Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?

Ari Ólafsson

Ljósið dofnar almennt við að fara í gegnum efni. Við getum skilgreint helmingunarlengd í þessu sambandi sem þá vegalengd sem þarf til að deyfa ljósið niður í helming af upphafsstyrk. Eftir tvær helmingunarlengdir er styrkurinn kominn niður í fjórðung af upphafsstyrknum og svo framvegis. En við getum ekki tiltekið neina endanlega dýpt sem ljósgeislarnir ná, heldur aðeins sagt til um hvernig þeir dofna með dýpt.

Helmingunarlengdin er hinsvegar breytileg með öldulengd ljóssins eða lit. Myndin hér að neðan sýnir helmingunarlengd ljóss á bilinu 300 nm til 800 nm í hreinu vatni. Blátt ljós með öldulengd í kringum 420 nm hefur stærstu helmingunarlengdina og dofnar þar með hægast með dýpt.Helmingunarvegalengd ljóss í tæru vatni er háð öldulengd ljóssins.

Ljósið dofnar hraðar í sjó því hann inniheldur örverur og plöntur af ýmsu tagi sem drekka í sig ljósorkuna eða dreifa geislunum frá upphaflegri stefnu. Sjórinn fær mismunandi áferð eftir efnainnihaldi og örverumassa. Helmingunarlengd ljóss af ákveðinni öldulengd í sjó liggur því á milli 0 m og helmingunarlengdar sömu öldulengdar í tæru vatni. Hún minnkar með vaxandi örverumassa í sjónum. Næringarefnainnihald og lífmassi breyta þó litlu um að bláa ljósið í kringum 420 nm dofnar hægast með dýpt.Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Gögn frá R.C. Smith and K.S. Baker, "Optical properties of the clearest natural waters (200-­800 nm)", Appl. Opt., 20, 177-184, (1981).
  • Reactos.org. Sótt 10.9.2010.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaða litur í litrófinu kemst dýpst niður í hafið? Ég er i 4. bekk í MR og mig og líffræðikennarann greinir á um hvaða litur kemst lengst niður í hafið.

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.9.2010

Spyrjandi

Magnús Bergur Magnússon

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?“ Vísindavefurinn, 10. september 2010, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8527.

Ari Ólafsson. (2010, 10. september). Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8527

Ari Ólafsson. „Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2010. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8527>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða litur ljóssins kemst lengst niður í hafið?
Ljósið dofnar almennt við að fara í gegnum efni. Við getum skilgreint helmingunarlengd í þessu sambandi sem þá vegalengd sem þarf til að deyfa ljósið niður í helming af upphafsstyrk. Eftir tvær helmingunarlengdir er styrkurinn kominn niður í fjórðung af upphafsstyrknum og svo framvegis. En við getum ekki tiltekið neina endanlega dýpt sem ljósgeislarnir ná, heldur aðeins sagt til um hvernig þeir dofna með dýpt.

Helmingunarlengdin er hinsvegar breytileg með öldulengd ljóssins eða lit. Myndin hér að neðan sýnir helmingunarlengd ljóss á bilinu 300 nm til 800 nm í hreinu vatni. Blátt ljós með öldulengd í kringum 420 nm hefur stærstu helmingunarlengdina og dofnar þar með hægast með dýpt.Helmingunarvegalengd ljóss í tæru vatni er háð öldulengd ljóssins.

Ljósið dofnar hraðar í sjó því hann inniheldur örverur og plöntur af ýmsu tagi sem drekka í sig ljósorkuna eða dreifa geislunum frá upphaflegri stefnu. Sjórinn fær mismunandi áferð eftir efnainnihaldi og örverumassa. Helmingunarlengd ljóss af ákveðinni öldulengd í sjó liggur því á milli 0 m og helmingunarlengdar sömu öldulengdar í tæru vatni. Hún minnkar með vaxandi örverumassa í sjónum. Næringarefnainnihald og lífmassi breyta þó litlu um að bláa ljósið í kringum 420 nm dofnar hægast með dýpt.Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Gögn frá R.C. Smith and K.S. Baker, "Optical properties of the clearest natural waters (200-­800 nm)", Appl. Opt., 20, 177-184, (1981).
  • Reactos.org. Sótt 10.9.2010.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvaða litur í litrófinu kemst dýpst niður í hafið? Ég er i 4. bekk í MR og mig og líffræðikennarann greinir á um hvaða litur kemst lengst niður í hafið.
...