Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?

Guðrún Kvaran

Öll orðasamböndin þrjú eru líkingamál. Þegar einhver rotar rjúpur situr hann venjulega uppréttur og dottar. Við það missir hann höfuðið fram og minnir sú hreyfing á snöggt högg sem rjúpum var gefið þegar þær voru rotaðar. Sú veiðiaðferð mun lítið tíðkast nú.

Sá sem dregur ýsur er líka hálfsofandi, dottar. Hann situr uppréttur og höfuðið hreyfist rólega upp og niður. Þessi hreyfing minnir á það þegar færi er dregið á sama hátt rólega upp og niður við fiskidrátt.

Sá sem sker hrúta er farinn að hrjóta. Allir kannast við hrotuhljóðið en það minnir á hrygluhljóð það sem hrútar gefa frá sér þegar þeir eru skornir á háls við slátrun.

Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.11.2002

Spyrjandi

Elmar Unnsteinsson, f. 1984

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2002. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2916.

Guðrún Kvaran. (2002, 28. nóvember). Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2916

Guðrún Kvaran. „Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2002. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2916>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?
Öll orðasamböndin þrjú eru líkingamál. Þegar einhver rotar rjúpur situr hann venjulega uppréttur og dottar. Við það missir hann höfuðið fram og minnir sú hreyfing á snöggt högg sem rjúpum var gefið þegar þær voru rotaðar. Sú veiðiaðferð mun lítið tíðkast nú.

Sá sem dregur ýsur er líka hálfsofandi, dottar. Hann situr uppréttur og höfuðið hreyfist rólega upp og niður. Þessi hreyfing minnir á það þegar færi er dregið á sama hátt rólega upp og niður við fiskidrátt.

Sá sem sker hrúta er farinn að hrjóta. Allir kannast við hrotuhljóðið en það minnir á hrygluhljóð það sem hrútar gefa frá sér þegar þeir eru skornir á háls við slátrun.

Mynd: HB...