
Sama upphrópun er til í nágrannamálunum og er ekki ólíklegt að hún hafi borist þaðan hingað til lands. Í dönsku er til dæmis notað hørt af sögninni høre ‛heyra’ og hrópað „hørt, hørt“, í þýsku einnig hört af hören ‛heyra’ og í ensku boðhátturinn hear af sögninni hear ‛heyra’. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver er uppruni þess að lýsa undrun með upphrópun á borð við „jeeee“ eða „jiiii“? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvað þýðir orðið „halelúja“? eftir Einar Sigurbjörnsson og Helgu Sverrisdóttur
- Special Olympics. Sótt 25.1.2011.