Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?

Sverrir Jakobsson

Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til?

Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sönnun“ þegar verið er að meta líkurnar á að einstakir atburðir hafi átt sér stað. Sagnfræðingur myndi því orða spurninguna svona: Eru góðar heimildir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til? Til að svara henni þarf að vita að minnsta kosti tvennt: Hvaða heimildir eru til um Jesú Krist og hvert er heimildargildi þeirra? Í fyrsta lagi er það vinnuregla sagnfræðinga að líta svo á að ef tvær óháðar heimildir segi eins frá einhverju sé það merki um að það sé satt. Í öðru lagi þarf að meta gildi þeirra heimilda sem stuðst er við til að komast að þeirri niðurstöðu. Sú aðferðafræði sem er notuð við að meta heimildargildi er kölluð heimildarýni.

Til að meta hvort heimild sé traust og eitthvað á henni byggjandi þarf að huga að mörgu. Í fyrsta lagi þarf að athuga hvort til sé samtímaheimild um Jesúm Krist, var eitthvað skráð um hann meðan hann lifði sem hefur varðveist? Svo reynist ekki vera. Við eigum hins vegar samtímaheimildir um ýmsar aðrar persónur sem koma fyrir í guðspjöllunum.


Markúsarguðspjall.

Guðspjöllin, sem eru helstu heimildir um ævi og starf Krists, eru skráð alllöngu eftir lát hans, en þó ekki svo löngu að vel er líklegt að höfundar þeirra hafi verið samtímamenn hans. Nokkurt ósamræmi er milli þeirra um einstakar staðreyndir, en við öðru er ekki að búast ef frásagnir um Krist hafa lifað í munnlegri geymd um hríð áður en þær voru fyrst skráðar á blað. Markúsarguðspjall er elst og gæti verið ritað upp úr 70 e.Kr. Það mun vera ein af heimildum Mattheusarguðspjalls og Lúkasarguðspjalls en þau byggja einnig á glataðri sameiginlegri heimild (Q). Jóhannesarguðspjall er yngra og bætir litlu við um beinar staðreyndir, en býður að ýmsu leyti upp á guðfræðilega túlkun sem er ólík hinum. Ekki er hægt að segja að guðspjöllin séu óháðar heimildir, þar sem þau byggja hvert á öðru (um það sjá þessa síðu).

Enda þótt vitnisburður guðspjallanna geti verið ósamrýmanlegur að einhverju leyti má af þeim fræðast um meginþræðina í lífi Krists. Vissulega er það galli á þeim út frá sagnfræðilegu sjónarmiði að þau virðast öll ættuð úr innsta hring fylgismanna Krists. Við eigum hins vegar einnig heimildir um Krist sem ekki eru beinlínis komnar frá lærisveinum hans. Sagnaritarinn Flavíus Jósefus (37-um 100), sem var gyðingur minnist til dæmis á Jesú í 18. bók í verki sínu, Antiquitates Judaicae. Þar kemur fram að Jesús hafi átti stuðningsmenn bæði meðal gyðinga og annarra, verið krossfestur af Pílatusi að ráði fremstu manna gyðinga, en birst unnendum sínum á þriðja degi sem væri hann lífs. Jósefus segir þar einnig frá Jóhannesi skírara og Jakobi, bróður Jesú. Margir fræðimenn telja hins vegar að það sem segir frá Jesú í verki Jósefusar sé innskot frá kristnum afritara, því að gyðingur hefði aldrei látið í ljós svo mikla aðdáun á verkum Jesú. Aðrir hafna því að frásögn hans um Jesú sé fullkomin fölsun, þó að einhverjar setningar í henni gætu verið innskot (um þetta sjá þessa síðu um Josephus).

Þegar rýnt er í heimildir um Jesú með þeim aðferðum sem sagnfræðingar hafa tamið sér verður að teljast líklegast að hann hafi verið til. Þar með er ekki sagt að allt það sem kemur fram um hann í guðspjöllunum hafi gerst, eða það sem stendur í verki Jósefusar sé fullgild staðfesting á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

12.12.2000

Spyrjandi

Daníel Engilbertsson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1235.

Sverrir Jakobsson. (2000, 12. desember). Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1235

Sverrir Jakobsson. „Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1235>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?

Hér er einnig svarað spurningu Þorsteins Kolbeinssonar, Eru til einhverjar sagnfræðilegar heimilidir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til og að frásögn Biblíunnar samræmist heimildum sagnfræðinnar? og spurningu Sveinbjörns Finnssonar Var Jesús til?

Innan sagnfræði er hugtakið „heimild“ notað fremur en „sönnun“ þegar verið er að meta líkurnar á að einstakir atburðir hafi átt sér stað. Sagnfræðingur myndi því orða spurninguna svona: Eru góðar heimildir fyrir því að Jesús Kristur hafi verið til? Til að svara henni þarf að vita að minnsta kosti tvennt: Hvaða heimildir eru til um Jesú Krist og hvert er heimildargildi þeirra? Í fyrsta lagi er það vinnuregla sagnfræðinga að líta svo á að ef tvær óháðar heimildir segi eins frá einhverju sé það merki um að það sé satt. Í öðru lagi þarf að meta gildi þeirra heimilda sem stuðst er við til að komast að þeirri niðurstöðu. Sú aðferðafræði sem er notuð við að meta heimildargildi er kölluð heimildarýni.

Til að meta hvort heimild sé traust og eitthvað á henni byggjandi þarf að huga að mörgu. Í fyrsta lagi þarf að athuga hvort til sé samtímaheimild um Jesúm Krist, var eitthvað skráð um hann meðan hann lifði sem hefur varðveist? Svo reynist ekki vera. Við eigum hins vegar samtímaheimildir um ýmsar aðrar persónur sem koma fyrir í guðspjöllunum.


Markúsarguðspjall.

Guðspjöllin, sem eru helstu heimildir um ævi og starf Krists, eru skráð alllöngu eftir lát hans, en þó ekki svo löngu að vel er líklegt að höfundar þeirra hafi verið samtímamenn hans. Nokkurt ósamræmi er milli þeirra um einstakar staðreyndir, en við öðru er ekki að búast ef frásagnir um Krist hafa lifað í munnlegri geymd um hríð áður en þær voru fyrst skráðar á blað. Markúsarguðspjall er elst og gæti verið ritað upp úr 70 e.Kr. Það mun vera ein af heimildum Mattheusarguðspjalls og Lúkasarguðspjalls en þau byggja einnig á glataðri sameiginlegri heimild (Q). Jóhannesarguðspjall er yngra og bætir litlu við um beinar staðreyndir, en býður að ýmsu leyti upp á guðfræðilega túlkun sem er ólík hinum. Ekki er hægt að segja að guðspjöllin séu óháðar heimildir, þar sem þau byggja hvert á öðru (um það sjá þessa síðu).

Enda þótt vitnisburður guðspjallanna geti verið ósamrýmanlegur að einhverju leyti má af þeim fræðast um meginþræðina í lífi Krists. Vissulega er það galli á þeim út frá sagnfræðilegu sjónarmiði að þau virðast öll ættuð úr innsta hring fylgismanna Krists. Við eigum hins vegar einnig heimildir um Krist sem ekki eru beinlínis komnar frá lærisveinum hans. Sagnaritarinn Flavíus Jósefus (37-um 100), sem var gyðingur minnist til dæmis á Jesú í 18. bók í verki sínu, Antiquitates Judaicae. Þar kemur fram að Jesús hafi átti stuðningsmenn bæði meðal gyðinga og annarra, verið krossfestur af Pílatusi að ráði fremstu manna gyðinga, en birst unnendum sínum á þriðja degi sem væri hann lífs. Jósefus segir þar einnig frá Jóhannesi skírara og Jakobi, bróður Jesú. Margir fræðimenn telja hins vegar að það sem segir frá Jesú í verki Jósefusar sé innskot frá kristnum afritara, því að gyðingur hefði aldrei látið í ljós svo mikla aðdáun á verkum Jesú. Aðrir hafna því að frásögn hans um Jesú sé fullkomin fölsun, þó að einhverjar setningar í henni gætu verið innskot (um þetta sjá þessa síðu um Josephus).

Þegar rýnt er í heimildir um Jesú með þeim aðferðum sem sagnfræðingar hafa tamið sér verður að teljast líklegast að hann hafi verið til. Þar með er ekki sagt að allt það sem kemur fram um hann í guðspjöllunum hafi gerst, eða það sem stendur í verki Jósefusar sé fullgild staðfesting á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...