Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að rota jólin?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður?

Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er seinasti dagur jóla. Orðatiltækið vísar til þess að rækilegur botn er sleginn í jólin.

Á þrettándann var til siðs að bera fram það sem enn var eftir af jólamat og drykk. Með þeim veisluhöldum rotuðu menn jólin. Í grein í Tímariti Hins íslenzka bókmentafélags árið 1894 segir höfundurinn Ólafur dbrm. Sigurðsson frá veisluhöldum á þrettándanum:

En þar á mót vissi jeg til, að þrettándinn var af sumum talinn tyllidagur, og var það góðgætis-át kallað að rota jólin.

Í Þjóðólfi tæpum 10 árum fyrr (1886) er annað dæmi um orðatiltækið. Þar er þrettándabrenna til marks um að jólin séu rotuð:
Jólin voru rotuð hér á þrettándakveld með brennu nálægt skólavörðunni og blysför og álfadans, sem skólapiltar hjeldu suður á tjörninni.

Orðatiltækið að rota jólin var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er seinasti dagur jóla. Myndin er af álfabrennu á Melavellinum á þrettándanum 1974.

Orðatiltækin að rota veturinn og rota þrettándann, þekkjast einnig. Með því fyrra er vísað til hátíðahalda seinasta vetrardag. Sögnin að rota er meðal annars notuð þegar einhver er sleginn í rot og verður meðvitundarlaus og sagt er um þá sem drekka ótæpilega og missa meðvitund að þeir hafi drukkið sig í rot.

Heimildir:

Mynd:
  • Álfabrenna á Melavellinum á þrettándanum 1974. Ljósmynd úr safni Tímans: Facebook. (Sótt 21.12.2021).

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.12.2021

Spyrjandi

Anna Eymundsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er að rota jólin?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2021, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71392.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 23. desember). Hvað er að rota jólin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71392

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er að rota jólin?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2021. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71392>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að rota jólin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður?

Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er seinasti dagur jóla. Orðatiltækið vísar til þess að rækilegur botn er sleginn í jólin.

Á þrettándann var til siðs að bera fram það sem enn var eftir af jólamat og drykk. Með þeim veisluhöldum rotuðu menn jólin. Í grein í Tímariti Hins íslenzka bókmentafélags árið 1894 segir höfundurinn Ólafur dbrm. Sigurðsson frá veisluhöldum á þrettándanum:

En þar á mót vissi jeg til, að þrettándinn var af sumum talinn tyllidagur, og var það góðgætis-át kallað að rota jólin.

Í Þjóðólfi tæpum 10 árum fyrr (1886) er annað dæmi um orðatiltækið. Þar er þrettándabrenna til marks um að jólin séu rotuð:
Jólin voru rotuð hér á þrettándakveld með brennu nálægt skólavörðunni og blysför og álfadans, sem skólapiltar hjeldu suður á tjörninni.

Orðatiltækið að rota jólin var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er seinasti dagur jóla. Myndin er af álfabrennu á Melavellinum á þrettándanum 1974.

Orðatiltækin að rota veturinn og rota þrettándann, þekkjast einnig. Með því fyrra er vísað til hátíðahalda seinasta vetrardag. Sögnin að rota er meðal annars notuð þegar einhver er sleginn í rot og verður meðvitundarlaus og sagt er um þá sem drekka ótæpilega og missa meðvitund að þeir hafi drukkið sig í rot.

Heimildir:

Mynd:
  • Álfabrenna á Melavellinum á þrettándanum 1974. Ljósmynd úr safni Tímans: Facebook. (Sótt 21.12.2021).
...