Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?

Árni Björnsson

Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilífa lífs, enda er dauðdagi Jesú Krists rækilega tímasettur.

Um það bil tveim öldum seinna tóku kristnir menn samt að velta fæðingardegi Jesú fyrir sér. Fyrsti fæðingardagur Jesú, sem menn komu sér saman um, var 6. janúar samkvæmt rómversku tímatali. Þetta var að vísu eldri tyllidagur og tengdist flóðunum í Níl. Hann nefndist nú Opinberunarhátíð (Epiphania) en sagt var að Jesús hefði opinberast á fjóra vegu: við fæðinguna, tilbeiðslu vitringanna, skírnina í ánni Jórdan og brúðkaupið í Kana þegar hann framdi fyrsta kraftaverkið.Á síðasta degi jóla, Þrettándanum, eru víða haldnar brennur.

Þegar yfirvöld í Rómaborg gerðu kristindóm að ríkistrú seint á 4. öld, ákváðu þau að gera eldri skammdegishátíð sína að fæðingardegi Jesú Krists. Þetta var sólhvarfadagurinn, sem hét formlega „dagur hinnar ósigrandi sólar“ (l. dies natalis Solis invicti). Sólhvörfin færast til í júlíanska tímatalinu en þau bar um þetta leyti upp á 25. desember.[1] Nú var af miklum lærdómi leitast við að sanna að einmitt þessi dagur væri hin rétta fæðingarstund Krists. Þeirri hugmyndafræði var einnig haldið á loft að Kristur væri hin eina sanna sól, sól réttlætisins, sem hefði sigrað dauðann og hafði sjálfur sagst vera ljós heimsins.

Þessi ráðstöfun olli að sjálfsögðu nokkurri togstreitu við söfnuði á austursvæði kirkjunnar sem í um það bil tvær aldir hafði haldið upp á 6. janúar sem fæðingardag Krists. Sú málamiðlun var loks gerð að fæðingardagurinn yrði 25. desember en minning hinnar mikilvægu skírnar 6. janúar. Báðir dagarnir voru því stórhátíð ásamt áttunda degi frá fæðingardeginum, 1. janúar, en þá var líka minnst umskurnar Krists. Dagarnir á milli voru hálfheilagir. Þannig eru jóladagarnir 13 til komnir og sjálfur þrettándi dagur jóla eða þrettándinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Fleiri spyrjendur voru:

Hrannar Traustason, Lúðvík Elmarsson og Sigurður Karlsson

Mynd: Hornafjordur.is © Bjarni Ólafur.

Tilvísun:
  1. ^ Færsla sólhvarfa og jafndægra í júlíanska tímatalinu nemur um þremur sólarhringum á hverjum fjórum öldum. Í gregoríönsku tímatali, sem var innleitt á flestum Vesturlöndum á 16.-18. öld, nemur þessi færsla hins vegar aðeins um 3 sólarhringum á hverjum 10.000 árum. Vetrarsólhvörf eru nú sem kunnugt er á bilinu 20.-23. desember og verða það áfram um langa hríð þótt ekkert yrði að gert. [Athugasemd ritstjórnar].

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

27.12.2007

Spyrjandi

Sigrún Haraldsdóttir, Magnús Kristinsson

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin? “ Vísindavefurinn, 27. desember 2007. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6975.

Árni Björnsson. (2007, 27. desember). Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6975

Árni Björnsson. „Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin? “ Vísindavefurinn. 27. des. 2007. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6975>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?
Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilífa lífs, enda er dauðdagi Jesú Krists rækilega tímasettur.

Um það bil tveim öldum seinna tóku kristnir menn samt að velta fæðingardegi Jesú fyrir sér. Fyrsti fæðingardagur Jesú, sem menn komu sér saman um, var 6. janúar samkvæmt rómversku tímatali. Þetta var að vísu eldri tyllidagur og tengdist flóðunum í Níl. Hann nefndist nú Opinberunarhátíð (Epiphania) en sagt var að Jesús hefði opinberast á fjóra vegu: við fæðinguna, tilbeiðslu vitringanna, skírnina í ánni Jórdan og brúðkaupið í Kana þegar hann framdi fyrsta kraftaverkið.Á síðasta degi jóla, Þrettándanum, eru víða haldnar brennur.

Þegar yfirvöld í Rómaborg gerðu kristindóm að ríkistrú seint á 4. öld, ákváðu þau að gera eldri skammdegishátíð sína að fæðingardegi Jesú Krists. Þetta var sólhvarfadagurinn, sem hét formlega „dagur hinnar ósigrandi sólar“ (l. dies natalis Solis invicti). Sólhvörfin færast til í júlíanska tímatalinu en þau bar um þetta leyti upp á 25. desember.[1] Nú var af miklum lærdómi leitast við að sanna að einmitt þessi dagur væri hin rétta fæðingarstund Krists. Þeirri hugmyndafræði var einnig haldið á loft að Kristur væri hin eina sanna sól, sól réttlætisins, sem hefði sigrað dauðann og hafði sjálfur sagst vera ljós heimsins.

Þessi ráðstöfun olli að sjálfsögðu nokkurri togstreitu við söfnuði á austursvæði kirkjunnar sem í um það bil tvær aldir hafði haldið upp á 6. janúar sem fæðingardag Krists. Sú málamiðlun var loks gerð að fæðingardagurinn yrði 25. desember en minning hinnar mikilvægu skírnar 6. janúar. Báðir dagarnir voru því stórhátíð ásamt áttunda degi frá fæðingardeginum, 1. janúar, en þá var líka minnst umskurnar Krists. Dagarnir á milli voru hálfheilagir. Þannig eru jóladagarnir 13 til komnir og sjálfur þrettándi dagur jóla eða þrettándinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Fleiri spyrjendur voru:

Hrannar Traustason, Lúðvík Elmarsson og Sigurður Karlsson

Mynd: Hornafjordur.is © Bjarni Ólafur.

Tilvísun:
  1. ^ Færsla sólhvarfa og jafndægra í júlíanska tímatalinu nemur um þremur sólarhringum á hverjum fjórum öldum. Í gregoríönsku tímatali, sem var innleitt á flestum Vesturlöndum á 16.-18. öld, nemur þessi færsla hins vegar aðeins um 3 sólarhringum á hverjum 10.000 árum. Vetrarsólhvörf eru nú sem kunnugt er á bilinu 20.-23. desember og verða það áfram um langa hríð þótt ekkert yrði að gert. [Athugasemd ritstjórnar].

...