Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er guð til?

HMS

Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísleg trúarbrögðin eru.

Hvað segja þá vísindin um þessa spurningu? "Ekkert!" myndu allmargir vísindamenn svara. Margir þeirra telja nefnilega að spurningar um guð séu í eðli sínu fyrir utan verksvið vísinda; vísindin fjalla um það sem er náttúrulegt, það sem er hlutlægt og hægt er að kanna og mæla. Guði er aftur á móti oft lýst sem einhverju yfirnáttúrulegu, sem lýtur engum lögmálum, sem er huglægt og ekki er hægt að bregða neinni mælistiku á. Því myndu margir segja að "vegir guðs væru órannsakanlegir".


Ekki eru þó allir á sama máli um þetta. Vithönnunarsinnar hafa til að mynda reynt að leita staðfestingar á íhlutun guðs með aðferðum sem þeir telja vísindalegar en flestir aðrir innan fræðasamfélagsins telja til gervivísinda eða hjáfræða. Nánar má lesa um þetta í svari Steindórs J. Erlingssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?

Enn aðrir telja að vísindin hafi einmitt sýnt fram á að guð sé ekki til; tilvist hans sé í andstöðu við það sem vitað er um heiminn. Að lokum eru þeir sem segja að trú þurfi engra vísindalegra sannana við. Orðið trú þýðir í raun traust eða sannfæring, sem felur í sér að þeir sem trúa treysti því að þeirra guð eða guðir séu til, óháð því hvað vísindin segja.

Fyrst engin eining ríkir um svarið við spurningunni "Er guð til?", er þá allt eins gott að gefast bara upp á henni og sætta sig við að maður muni aldrei vita svarið? Höfundur telur að svo sé ekki endilega heldur hvetur miklu fremur alla sem þetta lesa til að reyna að svara spurningunni hver fyrir sig. Sé fólk í vafa er gott að taka upplýsta afstöðu með því að kynna sér sem flest sjónarmið og rök með og á móti tilvist guðs. Góður staður til að hefja leitina er einmitt Vísindavefurinn!

Frekara lesefni:

Tilvist Guðs

Aðrar skyldar spurningar

Mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

16.3.2006

Síðast uppfært

27.7.2021

Spyrjandi

Klaudia Halina, f. 1996
Kristófer Reyes, f. 1997

Tilvísun

HMS. „Er guð til?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2006, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5713.

HMS. (2006, 16. mars). Er guð til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5713

HMS. „Er guð til?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2006. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er guð til?
Vísindavefurinn fær reglulega sendar fyrirspurnir frá lesendum sínum um tilvist æðri máttarvalda. Vitanlega eru menn ekki sammála um það hvort guð sé til eða ekki. Þeir sem svara spurningunni játandi hafa mismunandi skoðanir á því hvað einkenni þá þennan guð eða jafnvel guði. Þetta sést best á því hversu margvísleg trúarbrögðin eru.

Hvað segja þá vísindin um þessa spurningu? "Ekkert!" myndu allmargir vísindamenn svara. Margir þeirra telja nefnilega að spurningar um guð séu í eðli sínu fyrir utan verksvið vísinda; vísindin fjalla um það sem er náttúrulegt, það sem er hlutlægt og hægt er að kanna og mæla. Guði er aftur á móti oft lýst sem einhverju yfirnáttúrulegu, sem lýtur engum lögmálum, sem er huglægt og ekki er hægt að bregða neinni mælistiku á. Því myndu margir segja að "vegir guðs væru órannsakanlegir".


Ekki eru þó allir á sama máli um þetta. Vithönnunarsinnar hafa til að mynda reynt að leita staðfestingar á íhlutun guðs með aðferðum sem þeir telja vísindalegar en flestir aðrir innan fræðasamfélagsins telja til gervivísinda eða hjáfræða. Nánar má lesa um þetta í svari Steindórs J. Erlingssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?

Enn aðrir telja að vísindin hafi einmitt sýnt fram á að guð sé ekki til; tilvist hans sé í andstöðu við það sem vitað er um heiminn. Að lokum eru þeir sem segja að trú þurfi engra vísindalegra sannana við. Orðið trú þýðir í raun traust eða sannfæring, sem felur í sér að þeir sem trúa treysti því að þeirra guð eða guðir séu til, óháð því hvað vísindin segja.

Fyrst engin eining ríkir um svarið við spurningunni "Er guð til?", er þá allt eins gott að gefast bara upp á henni og sætta sig við að maður muni aldrei vita svarið? Höfundur telur að svo sé ekki endilega heldur hvetur miklu fremur alla sem þetta lesa til að reyna að svara spurningunni hver fyrir sig. Sé fólk í vafa er gott að taka upplýsta afstöðu með því að kynna sér sem flest sjónarmið og rök með og á móti tilvist guðs. Góður staður til að hefja leitina er einmitt Vísindavefurinn!

Frekara lesefni:

Tilvist Guðs

Aðrar skyldar spurningar

Mynd

...