
Það er því mjög erfitt að svara því hver hafi fundið upp Jesú þar sem skoðanir um það eru mjög skiptar eftir því hver trú fólks er. Þó má segja eitthvað um sögulegan uppruna kristinnar trúar. Sumir segja að upphaf kristinnar kirkju hafi verið á hvítasunnu árið 30 þegar heilagur andi er sagður hafa komið yfir lærisveina Jesús. Aðrir telja að útbreiðsla kristinnar trúar hafi hafist einhverjum árum seinna með Páli postula. Umdeilt er hve gamlar fyrstu rituðu heimildirnar um Jesú eru en flestir telja þó að þær hafi ekki verið ritaðar seinna en árið 70. Ljóst er þó að þau fyrstu sem trúðu á Jesú Krist, það er að segja sem trúðu því að Jesús frá Nasaret væri Kristur, sonur Guðs, voru Gyðingar í Palestínu á fyrstu öld tímatals okkar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver fann upp Jesú? [svar við sömu spurningu] eftir Einar Sigurbjörnsson
- Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til? eftir Sverri Jakobsson
- Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð? eftir Harald Ólafsson mannfræðing