Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?

Sverrir Jakobsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi?

Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfarandi frásögn þar sem sagt er frá komu Jesú til ættborgar sinnar, Nasaret:

Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?“ Og þeir hneyksluðust á honum. Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.“ Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá. Og hann undraðist vantrú þeirra.[1]

Markúsarguðspjall er ritað af áhanganda Jesú, eins og nánast allar helstu heimildir um ævi hans. Helsta undantekningin er sagnaritarinn Flavius Josephus frá lokum 1. aldar sem var Gyðingur. Í riti hans er greint frá örlögum Jesú líkt og margra annarra sem ollu rómverska setuliðinu í Júdeu vandræðum á dögum Pontíusar Pílatusar, en hann var landstjóri þar 26-36. Þar kemur meðal annars fram að Jesús hafi verið krossfestur af Rómverjum.

Flavius Josephus taldi æðsta prestinn Ananusi í Jerúsalem hafa farið illa með vald sitt. Sem dæmi um það segir hann að Ananus hafi ákært mann að nafni Jakob, „bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ og hafi Jakob og nokkrir fylgismenn hans verið grýttir. Myndin sýnir Flavius Josephus í bók frá 1817.

Josephus var fæddur skömmu eftir lát Jesú og hefur því einungis þekkt hann af afspurn. Hann fjallar hins vegar um atburð sem átti sér stað eftir að hann var sjálfur kominn til vits og ára. Hann segir frá æðsta prestinum Ananusi í Jerúsalem sem Josephus taldi hafa farið illa með vald sitt. Sem dæmi um það segir hann að Ananus hafi ákært mann að nafni Jakob, „bróður Jesú sem kallaður var Kristur“[2] og hafi Jakob og nokkrir fylgismenn hans verið grýttir. Tekur Josephus fram að þessi dómur hafi verið lögleysa, bakað Ananusi óvinsældir og að lokum orðið til þess að honum var vikið frá. Þetta mun hafa gerist árið 62 og frásögn Josephusar ber þess merki að hann þekkti vel til málavaxta. Hér er aftur minnst á bróður Jesú, Jakob að nafni, og kemur fram að hann hafi verið mikilvægur maður í Jerúsalem um 30 árum eftir lát hans, hugsanlega leiðtogi hreyfingarinnar sem fylgdi kenningum Krists.

Einnig er minnst á Jakob, bróður Jesú, í bréfum Páls postula, sem rituð eru um 20-30 árum eftir krossfestinguna. Í bréfinu til Korintumanna minnir Páll söfnuðinn á

að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér eins og ótímaburði[3]

Í þessu samhengi skiptir máli hverja Páll kallar til vitnis um að Kristur hafi birst fólki. Hann nefnir þrjá menn sem persónulega hafi séð Krist upprisinn, Kefas, Jakob og sjálfan sig. Jakob er sá sem Josephus þekkti til og varð síðar píslarvottur í Jerúsalem. Kefas er hins vegar lærisveinninn sem nefndur er Pétur í guðspjöllunum og virðist hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna meðal fylgismanna Krists líkt og þeir Jakob og Páll. Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob. Í bréfum Páls og hjá Josephusi kemur fram að hann hafi verið einn af leiðtogum safnaðarins sem fylgdi Jesú, sem oft er kallaður Jesúhreyfingin þegar vísað er til 1. aldar en var síðar kenndur við kristni.

Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob, sem hér sést á rússneskri helgimynd frá 16. öld.

Um miðja 2. öld ritaði maður að nafni Hegesippos um sögu hins kristna safnaðar fram á hans daga. Sú saga hefur einungis varðveist í endursögn innan Kirkjusögu Eusebiusar biskups sem mun vera rituð um 175 eða 176 árum síðar en texti Hegesipposar (líklega 323 eða 324). Af því sem Eusebius segir má ráða að Hegesippos hefur fjallað töluvert ítarlegar um aftöku Jakobs, bróður Jesú, heldur en Flavius Josephus hafði áður gert. Hegesippos samræmir tvær mismunandi sögur þar sem annars vegar segir að farísear hafi hent Jakobi af turni musterisins en hins vegar að þeir hafi grýtt hann til bana.[4] Eusebius vitnar raunar einnig í Klemens frá Alexandríu (um 150–215) til staðfestingar á því að postularnir, undir forystu Péturs, Jakobs og Jóhannesar, hafi valið Jakob til forystu í söfnuði kristinna manna og hafi hann verið nefndur „hinn réttláti“.[5]

Ekki er víst að rit Hegesipposar sé góð vísbending um æviatriði Jakobs en þó er ljóst að á hans dögum, líklega um 148, var litið á Jakob sem einn helsta leiðtoga kristinna manna eftir daga Jesú Krists og gott orð fór af siðferði hans: „Jakob kom heilagur úr móðurkviði; drakk ekki vín né sterka drykki eða borðaði kjöt. Ekki rakaði hann hár sitt eða smurði með olíu eða baðaði hann sig.“[6]

Á hinn bóginn mun Hegesippos einnig hafa rakið sögu hins kristna safnaðar í Jerúsalem eftir daga Jakobs og er ein helsta heimild okkar um hana. Hann heldur því fram að aðrir ættingjar Jesú hafi þá valist til forystu innan safnaðarins og að þeirra fremstur hafi verið Símon, sonur Klópasar, en þeir Jesús voru bræðrasynir.[7] Eusebius hefur einnig eftir Hegesipposi að nokkur af barnabörnum Júdasar, bróður Jesú, hafi verið kölluð fyrir Domitianus keisara (r. 81-96) en hann hafi þyrmt þeim þegar fram kom í máli þeirra að konungsríkið sem kristnir menn boðuðu væri ekki af þessum heimi. Á hinn bóginn hafi Símon, sonur Klópasar, verið líflátinn á dögum Trajanusar keisara (r. 98-117) en hann hafði verið ákærður af trúvillingum.[8] Á þeim tíma hafi afkomendur Júdasar, bróður Krists, enn verið leiðandi innan hins kristna safnaðar[9] en sagnaritarinn virðist tengja uppgang trúvillu meðal kristinna manna við brotthvarf þessa hóps af sviðinu.[10] Eftir píslarvætti Símonar komu fram margir sporgöngumenn og „hélt sérhver þeirra fram eigin sérskoðunum og fram komu falskir Messíasar, falskir spámenn og falskir postular sem rufu einingu kirkjunnar með spilltum kenningum sem gengu gegn Guði og Messíasi hans.“[11] Hegesippos tengir uppgang trúvillu við lát Símonar sem hafi verið samtímamaður Jesú og orðið 120 ára gamall[12] og því að fjölskylda Krists var ekki lengur leiðandi innan safnaðarins.

Eftir fráfall Símonar er ekki getið um fjölskyldu Jesú í traustum heimildum og því ekki unnt að rekja ættir manna á síðari tímum frá nánustu fjölskyldu hans.

Tilvísanir:
 1. ^ Markúsarguðspjall 6.1-6.
 2. ^ Antiquitates Iudaicae 20.200.
 3. ^ 1 Kor. 15.3–8.
 4. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.3–18.
 5. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.1.3–5.
 6. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.4–5.
 7. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.11.
 8. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.1–3.
 9. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.5–6.
 10. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.7–8.
 11. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 4.22.5–6.
 12. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.6.

Heimildir:
 • Sverrir Jakobsson, Kristur. Saga hugmyndar. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018).

Myndir:

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

18.2.2019

Spyrjandi

Guðni Már Henningsson

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2019. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77076.

Sverrir Jakobsson. (2019, 18. febrúar). Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77076

Sverrir Jakobsson. „Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2019. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77076>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi?

Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfarandi frásögn þar sem sagt er frá komu Jesú til ættborgar sinnar, Nasaret:

Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum. Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: „Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans? Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?“ Og þeir hneyksluðust á honum. Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.“ Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá. Og hann undraðist vantrú þeirra.[1]

Markúsarguðspjall er ritað af áhanganda Jesú, eins og nánast allar helstu heimildir um ævi hans. Helsta undantekningin er sagnaritarinn Flavius Josephus frá lokum 1. aldar sem var Gyðingur. Í riti hans er greint frá örlögum Jesú líkt og margra annarra sem ollu rómverska setuliðinu í Júdeu vandræðum á dögum Pontíusar Pílatusar, en hann var landstjóri þar 26-36. Þar kemur meðal annars fram að Jesús hafi verið krossfestur af Rómverjum.

Flavius Josephus taldi æðsta prestinn Ananusi í Jerúsalem hafa farið illa með vald sitt. Sem dæmi um það segir hann að Ananus hafi ákært mann að nafni Jakob, „bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ og hafi Jakob og nokkrir fylgismenn hans verið grýttir. Myndin sýnir Flavius Josephus í bók frá 1817.

Josephus var fæddur skömmu eftir lát Jesú og hefur því einungis þekkt hann af afspurn. Hann fjallar hins vegar um atburð sem átti sér stað eftir að hann var sjálfur kominn til vits og ára. Hann segir frá æðsta prestinum Ananusi í Jerúsalem sem Josephus taldi hafa farið illa með vald sitt. Sem dæmi um það segir hann að Ananus hafi ákært mann að nafni Jakob, „bróður Jesú sem kallaður var Kristur“[2] og hafi Jakob og nokkrir fylgismenn hans verið grýttir. Tekur Josephus fram að þessi dómur hafi verið lögleysa, bakað Ananusi óvinsældir og að lokum orðið til þess að honum var vikið frá. Þetta mun hafa gerist árið 62 og frásögn Josephusar ber þess merki að hann þekkti vel til málavaxta. Hér er aftur minnst á bróður Jesú, Jakob að nafni, og kemur fram að hann hafi verið mikilvægur maður í Jerúsalem um 30 árum eftir lát hans, hugsanlega leiðtogi hreyfingarinnar sem fylgdi kenningum Krists.

Einnig er minnst á Jakob, bróður Jesú, í bréfum Páls postula, sem rituð eru um 20-30 árum eftir krossfestinguna. Í bréfinu til Korintumanna minnir Páll söfnuðinn á

að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér eins og ótímaburði[3]

Í þessu samhengi skiptir máli hverja Páll kallar til vitnis um að Kristur hafi birst fólki. Hann nefnir þrjá menn sem persónulega hafi séð Krist upprisinn, Kefas, Jakob og sjálfan sig. Jakob er sá sem Josephus þekkti til og varð síðar píslarvottur í Jerúsalem. Kefas er hins vegar lærisveinninn sem nefndur er Pétur í guðspjöllunum og virðist hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna meðal fylgismanna Krists líkt og þeir Jakob og Páll. Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob. Í bréfum Páls og hjá Josephusi kemur fram að hann hafi verið einn af leiðtogum safnaðarins sem fylgdi Jesú, sem oft er kallaður Jesúhreyfingin þegar vísað er til 1. aldar en var síðar kenndur við kristni.

Josephus, Páll postuli og höfundur Markúsarguðspjalls eru meðal elstu heimildanna um Jesú og þær nefna allar bróður hans, Jakob, sem hér sést á rússneskri helgimynd frá 16. öld.

Um miðja 2. öld ritaði maður að nafni Hegesippos um sögu hins kristna safnaðar fram á hans daga. Sú saga hefur einungis varðveist í endursögn innan Kirkjusögu Eusebiusar biskups sem mun vera rituð um 175 eða 176 árum síðar en texti Hegesipposar (líklega 323 eða 324). Af því sem Eusebius segir má ráða að Hegesippos hefur fjallað töluvert ítarlegar um aftöku Jakobs, bróður Jesú, heldur en Flavius Josephus hafði áður gert. Hegesippos samræmir tvær mismunandi sögur þar sem annars vegar segir að farísear hafi hent Jakobi af turni musterisins en hins vegar að þeir hafi grýtt hann til bana.[4] Eusebius vitnar raunar einnig í Klemens frá Alexandríu (um 150–215) til staðfestingar á því að postularnir, undir forystu Péturs, Jakobs og Jóhannesar, hafi valið Jakob til forystu í söfnuði kristinna manna og hafi hann verið nefndur „hinn réttláti“.[5]

Ekki er víst að rit Hegesipposar sé góð vísbending um æviatriði Jakobs en þó er ljóst að á hans dögum, líklega um 148, var litið á Jakob sem einn helsta leiðtoga kristinna manna eftir daga Jesú Krists og gott orð fór af siðferði hans: „Jakob kom heilagur úr móðurkviði; drakk ekki vín né sterka drykki eða borðaði kjöt. Ekki rakaði hann hár sitt eða smurði með olíu eða baðaði hann sig.“[6]

Á hinn bóginn mun Hegesippos einnig hafa rakið sögu hins kristna safnaðar í Jerúsalem eftir daga Jakobs og er ein helsta heimild okkar um hana. Hann heldur því fram að aðrir ættingjar Jesú hafi þá valist til forystu innan safnaðarins og að þeirra fremstur hafi verið Símon, sonur Klópasar, en þeir Jesús voru bræðrasynir.[7] Eusebius hefur einnig eftir Hegesipposi að nokkur af barnabörnum Júdasar, bróður Jesú, hafi verið kölluð fyrir Domitianus keisara (r. 81-96) en hann hafi þyrmt þeim þegar fram kom í máli þeirra að konungsríkið sem kristnir menn boðuðu væri ekki af þessum heimi. Á hinn bóginn hafi Símon, sonur Klópasar, verið líflátinn á dögum Trajanusar keisara (r. 98-117) en hann hafði verið ákærður af trúvillingum.[8] Á þeim tíma hafi afkomendur Júdasar, bróður Krists, enn verið leiðandi innan hins kristna safnaðar[9] en sagnaritarinn virðist tengja uppgang trúvillu meðal kristinna manna við brotthvarf þessa hóps af sviðinu.[10] Eftir píslarvætti Símonar komu fram margir sporgöngumenn og „hélt sérhver þeirra fram eigin sérskoðunum og fram komu falskir Messíasar, falskir spámenn og falskir postular sem rufu einingu kirkjunnar með spilltum kenningum sem gengu gegn Guði og Messíasi hans.“[11] Hegesippos tengir uppgang trúvillu við lát Símonar sem hafi verið samtímamaður Jesú og orðið 120 ára gamall[12] og því að fjölskylda Krists var ekki lengur leiðandi innan safnaðarins.

Eftir fráfall Símonar er ekki getið um fjölskyldu Jesú í traustum heimildum og því ekki unnt að rekja ættir manna á síðari tímum frá nánustu fjölskyldu hans.

Tilvísanir:
 1. ^ Markúsarguðspjall 6.1-6.
 2. ^ Antiquitates Iudaicae 20.200.
 3. ^ 1 Kor. 15.3–8.
 4. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.3–18.
 5. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.1.3–5.
 6. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 2.23.4–5.
 7. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.11.
 8. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.1–3.
 9. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.5–6.
 10. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.7–8.
 11. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 4.22.5–6.
 12. ^ Eusebius, Historia ecclesiastica 3.32.6.

Heimildir:
 • Sverrir Jakobsson, Kristur. Saga hugmyndar. (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018).

Myndir:

...