Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:

Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri?

Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir jólafrí, með jólatrésskemmtun þar sem gengið er kringum jólatré og jólalög sungin.

Litlu jólin í skólum hér á landi eru um aldargömul. Upphaf þeirra má rekja til Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) sem var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar 1908-1918. Hún hafði tekið kennarapróf í Noregi og kennt þar 1899-1908. Þar kynntist hún sambærilegum norskum sið sem hún innleiddi síðan í Barnaskóla Akureyrar um 1910.

Frá litlu jólunum í Barnaskóla Akureyrar. Þar tíðkaðist að ganga í kringum skólaborð barnanna sem skreytt voru með kertum.

Í greininni „Jólin og börnin“ í tímaritinu Samvinnan frá 1947 er þessi frásögn af upphafi litlu jólanna á Íslandi:

En á Akureyri hefur það verið siður um þvínær fjóra áratugi, að halda hin svonefndu Litlu jól síðasta daginn, sem börnin eru í skólanum fyrir jólin. Sá siður mun vera norskur að uppruna, og var upp tekinn af Halldóru Bjarnadóttur, sem varð skólastjóri barnaskóla Akureyrar 1908, en hafði sótt mennt sína til Noregs og kom þá þaðan. Þessi forleikur jólanna, sem hlaut nafnið: Litlu jólin, hefur jafnan verið í heiðri haldinn við barnaskólann [...] Sjálf uppistaðan verður alltaf hin sama: mikil ljós og mikill söngur, og tilgangurinn hinn sami: að gleðja börnin og hjálpa til að skapa þeim jólahug, og gera þeim jólin sem eftirminnilegust.

Í greininni er lýsing á ýmsum hefðum og siðum sem fylgdu litlu jólunum í Barnaskólanum á Akureyri frá því um 1930. Þar má meðal annars nefna að börnin skrifuðu kort og settu í póstkassa í stofunum, jólaguðspjallið var lesið og einnig jólasaga. Börnin gengu síðan í kringum skólaborð sem skreytt voru með kertum og sungu ýmis lög.

Á þriðja áratugi síðustu aldar er að finna fleiri dæmi um hugtakið litlu jól í íslenskum tímaritum og blöðum. Í greininni „Nokkur orð um jólasiði í Svíþjóð“, í mánaðarritinu Nýjar kvöldvökur frá árinu 1928, fjallar Estrid Falberg Brekkan um þann sið Svía að byrja að halda jól á Lúsíumessu, þann 13. desember. Þann sið nefnir hún litlu jólin á íslensku.

Í stuttri grein sem bókmennta- og málfræðingurinn Stefán Einarsson (1897-1972) skrifaði árið 1926, segir hann frá þeim sið sænskra stúdenta í Svíabyggð í Finnlandi, að fagna „litlu jólum“, þann 1. sunnudag í jólaföstu. Ástæða þeirra hátíðahalda er sú sama og hjá Halldóru Bjarnadóttur í Barnaskólanum á Akureyri snemma á 20. öld: það er að börn og nemendur fagni jólum saman áður en þau fara til síns heima og hin eiginlegu jól ganga í garð.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.12.2021

Spyrjandi

Bryndís, Örn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2021, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80794.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 16. desember). Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80794

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2021. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur hefðin um litlu jólin á Íslandi?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:

Hvað getið þið sagt mér um „litlu jólin“ og er þetta eitthvað séríslenskt fyrirbæri?

Hugtakið litlu jólin (stundum skrifað litlujólin) er aðallega notað um jólaskemmtun barna í skólum í aðdraganda jóla. Oftast er haldið upp á litlu jólin síðasta skóladag fyrir jólafrí, með jólatrésskemmtun þar sem gengið er kringum jólatré og jólalög sungin.

Litlu jólin í skólum hér á landi eru um aldargömul. Upphaf þeirra má rekja til Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) sem var skólastjóri Barnaskóla Akureyrar 1908-1918. Hún hafði tekið kennarapróf í Noregi og kennt þar 1899-1908. Þar kynntist hún sambærilegum norskum sið sem hún innleiddi síðan í Barnaskóla Akureyrar um 1910.

Frá litlu jólunum í Barnaskóla Akureyrar. Þar tíðkaðist að ganga í kringum skólaborð barnanna sem skreytt voru með kertum.

Í greininni „Jólin og börnin“ í tímaritinu Samvinnan frá 1947 er þessi frásögn af upphafi litlu jólanna á Íslandi:

En á Akureyri hefur það verið siður um þvínær fjóra áratugi, að halda hin svonefndu Litlu jól síðasta daginn, sem börnin eru í skólanum fyrir jólin. Sá siður mun vera norskur að uppruna, og var upp tekinn af Halldóru Bjarnadóttur, sem varð skólastjóri barnaskóla Akureyrar 1908, en hafði sótt mennt sína til Noregs og kom þá þaðan. Þessi forleikur jólanna, sem hlaut nafnið: Litlu jólin, hefur jafnan verið í heiðri haldinn við barnaskólann [...] Sjálf uppistaðan verður alltaf hin sama: mikil ljós og mikill söngur, og tilgangurinn hinn sami: að gleðja börnin og hjálpa til að skapa þeim jólahug, og gera þeim jólin sem eftirminnilegust.

Í greininni er lýsing á ýmsum hefðum og siðum sem fylgdu litlu jólunum í Barnaskólanum á Akureyri frá því um 1930. Þar má meðal annars nefna að börnin skrifuðu kort og settu í póstkassa í stofunum, jólaguðspjallið var lesið og einnig jólasaga. Börnin gengu síðan í kringum skólaborð sem skreytt voru með kertum og sungu ýmis lög.

Á þriðja áratugi síðustu aldar er að finna fleiri dæmi um hugtakið litlu jól í íslenskum tímaritum og blöðum. Í greininni „Nokkur orð um jólasiði í Svíþjóð“, í mánaðarritinu Nýjar kvöldvökur frá árinu 1928, fjallar Estrid Falberg Brekkan um þann sið Svía að byrja að halda jól á Lúsíumessu, þann 13. desember. Þann sið nefnir hún litlu jólin á íslensku.

Í stuttri grein sem bókmennta- og málfræðingurinn Stefán Einarsson (1897-1972) skrifaði árið 1926, segir hann frá þeim sið sænskra stúdenta í Svíabyggð í Finnlandi, að fagna „litlu jólum“, þann 1. sunnudag í jólaföstu. Ástæða þeirra hátíðahalda er sú sama og hjá Halldóru Bjarnadóttur í Barnaskólanum á Akureyri snemma á 20. öld: það er að börn og nemendur fagni jólum saman áður en þau fara til síns heima og hin eiginlegu jól ganga í garð.

Heimildir:

Mynd:...