Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9 svör fundust

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið ballarhaf og hvað merkir það?

Úti á ballarhafi. Orðið ballarhaf í merkingunni 'rúmsjór, hafsvæði fjarri landi' á líklegast uppruna sinn í máli sjómanna. Í Íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (III:168) er þess getið að sjómenn hafi talað um að fara út á ballarhaf, en einnig út í ballarauga í sömu merkingu, sem viðmið þegar verið va...

Nánar

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum. Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, ste...

Nánar

Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...

Nánar

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er t...

Nánar

Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?

Orðatiltækið að slaka á klónni, sem í nútímamáli er notað um að 'gefa eftir, lina tök' er komið úr sjómannamáli. Kló var í fornu máli notað um lykkju sem fest var í seglröndina eða hornið að neðanverðu, seglskautið. Í gegnum hana voru reipi dregin sem fest voru við seglskautið. Ef veður versnaði, vindur jókst...

Nánar

Hvað merkir að munstra sig á skip og hver er uppruni orðatiltækisins?

Sögnin að munstra merkir ‛að skrá einhvern í skipsrúm’, það er að skrá einhvern sem áhafnarmeðlim á skipi. Hún þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 17. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Af henni eru leidd nafnorðið munstrun ‛skráning, það að skrá einhvern í skipsrúm’ og lýsingarorði...

Nánar

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...

Nánar

Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?

Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje. Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup. Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, ...

Nánar

Fleiri niðurstöður