göltinn Gullinbursta, en svínið er víða notað sem frjósemistákn sakir hinnar miklu viðkomu. Alkunna er að kynferðislegir helgileikir þekkjast meðal fólks sem býr í náinni snertingu við náttúruna og telur að frjósemi í mannlífinu kalli á frjósemi í náttúrunni. Oft er talað um að blóta ‘til árs og friðar’ á jólum þar sem ‘ár’ merkir árgæska.

Á jólum átu menn, drukku og skemmtu sér. Kristnir höfundar vildu á hinn bóginn endilega túlka veisluna sem trúarlega athöfn. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Svenska Mjödfrämjandet.

Sagnir sem eiga að gerast á heiðnum tíma minnast varla á jól nema í sambandi við veisluhald. Í fornum norskum lögum er mönnum skylt að brugga og eiga öl til jóla. Ástæðan er að konungar ferðuðust oft milli þegna sinna um jólaleytið og þágu hjá þeim veislu. Allt bendir til þess að menn hafi blátt áfram komið saman á jólum til að éta, drekka og vera glaðir.

Um önnur atriði í veisluhaldinu er helst frá því greint sem hafði sögulegar afleiðingar, til dæmis ef drukknir veislugestir strengdu þess heit að efna til herferðar næsta sumar, brjóta haug fjölkunnugs víkings eða ræna konungsdóttur – og reyndu að standa við það.

Í Heimskringlu segir að Hákon konungur Aðalsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld fært jólahald Norðmanna frá einhverri ‘hökunótt’, sem enginn veit hvenær var, til sama tíma og kristnir menn héldu fæðingarhátíð Frelsarans. Líklegast er að tímasetning hinna fornu jóla hafi ekki verið á neinum vissum degi eftir okkar almanaki, heldur þegar vel stóð á tungli í svartasta skammdeginu.

Víst má telja að mikill meirihluti íslenskra landnámsmanna hafi verið ókristinn, alltjent þeir sem mestu réðu. Óvíst er á hinn bóginn hvort nokkurt skipulegt trúarkerfi var um allt landið, því þeir komu úr ýmsum áttum, einkum frá Noregi og skosku eyjunum. Ekki er vitað um neina trúarmiðstöð eða sérstakan heiðinn trúarhöfðingja. Óvíst er að Ásatrú sú sem lýst er í Snorra Eddu hafi verið iðkuð nema á takmörkuðu svæði. Þar er Óðinn talinn æðstur guða, en hans gætir lítið í eldri heimildum eða örnefnum. Þór, Freyr, Freyja og Njörður eru þar miklu fyrirferðarmeiri. Í fornum eiðstaf segir: Hjálpi mér svo Freyr og Njörður og hinn almáttki ás, en ekki er ljóst hver sá er, Óðinn eða Þór.

Skammdegishátíðin jól var á sínum stað hvað sem trúariðkun leið og tilgangur hennar var án efa öðru fremur að lífga sálaryl. Í sögum þeim sem eiga að gerast fyrir eða um kristnitöku og geta geymt ýmis forn minni eru nokkur atriði sameiginleg þegar minnst er á jólahald. Mest ber á því að stórbændum hefur verið það metnaðarmál að halda veglegar jólaveislur, láta brugga jólaöl, tjalda skála sína sem best og bjóða fjölmenni til fagnaðarins. Á fyrstu öldum byggðar var loftslag enn nógu milt til að víða væri unnt að rækta nokkurt korn til ölgerðar, auk þess sem menn gátu fengið í kaupskipum. Þess má einnig geta að allir heimilismenn virtust taka þátt í jólaveislum, þrælar jafnt sem aðrir og enginn hafður útundan.

Heimild og mynd

  • Árni Björnsson. Saga daganna, 2. útg. Rv. 1996, bls. 315-325.
  • Myndin er af Handelsboden. Svenska Mjödfrämjandet.

...