Sólin Sólin Rís 04:06 • sest 22:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:18 • Sest 04:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:54 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík

Eftir hverjum heita stóru brandajól?

JGÞ

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu:

Um forliðinn "branda-" í orðinu brandajól er það að segja, að ýmsir hafa túlkað hann svo, að þar sé átt við eldibranda. Þetta er þó engan veginn víst, og gæti allt eins verið alþýðuskýring. Árni Magnússon hefur það eftir gömlum mönnum, að nafnið sé af því dregið, að þá sé hætt við húsbruna, en "adrer hallda þad so kallad af miklum liosa brenslum". Nafngiftin hefur því valdið mönnum heilabrotum í þrjú hundruð ár að minnsta kosti, og verður svo vafalaust enn um hríð.

Hugsanlega er átt við eldibrand eða logandi tré í forliðnum „branda-“ í brandajól.

Það er þess vegna ekki vitað hvað forliðurinn „branda-“ í orðinu brandajól merkir. Hugsanlega var átt við eldibrand en það er logandi tré og velþekkt í orðatiltækinu að 'þjóta eins og eldibrandur', það er þjóta hratt. Eins gæti verið átt við húsbruna.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.1.2015

Spyrjandi

Díana Jósefsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Eftir hverjum heita stóru brandajól?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2015. Sótt 17. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=68869.

JGÞ. (2015, 6. janúar). Eftir hverjum heita stóru brandajól? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68869

JGÞ. „Eftir hverjum heita stóru brandajól?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2015. Vefsíða. 17. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eftir hverjum heita stóru brandajól?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað eru stóru brandajól? Þar er bæði fjallað um brandajól og stóru brandajól en talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð.

Á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands segir þetta um forliðinn „branda-“ í orðinu:

Um forliðinn "branda-" í orðinu brandajól er það að segja, að ýmsir hafa túlkað hann svo, að þar sé átt við eldibranda. Þetta er þó engan veginn víst, og gæti allt eins verið alþýðuskýring. Árni Magnússon hefur það eftir gömlum mönnum, að nafnið sé af því dregið, að þá sé hætt við húsbruna, en "adrer hallda þad so kallad af miklum liosa brenslum". Nafngiftin hefur því valdið mönnum heilabrotum í þrjú hundruð ár að minnsta kosti, og verður svo vafalaust enn um hríð.

Hugsanlega er átt við eldibrand eða logandi tré í forliðnum „branda-“ í brandajól.

Það er þess vegna ekki vitað hvað forliðurinn „branda-“ í orðinu brandajól merkir. Hugsanlega var átt við eldibrand en það er logandi tré og velþekkt í orðatiltækinu að 'þjóta eins og eldibrandur', það er þjóta hratt. Eins gæti verið átt við húsbruna.

Heimild:

Mynd:

...