Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Guðrún Kvaran

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask.Vaskað upp.

Í dönsku eru einnig heimildir um vaske ned en þá í sjómannamáli um að þvo gluggahlera, möstur og fleira. Í gamalli danskri heimild er þess getið að um borð í skipi sé ekki notað vaske op heldur vaske ned. Í almennu dönsku máli er hins vegar notað vaske op þegar þvegin eru matarílát og -áhöld. Sú notkun barst síðan hingað.

Mynd: Bowery Mission pic's 2004

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.3.2006

Spyrjandi

Daníel Þór Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju vöskum við upp en ekki niður?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2006. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5677.

Guðrún Kvaran. (2006, 1. mars). Af hverju vöskum við upp en ekki niður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5677

Guðrún Kvaran. „Af hverju vöskum við upp en ekki niður?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2006. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5677>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?
Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask.Vaskað upp.

Í dönsku eru einnig heimildir um vaske ned en þá í sjómannamáli um að þvo gluggahlera, möstur og fleira. Í gamalli danskri heimild er þess getið að um borð í skipi sé ekki notað vaske op heldur vaske ned. Í almennu dönsku máli er hins vegar notað vaske op þegar þvegin eru matarílát og -áhöld. Sú notkun barst síðan hingað.

Mynd: Bowery Mission pic's 2004...