Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?

Guðrún Kvaran

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku.

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld.

Den danske ordbog fer þó varlegar í sakirnar og nefnir að hugsanleg séu tengsl við þýsku. Ásgeir bætir við að aðrir ætli að orðið sé tökuorð úr austurevrópumálum, samanber rússnesku urá, eða ættað frá Vestur-Asíu án þess að skýra það nánar. Enn ein skýring er í þýskri orðsifjabók Pfeifers. Enska hrópið hurrah hafi komist inn í þýskt sjómannamál og breiðst þaðan út.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.1.2021

Spyrjandi

Guðrún Pétursdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80659.

Guðrún Kvaran. (2021, 21. janúar). Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80659

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80659>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?
Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku.

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld.

Den danske ordbog fer þó varlegar í sakirnar og nefnir að hugsanleg séu tengsl við þýsku. Ásgeir bætir við að aðrir ætli að orðið sé tökuorð úr austurevrópumálum, samanber rússnesku urá, eða ættað frá Vestur-Asíu án þess að skýra það nánar. Enn ein skýring er í þýskri orðsifjabók Pfeifers. Enska hrópið hurrah hafi komist inn í þýskt sjómannamál og breiðst þaðan út.

Heimildir og mynd:

...