Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvað merkir táknið XP?

Hjalti Hugason

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft chi-rho eða kí-hró en það er samsett úr tveimur bókstöfum úr gríska stafrófinu: Χ (kí) og Ρ (hró). Þetta eru tveir fyrstu stafirnir í orðinu Kristur eða á grísku með latnesku letri: XPICTOC og með grísku letri ΧΡΙΣΤΟΣ. Þess vegna kallast táknið kristogram á ýmsum málum og er nokkurs konar fangamark Krists.

Kristur er gríska orðið fyrir Messías á hebresku og merkir hinn smurði. Merking kristogramsins er þá: Jesús er Kristur, það er sá Messías sem Gyðingar væntu um daga Krists. Það er því myndræn eða táknræn framsetning á trúarjátningu kristninnar í sinni einföldustu og frumlægustu mynd.

Táknið kí-hró (ΧΡ) sést hér ásamt alfa og ómega. Það er samsett úr fyrstu tveimur stöfunum í orðinu Kristur á grísku.

Táknið er eldfornt og keisarinn Konstantínus mikli (272–337) sem veitti kristnum mönnum trúfrelsi í rómverska heimsveldinu notaði það sem verndar- og sigurtákn sitt. Til eru helgisögur um hvernig það birtist honum á himni með fyrirheiti um að undir merki þess mundi hann vinna sigur í orustu sé stóð fyrir dyrum. Í sögu þess fléttast því saman játning trúar og blóðug stríð eins og því miður er raunum um mörg helgitákn.

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.2.2020

Spyrjandi

Margrét H. Sæmundsdóttir

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvað merkir táknið XP?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2020. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78619.

Hjalti Hugason. (2020, 26. febrúar). Hvað merkir táknið XP? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78619

Hjalti Hugason. „Hvað merkir táknið XP?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2020. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78619>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir táknið XP?

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft chi-rho eða kí-hró en það er samsett úr tveimur bókstöfum úr gríska stafrófinu: Χ (kí) og Ρ (hró). Þetta eru tveir fyrstu stafirnir í orðinu Kristur eða á grísku með latnesku letri: XPICTOC og með grísku letri ΧΡΙΣΤΟΣ. Þess vegna kallast táknið kristogram á ýmsum málum og er nokkurs konar fangamark Krists.

Kristur er gríska orðið fyrir Messías á hebresku og merkir hinn smurði. Merking kristogramsins er þá: Jesús er Kristur, það er sá Messías sem Gyðingar væntu um daga Krists. Það er því myndræn eða táknræn framsetning á trúarjátningu kristninnar í sinni einföldustu og frumlægustu mynd.

Táknið kí-hró (ΧΡ) sést hér ásamt alfa og ómega. Það er samsett úr fyrstu tveimur stöfunum í orðinu Kristur á grísku.

Táknið er eldfornt og keisarinn Konstantínus mikli (272–337) sem veitti kristnum mönnum trúfrelsi í rómverska heimsveldinu notaði það sem verndar- og sigurtákn sitt. Til eru helgisögur um hvernig það birtist honum á himni með fyrirheiti um að undir merki þess mundi hann vinna sigur í orustu sé stóð fyrir dyrum. Í sögu þess fléttast því saman játning trúar og blóðug stríð eins og því miður er raunum um mörg helgitákn.

Mynd:...