Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.

Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla 'hátíð' er fornt tökuorð í finnsku úr norrænu og sýnir háan aldur orðsins.

Uppruni orðsins er umdeildur. Elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku. Í fornensku eru til myndirnar ġēol í hvorugkyni og ġēola í karlkyni, til dæmis œrra ġēola 'fyrsti jólamánuðurinn', það er 'desember' og œfterra ġēola 'eftir jólamánuðinn', það er 'janúar'. Einnig er þar til myndin ġiūli sem notuð var um desember og janúar.

Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir 'hjól' og að átt sé við árshringinn. Það er þó óvíst. Myndin er af hjóli í Tamil Nadu í Indlandi.

Í gotnesku, öðru forngermönsku máli, kemur fyrir á dagatali fruma jiuleis notað um 'nóvember', það er 'fyrir jiuleis, fyrir desember'. Skylt þessum orðum er íslenska orðið ýlir notað um annan mánuð vetrar sem að fornu misseratali hófst 20.-26. nóvember.

Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir 'hjól' og að átt sé við árshringinn. Aðrir giska á tengsl við til dæmis fornindversku ycati 'biður ákaft' og að upphafleg merking hafi þá verið 'bænahátið'. Hvort tveggja er óvíst.

Um þetta má til dæmis lesa hjá Ásgeiri Blöndal í Íslenskri orðsifjabók (1989:433) og hjá Bjorvand og Lindeman í Våre arveord (2000:442-443).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.1.2002

Síðast uppfært

17.12.2021

Spyrjandi

Þórður Erlingsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2002, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2080.

Guðrún Kvaran. (2002, 29. janúar). Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2080

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2002. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?
Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.

Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol upprunalegra, en jul er tekið að láni úr dönsku. Orðið juhla 'hátíð' er fornt tökuorð í finnsku úr norrænu og sýnir háan aldur orðsins.

Uppruni orðsins er umdeildur. Elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku. Í fornensku eru til myndirnar ġēol í hvorugkyni og ġēola í karlkyni, til dæmis œrra ġēola 'fyrsti jólamánuðurinn', það er 'desember' og œfterra ġēola 'eftir jólamánuðinn', það er 'janúar'. Einnig er þar til myndin ġiūli sem notuð var um desember og janúar.

Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir 'hjól' og að átt sé við árshringinn. Það er þó óvíst. Myndin er af hjóli í Tamil Nadu í Indlandi.

Í gotnesku, öðru forngermönsku máli, kemur fyrir á dagatali fruma jiuleis notað um 'nóvember', það er 'fyrir jiuleis, fyrir desember'. Skylt þessum orðum er íslenska orðið ýlir notað um annan mánuð vetrar sem að fornu misseratali hófst 20.-26. nóvember.

Sumir vilja tengja þessar orðmyndir indóevrópskum stofni sem merkir 'hjól' og að átt sé við árshringinn. Aðrir giska á tengsl við til dæmis fornindversku ycati 'biður ákaft' og að upphafleg merking hafi þá verið 'bænahátið'. Hvort tveggja er óvíst.

Um þetta má til dæmis lesa hjá Ásgeiri Blöndal í Íslenskri orðsifjabók (1989:433) og hjá Bjorvand og Lindeman í Våre arveord (2000:442-443).

Mynd:

...