Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?

Emma Adolfsdóttir

Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna.

Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur í gildi fyrir dróna, auk þess sem sértækar reglur eru í gildi fyrir flugvélalíkön en fram kemur á vefsíðu Samgöngustofu að Samgöngustofa metur sem svo að þær reglur nái líka til ómannaðra loftfara. Samkvæmt reglunum þarf ekki leyfi til að fljúga flugvélalíkani ef það er 5 kg eða minna.[1]

Drónar eru ómönnuð loftför.

Til þess að skjóta drónann með haglabyssu þyrfti viðkomandi að eiga eða hafa aðgang að slíku skotvopni, en samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 má enginn eignast eða nota skotvopn nema hann sé með skotvopnaleyfi. Sá sem fer með eða notar skotvopn skal ávallt gæta fyllstu varúðar, en óheimilt er að bera skotvopn á almannafæri.

Bannað er samkvæmt lögunum að hleypa af skoti á almannafæri eða annars staðar þar sem hætta getur stafað af, nema nauðsyn krefji. Það eitt að dróni sé inni á einkalóð myndi ekki heimila lóðareiganda að hleypa af skoti á drónann samkvæmt þessu, enda myndi það ekki teljast nauðsynlegt í skilningi laganna.

Við getum gert ráð fyrir að dróninn sé eign einhvers og með því að skjóta niður drónann myndi hann að líkindum verða fyrir tjóni. Samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er refsivert að skemma vísvítandi eða ónýta eigur annars manns. Þó svo að dróni fari inn á einkalóð þá er samt sem áður ólöglegt að skemma eigur annarra og gefur þetta því lóðareiganda ekki rétt til þess að eyðileggja drónann. Þá gæti það einnig bakað viðkomandi lóðareiganda bótaskyldu. Lóðareigandinn þyrfti því að leita annarra leiða til þess að fá drónann burt af einkalóð sinni.

Tilvísun:
  1. ^ https://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-flugmalum/A_001_2014_eAIP_einn_dalkur.pdf. (Sótt 28.11.2017).

Mynd:

Höfundur

Emma Adolfsdóttir

MA-nemi í lögfræði

Útgáfudagur

5.1.2018

Spyrjandi

Sveinbjörn Pálsson

Tilvísun

Emma Adolfsdóttir. „Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2018, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73026.

Emma Adolfsdóttir. (2018, 5. janúar). Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73026

Emma Adolfsdóttir. „Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2018. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73026>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að skjóta dróna sem fer inn á einkalóð niður með haglabyssu?
Dróni er samkvæmt íslenskri orðabók fjarstýrt loftfar. Drónar eru ómönnuð loftför en samkvæmt lögum um loftferðir nr. 60/1998 er loftfar sérhvert tæki sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar. Lögin gilda því um dróna.

Einnig er reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur í gildi fyrir dróna, auk þess sem sértækar reglur eru í gildi fyrir flugvélalíkön en fram kemur á vefsíðu Samgöngustofu að Samgöngustofa metur sem svo að þær reglur nái líka til ómannaðra loftfara. Samkvæmt reglunum þarf ekki leyfi til að fljúga flugvélalíkani ef það er 5 kg eða minna.[1]

Drónar eru ómönnuð loftför.

Til þess að skjóta drónann með haglabyssu þyrfti viðkomandi að eiga eða hafa aðgang að slíku skotvopni, en samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 má enginn eignast eða nota skotvopn nema hann sé með skotvopnaleyfi. Sá sem fer með eða notar skotvopn skal ávallt gæta fyllstu varúðar, en óheimilt er að bera skotvopn á almannafæri.

Bannað er samkvæmt lögunum að hleypa af skoti á almannafæri eða annars staðar þar sem hætta getur stafað af, nema nauðsyn krefji. Það eitt að dróni sé inni á einkalóð myndi ekki heimila lóðareiganda að hleypa af skoti á drónann samkvæmt þessu, enda myndi það ekki teljast nauðsynlegt í skilningi laganna.

Við getum gert ráð fyrir að dróninn sé eign einhvers og með því að skjóta niður drónann myndi hann að líkindum verða fyrir tjóni. Samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940 er refsivert að skemma vísvítandi eða ónýta eigur annars manns. Þó svo að dróni fari inn á einkalóð þá er samt sem áður ólöglegt að skemma eigur annarra og gefur þetta því lóðareiganda ekki rétt til þess að eyðileggja drónann. Þá gæti það einnig bakað viðkomandi lóðareiganda bótaskyldu. Lóðareigandinn þyrfti því að leita annarra leiða til þess að fá drónann burt af einkalóð sinni.

Tilvísun:
  1. ^ https://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-flugmalum/A_001_2014_eAIP_einn_dalkur.pdf. (Sótt 28.11.2017).

Mynd: