Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?

Guðrún Kvaran

Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins gefin danska skýringin ‘Sidstning’.

Það er tekið upp í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals 1920–24 og er þar giskað á að orðið síðkast sé komið úr sjómannamáli. Samkvæmt Sigfúsi getur kast merkt ‘róður’ og hefur hann dæmi um það úr Árnessýslu. Ef -kast í síðkast er í merkingunni ‘róður’ getur síðkast merkt ‘síðasti róður’. Síð- hefur þá svipaða merkingu og í síðdegi, síðkvöld, það er seint á degi eða kvöldi.


Síðkast gæti merkt 'síðasti róður'.

Í Espihólsannál frá fyrri hluta 18. aldar er talað um að leggja kast og er þar líklega átt við að leggja net. Síðkast gæti því einnig merkt ‘síðasta netlögnin’ eða ‘net lagt seint á degi’.

Bæði þekkist að tala um fyrsta kastið í merkingunni ‘fyrst um sinn’ og annað kastið ‘öðru hverju’. Vel er hugsanlegt að þessi orðasambönd eigi einnig upprunalega rætur að rekja til sjómannamáls en allt eru þetta ágiskanir.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.4.2008

Spyrjandi

Grétar Guðmundur Sæmundsson, f. 1994

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7359.

Guðrún Kvaran. (2008, 21. apríl). Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7359

Guðrún Kvaran. „Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7359>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?
Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins gefin danska skýringin ‘Sidstning’.

Það er tekið upp í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals 1920–24 og er þar giskað á að orðið síðkast sé komið úr sjómannamáli. Samkvæmt Sigfúsi getur kast merkt ‘róður’ og hefur hann dæmi um það úr Árnessýslu. Ef -kast í síðkast er í merkingunni ‘róður’ getur síðkast merkt ‘síðasti róður’. Síð- hefur þá svipaða merkingu og í síðdegi, síðkvöld, það er seint á degi eða kvöldi.


Síðkast gæti merkt 'síðasti róður'.

Í Espihólsannál frá fyrri hluta 18. aldar er talað um að leggja kast og er þar líklega átt við að leggja net. Síðkast gæti því einnig merkt ‘síðasta netlögnin’ eða ‘net lagt seint á degi’.

Bæði þekkist að tala um fyrsta kastið í merkingunni ‘fyrst um sinn’ og annað kastið ‘öðru hverju’. Vel er hugsanlegt að þessi orðasambönd eigi einnig upprunalega rætur að rekja til sjómannamáls en allt eru þetta ágiskanir.

Mynd:...