Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið að slaka á klónni, sem í nútímamáli er notað um að 'gefa eftir, lina tök' er komið úr sjómannamáli. Kló var í fornu máli notað um lykkju sem fest var í seglröndina eða hornið að neðanverðu, seglskautið. Í gegnum hana voru reipi dregin sem fest voru við seglskautið.

Ef veður versnaði, vindur jókst og draga þurfti segl niður, var slakað á klónni, það er gefið eftir í böndunum. Elstu dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans um að farið væri að nota þetta orðasamband í yfirfærðri merkingu eru frá síðari hluta 19. aldar.

Heimildir:
  • Seðlasöfn Orðabókar Háskólans.
  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Bls. 271. Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1891. Ordbog over det gamle norske sprog. Bls. 298.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.11.2003

Spyrjandi

Fjóla Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2003, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3883.

Guðrún Kvaran. (2003, 24. nóvember). Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3883

Guðrún Kvaran. „Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2003. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3883>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?
Orðatiltækið að slaka á klónni, sem í nútímamáli er notað um að 'gefa eftir, lina tök' er komið úr sjómannamáli. Kló var í fornu máli notað um lykkju sem fest var í seglröndina eða hornið að neðanverðu, seglskautið. Í gegnum hana voru reipi dregin sem fest voru við seglskautið.

Ef veður versnaði, vindur jókst og draga þurfti segl niður, var slakað á klónni, það er gefið eftir í böndunum. Elstu dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans um að farið væri að nota þetta orðasamband í yfirfærðri merkingu eru frá síðari hluta 19. aldar.

Heimildir:
  • Seðlasöfn Orðabókar Háskólans.
  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Bls. 271. Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1891. Ordbog over det gamle norske sprog. Bls. 298.

...