Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum.

Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, stefna sitt á hvað. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:511) er þess getið að sögnin sé tökuorð úr dönsku krydse í sömu merkingu. Þótt bæði orðin séu til í íslensku er sambandið sjálft fengið að láni úr dönsku på kryds og tværs í sömu merkingu og íslenska orðasambandið.

Kruss er komið úr sjómannamál. Með hjálp áttavita geta menn gætt sín að fara ekki þvers og kruss!

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.5.2012

Spyrjandi

Ester Ósk Traustadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61889.

Guðrún Kvaran. (2012, 23. maí). Hvað er þetta kruss í þvers og kruss? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61889

Guðrún Kvaran. „Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61889>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta kruss í þvers og kruss?
Orðasambandið þvers og kruss merkir ‛í allar áttir; út um allt, fram og aftur’. Orðið þvers er notað á sama hátt og þvert og þversum.

Kruss er dregið af sögninni krusa eða krussa sem í sjómannamáli er notuð um að sigla skáhallt gegn vindi (á vígsl á báða bóga) en er einnig notuð um að fara krákustíg, stefna sitt á hvað. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:511) er þess getið að sögnin sé tökuorð úr dönsku krydse í sömu merkingu. Þótt bæði orðin séu til í íslensku er sambandið sjálft fengið að láni úr dönsku på kryds og tværs í sömu merkingu og íslenska orðasambandið.

Kruss er komið úr sjómannamál. Með hjálp áttavita geta menn gætt sín að fara ekki þvers og kruss!

Mynd:

...