Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Guðmundur J. Guðmundsson

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona:

Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystrasalti og sem samkvæmt skiltinu verður að fimm ára stríði á milli Dana og Englendinga sem endar árið 1474.

En hérna er vandamálið. Það stríð er ekki til. Allavegna ekki á milli Englendinga og Dana. Heldur virðist það vera að Danir hafa ráðið Hansaborgir til þess að gera þessi skip upptæk og það skapaði stríð á milli Hansaborga og Englands. Ekki Danmörku og Englands.

Það sem mig langar að vita. Hvað skeði raunverulega. Tók Danmörk þátt í þessu stríði? Fór Ólöf á fund við Danakonungs eða er þetta bara allt kjaftæði, fætt af vilja til þess að gera meira úr atburðarásum á Íslandi. Takk.

Á 15. öld voru Skarðverjar, sem kenndir eru við Skarð á Skarðsströnd, ein mesta valda- og auðmannaætt landsins. Um miðja öldina voru hjónin Björn ríki Þorleifsson og kona hana Ólöf Loftsdóttir hin ríka höfuð ættarinnar. Bæði þóttu þau með eindæmum harðdræg í auðsöfnun sinni og sáust ekki fyrir.

Haustið 1456 sigldu þau hjón til fundar við Kristján I. Danakonung en lentu í brælu og andviðri á leiðinni og leituðu vars við Orkneyjar snemma vors. Þar réðust Skotar á þau, tóku þau og samferðamenn þeirra til fanga og lögðu hald á farangur þeirra allan svo og skattapeninga konungs og afgjöld sem ætluð voru kirkjunni og þau höfðu í fórum sínum. Á þessum tíma áttu Skotar, Danir og Frakkar í samningaviðræðum og hugðu á bandalag gegn sameiginlegum fjendum sínum Englendingum. Þetta samningamakk hefur væntanlega orðið til þess að þeim hjónum og fylgdarmönnum þeirra var sleppt úr haldi og um miðjan maí eru þau komin til Kaupmannahafnar þar sem konungur aðlar Björn, gefur honum skjaldarmerki, hvítan björn á bláum feldi, og fær honum hirðstjóravöld á Íslandi sem hann hélt til dauðadags.

Kristján I. Danakonungur og Dóróthea drottning. Hluti af málverki.

Um 1465 áttu Danir og Englendingar í samningaviðræðum um Íslandsverslunina og lauk þeim án þess að samkomulag næðist. Árið eftir bannaði Kristján konungur svo alla verslun við Englendinga en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Það er í þessu samhengi sem Björn Þorleifsson er drepinn í Rifi en hvað hann var að gera þar er ekki vitað því íslenskar samtímaheimildir um þessa atburði eru mjög fátæklegar. Líklegast er þó að hann hafi verið að reyna að stemma stigu við verslun Englendinga en yngri íslenskar heimildir segja að Þorleifur sonur hans hafi lent í deilum við Englendinga og verið handtekinn og Björn hafi farið til að leysa hann úr haldi.

Í kjölfar vígsins braust út styrjöld milli Dana og Englendinga sem lauk með samningum árið 1473. Ekki áttu Danir neinn flota sem heitið gat á þessum tíma en þeir voru í bandalagi við nokkrar þýskar Hansaborgir, svo sem Hamborg, og það var floti þeirra sem bar hitann og þungann af átökunum við Englendinga en einnig virðast einhverjir Hollendingar hafa dregist inn í átökin, ef til vill málaliðar. Hansaborgirnar höfðu hug á að hasla sér völl í Íslandsversluninni og var þátttaka þeirra í styrjöldinni þáttur í þeirri viðleitni. Það gekk eftir því um 1470 hófu Þjóðverjar verslun á Íslandi í samkeppni við Englendinga.

Eins og áður sagði eru íslenskar samtímaheimildir um þessa atburði mjög fátæklegar. Elstu heimildirnar eru frá síðari hluta 16. aldar og margt með miklum þjóðsagnablæ svo sem ummæli Ólafar ríku þegar henni var sagt frá vígi Björns bónda síns: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði.“ Sama er að segja um þá sögn að hún hafi látið hertekna Englendinga gera upp kirkjustéttina á Skarði í erlendum stíl og látið hertaka þrjú ensk skip á Ísafirði. Einhverjar róstur hafa þó orðið hérlendis því árið 1470 gerir Einar Ormsson sýslumaður á Stórólfshvoli erfðaskrá þar sem hann, meðal annars, mælir svo fyrir að syngja skuli sálumessu yfir þeim Englendingum sem menn hans drápu í Grindavík. Einar var náfrændi Ólafar ríku og hefur væntanlega verið að hefna Björns.

Sagt er að Ólöf ríka hafi látið hertekna Englendinga gera upp kirkjustéttina á Skarði. Myndin er af Skarðskirkju í Hvammsprestkalli sem byggð er 1916.

Engar samtímaheimildir eru til um að Ólöf ríka hafa farið til Danmerkur eftir víg Björns Þorleifssonar. Frá þeirri ferð er hins vegar sagt í Hirðstjóraannál Jóns Halldórssonar frá fyrri hluta 18. aldar. Líklegt verður að telja að höfundur annálsins hafi vitað að Ólöf sigldi einhvern tíma til Danmerkur og dregið þá ályktun að það hafi verið vegna atburðanna á Rifi en ekki af allt öðru tilefni níu árum áður. Í Hirðstjóraannál segir einnig að konungi hafi verið vel til Ólafar og er þar væntanlega verið að vísað til bréfs sem Kristján I. ritaði Karli VII. Frakkakonungi vegna atburðanna í Orkneyjum 1457 en þar er hún er kölluð „mulier spectabilis“, eða glæsileg kona.

Helstu heimildir:
  • Björn Þorsteinsson, Tíu þorskastríð 1415–1976, Reykjavík 1976.
  • Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga, Reykjavík 1970.
  • Jón prófastur Halldórsson, Hirðstjóraannáll, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, 2. bindi, bls. 593–784, Kaupmannahöfn 1886.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

26.2.2020

Spyrjandi

Sigurður Hjartarson

Tilvísun

Guðmundur J. Guðmundsson. „Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2020, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78622.

Guðmundur J. Guðmundsson. (2020, 26. febrúar). Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78622

Guðmundur J. Guðmundsson. „Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2020. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78622>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?
Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona:

Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystrasalti og sem samkvæmt skiltinu verður að fimm ára stríði á milli Dana og Englendinga sem endar árið 1474.

En hérna er vandamálið. Það stríð er ekki til. Allavegna ekki á milli Englendinga og Dana. Heldur virðist það vera að Danir hafa ráðið Hansaborgir til þess að gera þessi skip upptæk og það skapaði stríð á milli Hansaborga og Englands. Ekki Danmörku og Englands.

Það sem mig langar að vita. Hvað skeði raunverulega. Tók Danmörk þátt í þessu stríði? Fór Ólöf á fund við Danakonungs eða er þetta bara allt kjaftæði, fætt af vilja til þess að gera meira úr atburðarásum á Íslandi. Takk.

Á 15. öld voru Skarðverjar, sem kenndir eru við Skarð á Skarðsströnd, ein mesta valda- og auðmannaætt landsins. Um miðja öldina voru hjónin Björn ríki Þorleifsson og kona hana Ólöf Loftsdóttir hin ríka höfuð ættarinnar. Bæði þóttu þau með eindæmum harðdræg í auðsöfnun sinni og sáust ekki fyrir.

Haustið 1456 sigldu þau hjón til fundar við Kristján I. Danakonung en lentu í brælu og andviðri á leiðinni og leituðu vars við Orkneyjar snemma vors. Þar réðust Skotar á þau, tóku þau og samferðamenn þeirra til fanga og lögðu hald á farangur þeirra allan svo og skattapeninga konungs og afgjöld sem ætluð voru kirkjunni og þau höfðu í fórum sínum. Á þessum tíma áttu Skotar, Danir og Frakkar í samningaviðræðum og hugðu á bandalag gegn sameiginlegum fjendum sínum Englendingum. Þetta samningamakk hefur væntanlega orðið til þess að þeim hjónum og fylgdarmönnum þeirra var sleppt úr haldi og um miðjan maí eru þau komin til Kaupmannahafnar þar sem konungur aðlar Björn, gefur honum skjaldarmerki, hvítan björn á bláum feldi, og fær honum hirðstjóravöld á Íslandi sem hann hélt til dauðadags.

Kristján I. Danakonungur og Dóróthea drottning. Hluti af málverki.

Um 1465 áttu Danir og Englendingar í samningaviðræðum um Íslandsverslunina og lauk þeim án þess að samkomulag næðist. Árið eftir bannaði Kristján konungur svo alla verslun við Englendinga en þeir létu það sem vind um eyru þjóta. Það er í þessu samhengi sem Björn Þorleifsson er drepinn í Rifi en hvað hann var að gera þar er ekki vitað því íslenskar samtímaheimildir um þessa atburði eru mjög fátæklegar. Líklegast er þó að hann hafi verið að reyna að stemma stigu við verslun Englendinga en yngri íslenskar heimildir segja að Þorleifur sonur hans hafi lent í deilum við Englendinga og verið handtekinn og Björn hafi farið til að leysa hann úr haldi.

Í kjölfar vígsins braust út styrjöld milli Dana og Englendinga sem lauk með samningum árið 1473. Ekki áttu Danir neinn flota sem heitið gat á þessum tíma en þeir voru í bandalagi við nokkrar þýskar Hansaborgir, svo sem Hamborg, og það var floti þeirra sem bar hitann og þungann af átökunum við Englendinga en einnig virðast einhverjir Hollendingar hafa dregist inn í átökin, ef til vill málaliðar. Hansaborgirnar höfðu hug á að hasla sér völl í Íslandsversluninni og var þátttaka þeirra í styrjöldinni þáttur í þeirri viðleitni. Það gekk eftir því um 1470 hófu Þjóðverjar verslun á Íslandi í samkeppni við Englendinga.

Eins og áður sagði eru íslenskar samtímaheimildir um þessa atburði mjög fátæklegar. Elstu heimildirnar eru frá síðari hluta 16. aldar og margt með miklum þjóðsagnablæ svo sem ummæli Ólafar ríku þegar henni var sagt frá vígi Björns bónda síns: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði.“ Sama er að segja um þá sögn að hún hafi látið hertekna Englendinga gera upp kirkjustéttina á Skarði í erlendum stíl og látið hertaka þrjú ensk skip á Ísafirði. Einhverjar róstur hafa þó orðið hérlendis því árið 1470 gerir Einar Ormsson sýslumaður á Stórólfshvoli erfðaskrá þar sem hann, meðal annars, mælir svo fyrir að syngja skuli sálumessu yfir þeim Englendingum sem menn hans drápu í Grindavík. Einar var náfrændi Ólafar ríku og hefur væntanlega verið að hefna Björns.

Sagt er að Ólöf ríka hafi látið hertekna Englendinga gera upp kirkjustéttina á Skarði. Myndin er af Skarðskirkju í Hvammsprestkalli sem byggð er 1916.

Engar samtímaheimildir eru til um að Ólöf ríka hafa farið til Danmerkur eftir víg Björns Þorleifssonar. Frá þeirri ferð er hins vegar sagt í Hirðstjóraannál Jóns Halldórssonar frá fyrri hluta 18. aldar. Líklegt verður að telja að höfundur annálsins hafi vitað að Ólöf sigldi einhvern tíma til Danmerkur og dregið þá ályktun að það hafi verið vegna atburðanna á Rifi en ekki af allt öðru tilefni níu árum áður. Í Hirðstjóraannál segir einnig að konungi hafi verið vel til Ólafar og er þar væntanlega verið að vísað til bréfs sem Kristján I. ritaði Karli VII. Frakkakonungi vegna atburðanna í Orkneyjum 1457 en þar er hún er kölluð „mulier spectabilis“, eða glæsileg kona.

Helstu heimildir:
  • Björn Þorsteinsson, Tíu þorskastríð 1415–1976, Reykjavík 1976.
  • Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga, Reykjavík 1970.
  • Jón prófastur Halldórsson, Hirðstjóraannáll, Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju, 2. bindi, bls. 593–784, Kaupmannahöfn 1886.

Myndir:...