Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?

Una Margrét Jónsdóttir

Upprunalegu spurningarnar voru:
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum?

Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem „Adam átti syni sjö“, „Göngum við í kringum einiberjarunn“, „Gekk ég yfir sjó og land“ og „Hún Þyrnirós var besta barn“, hafa orðið jólaleikir á Íslandi og eru alltaf sungnir þegar gengið er í kringum jólatréð. Flestir hafa söngvarnir borist hingað um eða eftir aldamótin 1900 frá öðrum Norðurlöndum. Þar eru þeir yfirleitt ekki sérstaklega tengdir jólum, enda fjalla textarnir ekkert um jól. Hvers vegna hafa þessir söngvaleikir þá orðið jólaleikir hér?

Í bókinni Í jólaskapi kemur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur með þá skýringu að hér hafi verið strjálbýlt og sjaldgæft að mörg börn kæmu saman nema þá á jólatrésskemmtunum. Jólatrésskemmtunin hafi verið helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því hafi þeir orðið að jólaleikjum á Íslandi.[1] Líklegt er að þessi skýring sé rétt.

Á Íslandi er textinn við „Adam átti syni sjö“ oftast hafður þannig:

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman höndunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.[2]

Ýmsir erlendir söngvaleikir, sem tengjast oftast ekki jólum annars staðar, hafa orðið jólaleikir á Íslandi. Líkleg skýring á þessu er að hér var strjálbýlt og mörg börn komu sjaldan saman nema á jólatrésskemmtunum. Það var helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því urðu þeir að jólaleikjum á Íslandi.

Textinn um Adam er til á öðrum Norðurlöndum, „Adam havde syv sønner“ á dönsku, og „Adam hade sju söner“ á sænsku.[3] En í þeim gerðum vantar orðin „hann sáði“. Ekkert er getið um það að hann hafi sáð neinu. Hvers vegna er hann þá farinn að sá á Íslandi? Það er af því að til er annar danskur söngleikur, „Og ville I nu vide“ sem fjallar um bónda. Í þeim texta stendur „han såede, han såede“, það er að segja „hann sáði, hann sáði“ og tónarnir eru nákvæmlega hinir sömu og við notum í söngnum um Adam.[4] Hér hafa einfaldlega blandast saman tveir danskir söngvar og orðið að einum söng hjá okkur. Af þessu leiðir líka það að lagið er öðruvísi hjá okkur en á öðrum Norðurlöndum. Það byrjar eins og danska lagið, en um miðbikið koma orðin „hann sáði“ og eftir það er bæði lagið og leikurinn öðruvísi.

Rétt er að geta þess að í Danmörku eru til að minnsta kosti fjögur ólík lög við textann um Adam.[5] Aðeins eitt þeirra líkist okkar lagi. Í Svíþjóð er til fimmta lagið og í Finnlandi sjötta lagið, sem er skylt sænska laginu, í Bandaríkjunum er til sjöunda lagið, „Adam had seven sons“, í Sviss áttunda lagið, „Adam hatte sieben Söhne“, og í Hollandi níunda lagið, en þar er notað nafnið Abraham: „Abraham had zeven sonen“.[6] Það eru því til níu erlend lög við textann, öll öðruvísi en okkar lag, og sjálfsagt mætti finna fleiri.

Leikurinn er gamall, vitað er að textinn þekktist í Þýskalandi fyrir 1618. Einnig eru til heimildir um að danskir sjómenn hafi leikið „Adam havde Sønner syv“ árið 1688.[7]

„Hún Þyrnirós var besta barn“ hefur vafalaust einnig borist hingað frá Norðurlöndum, á dönsku heitir söngurinn „Tornerose var et vakkert barn“ og svipuðum nöfnum á norsku og sænsku.[8] En ef lengra er haldið má rekja sönginn til Þýskalands, þar sem hann heitir „Dornröschen war ein schönes Kind“, og lagið er þýskt þjóðlag sem hét upprunalega „Mariechen sass auf einem Stein“.[9]

Íslenska gerðin af „Þyrnirós“ hefur þá sérstöðu að við vitum um nafn þýðandans, þótt oftast séu slíkir textar höfundarlausir. „Hún Þyrnirós var besta barn“ birtist árið 1917 í bók Halldóru Bjarnadóttur, Kvæði og leikir handa börnum, og þar er þess getið að textinn sé eftir Pál Jónsson, það er að segja Pál J. Árdal skáld.[10]

Leikurinn hefur borist til fleiri landa, meðal annars er hann til í Englandi og heitir þar „Fair Rosie was a lovely girl“ og á Ítalíu, þar sem hann heitir „La bella addormentata nel bosco“.[11] Flestar þjóðirnar hafa lagið nákvæmlega eins og við, öfugt við sönginn um Adam þar sem hver þjóð hefur sitt lag.

Tilvísanir:
 1. ^ Árni Björnsson, Í jólaskapi, bls. 92-3. Árni Björnsson, Saga daganna, bls. 375.
 2. ^ Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 76.
 3. ^ Lystige viser for børn II, bls. 7. Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, Tjuderuttan sa räven, bls. 128-9.
 4. ^ Thyregod, S.T. og O. Børnenes Leg. Gamle danske Sanglege, bls.29-33.
 5. ^ Thyregod, bls. 75-6.
 6. ^ Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, bls. 128-129. Stina Hahnsson, Kom ska vi dansa – kom ska vi sjunga, bls. 33. Seeger, Ruth Crawford, American Folk Songs for Children, bls. 174. I-bi-ne-glaine Zottelbär, bls. 135. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 79.
 7. ^ Thyregod, Tvermose, Sigfús Blöndal og Gruner Nielsen, H. „Sanglege“. Grein í Nordisk Kultur, 24. bindi. Kaupmannahöfn 1933.
 8. ^ Lystige viser for børn I, bls. 236.
 9. ^ Opie, Iona og Peter, The Singing Game, bls. 267-268.
 10. ^ Halldóra Bjarnadóttir, Kvæði og leikir handa börnum, bls. 34-35.
 11. ^ Opie, Iona og Peter, bls. 266-269. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 80-82.

Mynd:

Höfundur

Una Margrét Jónsdóttir

dagskrárgerðarmaður á Rás 1

Útgáfudagur

17.12.2021

Spyrjandi

Harpa Jóhannsdóttir, Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir, Róbert Gylfi Stefánsson

Tilvísun

Una Margrét Jónsdóttir. „Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2021. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64020.

Una Margrét Jónsdóttir. (2021, 17. desember). Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64020

Una Margrét Jónsdóttir. „Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2021. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru:

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum?

Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem „Adam átti syni sjö“, „Göngum við í kringum einiberjarunn“, „Gekk ég yfir sjó og land“ og „Hún Þyrnirós var besta barn“, hafa orðið jólaleikir á Íslandi og eru alltaf sungnir þegar gengið er í kringum jólatréð. Flestir hafa söngvarnir borist hingað um eða eftir aldamótin 1900 frá öðrum Norðurlöndum. Þar eru þeir yfirleitt ekki sérstaklega tengdir jólum, enda fjalla textarnir ekkert um jól. Hvers vegna hafa þessir söngvaleikir þá orðið jólaleikir hér?

Í bókinni Í jólaskapi kemur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur með þá skýringu að hér hafi verið strjálbýlt og sjaldgæft að mörg börn kæmu saman nema þá á jólatrésskemmtunum. Jólatrésskemmtunin hafi verið helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því hafi þeir orðið að jólaleikjum á Íslandi.[1] Líklegt er að þessi skýring sé rétt.

Á Íslandi er textinn við „Adam átti syni sjö“ oftast hafður þannig:

Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði.
Hann klappaði saman höndunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.[2]

Ýmsir erlendir söngvaleikir, sem tengjast oftast ekki jólum annars staðar, hafa orðið jólaleikir á Íslandi. Líkleg skýring á þessu er að hér var strjálbýlt og mörg börn komu sjaldan saman nema á jólatrésskemmtunum. Það var helsta tækifærið til að fara í þessa leiki og því urðu þeir að jólaleikjum á Íslandi.

Textinn um Adam er til á öðrum Norðurlöndum, „Adam havde syv sønner“ á dönsku, og „Adam hade sju söner“ á sænsku.[3] En í þeim gerðum vantar orðin „hann sáði“. Ekkert er getið um það að hann hafi sáð neinu. Hvers vegna er hann þá farinn að sá á Íslandi? Það er af því að til er annar danskur söngleikur, „Og ville I nu vide“ sem fjallar um bónda. Í þeim texta stendur „han såede, han såede“, það er að segja „hann sáði, hann sáði“ og tónarnir eru nákvæmlega hinir sömu og við notum í söngnum um Adam.[4] Hér hafa einfaldlega blandast saman tveir danskir söngvar og orðið að einum söng hjá okkur. Af þessu leiðir líka það að lagið er öðruvísi hjá okkur en á öðrum Norðurlöndum. Það byrjar eins og danska lagið, en um miðbikið koma orðin „hann sáði“ og eftir það er bæði lagið og leikurinn öðruvísi.

Rétt er að geta þess að í Danmörku eru til að minnsta kosti fjögur ólík lög við textann um Adam.[5] Aðeins eitt þeirra líkist okkar lagi. Í Svíþjóð er til fimmta lagið og í Finnlandi sjötta lagið, sem er skylt sænska laginu, í Bandaríkjunum er til sjöunda lagið, „Adam had seven sons“, í Sviss áttunda lagið, „Adam hatte sieben Söhne“, og í Hollandi níunda lagið, en þar er notað nafnið Abraham: „Abraham had zeven sonen“.[6] Það eru því til níu erlend lög við textann, öll öðruvísi en okkar lag, og sjálfsagt mætti finna fleiri.

Leikurinn er gamall, vitað er að textinn þekktist í Þýskalandi fyrir 1618. Einnig eru til heimildir um að danskir sjómenn hafi leikið „Adam havde Sønner syv“ árið 1688.[7]

„Hún Þyrnirós var besta barn“ hefur vafalaust einnig borist hingað frá Norðurlöndum, á dönsku heitir söngurinn „Tornerose var et vakkert barn“ og svipuðum nöfnum á norsku og sænsku.[8] En ef lengra er haldið má rekja sönginn til Þýskalands, þar sem hann heitir „Dornröschen war ein schönes Kind“, og lagið er þýskt þjóðlag sem hét upprunalega „Mariechen sass auf einem Stein“.[9]

Íslenska gerðin af „Þyrnirós“ hefur þá sérstöðu að við vitum um nafn þýðandans, þótt oftast séu slíkir textar höfundarlausir. „Hún Þyrnirós var besta barn“ birtist árið 1917 í bók Halldóru Bjarnadóttur, Kvæði og leikir handa börnum, og þar er þess getið að textinn sé eftir Pál Jónsson, það er að segja Pál J. Árdal skáld.[10]

Leikurinn hefur borist til fleiri landa, meðal annars er hann til í Englandi og heitir þar „Fair Rosie was a lovely girl“ og á Ítalíu, þar sem hann heitir „La bella addormentata nel bosco“.[11] Flestar þjóðirnar hafa lagið nákvæmlega eins og við, öfugt við sönginn um Adam þar sem hver þjóð hefur sitt lag.

Tilvísanir:
 1. ^ Árni Björnsson, Í jólaskapi, bls. 92-3. Árni Björnsson, Saga daganna, bls. 375.
 2. ^ Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 76.
 3. ^ Lystige viser for børn II, bls. 7. Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, Tjuderuttan sa räven, bls. 128-9.
 4. ^ Thyregod, S.T. og O. Børnenes Leg. Gamle danske Sanglege, bls.29-33.
 5. ^ Thyregod, bls. 75-6.
 6. ^ Farago, Folestad, Fondberg og Bodén, bls. 128-129. Stina Hahnsson, Kom ska vi dansa – kom ska vi sjunga, bls. 33. Seeger, Ruth Crawford, American Folk Songs for Children, bls. 174. I-bi-ne-glaine Zottelbär, bls. 135. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 79.
 7. ^ Thyregod, Tvermose, Sigfús Blöndal og Gruner Nielsen, H. „Sanglege“. Grein í Nordisk Kultur, 24. bindi. Kaupmannahöfn 1933.
 8. ^ Lystige viser for børn I, bls. 236.
 9. ^ Opie, Iona og Peter, The Singing Game, bls. 267-268.
 10. ^ Halldóra Bjarnadóttir, Kvæði og leikir handa börnum, bls. 34-35.
 11. ^ Opie, Iona og Peter, bls. 266-269. Una Margrét Jónsdóttir, Allir í leik II, bls. 80-82.

Mynd:

...