Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Þórdís Kristinsdóttir

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni.

Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum líkamans við sýkingum eða öðru áreiti. Prostaglandín nefnist flokkur efna sem eru afleiður fitusýra og myndast við högg, sýkingu eða annað áfall. Prostaglandín tengist nokkrum gerðum G-prótínviðtaka og er virkni þess ólík eftir því hvaða viðtaka það tengist.

Helstu áhrif prostaglandína í bólgusvari eru sársauki, hiti og bólga. Nokkrir flokkar lyfja virka gegn prostaglandíni og þar ber helst að nefna svokölluð NSAID-lyf (e. non-steroidal anti-inflammitory drugs, það er bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Þetta eru meðal annars aspirín, íbúfen og naproxen. Aðrir flokkar bólgueyðandi lyfja sem einnig vinna gegn virkni prostaglandína eru kortikósterar (e. corticosteroids) og cýklópentenón prostaglandín.

Bólgueyðandi lyf brjóta ekki niður vöðva eða hindra uppbyggingu þeirra. Hins vegar hafa þau áhrif á bólgusvar í líkamanum.

NSAID-lyfin koma í veg fyrir virkni ensímsins cýkló-oxýgenasa (COX) og hemja þannig myndun prostaglandína í líkamanum. Samtímis stöðvast myndun á nauðsynlegum myndefnum prostaglandína. COX hvatar einnig myndun þromboxans sem veldur samloðun blóðflagna. Með því að hemja COX-ensímið fást því í senn bólgueyðandi, verkjastillandi og blóðþynnandi áhrif og þar með dregur úr bólgusvarinu.

NSAID-lyfin eru einnig talin verka á hitastjórnstöð í undirstúku heilans, þau víkka útlægar æðar og auka hitatap með auknu blóðflæði til húðar og eru því hitalækkandi. Þessi lyf má nota almennt við öllum verkjum og bólgu, svo sem bakverk, tíðaverk, höfuðverk, verk eftir aðgerð og bólgu vegna meiðsla.

Helstu aukaverkanir NSAID-lyfja eru áhrif á meltingarveg, svo sem ógleði, niðurgangur, kviðverkir og aukin hætta á blæðingum. Aðrar sjaldgæfar aukaverkanir eru höfuðverkur, útbrot og svimi. Þeim sem hættir til að fá magasár og -bólgur er ekki ráðlagt að taka NSAID-lyf og sama gildir um astmasjúklinga, en astmi getur versnað við inntöku. Þeir sem hafa dreyrasýki eða aðra blæðingasjúkdóma ættu einnig að forðast lyfin. NSAID-lyf eru oftast afgreidd með lyfseðli en nokkur, svo sem aspirín/magnýl, íbúfen og naproxen, má kaupa í lausasölu.

Auk taflna eru til NSAID-lyf sem borin eru beint á húðina. Lyfið er þá borið á aum eða bólgin svæði og nuddað inn í húðina í nokkrar mínútur. Með þessum hætti fæst staðbundin verkun lyfsins og takmarkar það aukaverkanir, svo sem í meltingarvegi.

Undir venjulegum kringumstæðum er notkun ólyfseðilsskyldra bólgueyðandi lyfja hættulaus en varast skal að taka slík lyf inn í óhófi. Einnig er mikilvægt að kynna sér vel fylgiseðla lyfja þar sem þau geta haft slæm gagnverkandi áhrif á önnur lyf.

Heimildir og mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2012

Spyrjandi

Hildigunnur Magnúsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2012, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61709.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 28. febrúar). Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61709

Þórdís Kristinsdóttir. „Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2012. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61709>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?
Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni.

Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum líkamans við sýkingum eða öðru áreiti. Prostaglandín nefnist flokkur efna sem eru afleiður fitusýra og myndast við högg, sýkingu eða annað áfall. Prostaglandín tengist nokkrum gerðum G-prótínviðtaka og er virkni þess ólík eftir því hvaða viðtaka það tengist.

Helstu áhrif prostaglandína í bólgusvari eru sársauki, hiti og bólga. Nokkrir flokkar lyfja virka gegn prostaglandíni og þar ber helst að nefna svokölluð NSAID-lyf (e. non-steroidal anti-inflammitory drugs, það er bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Þetta eru meðal annars aspirín, íbúfen og naproxen. Aðrir flokkar bólgueyðandi lyfja sem einnig vinna gegn virkni prostaglandína eru kortikósterar (e. corticosteroids) og cýklópentenón prostaglandín.

Bólgueyðandi lyf brjóta ekki niður vöðva eða hindra uppbyggingu þeirra. Hins vegar hafa þau áhrif á bólgusvar í líkamanum.

NSAID-lyfin koma í veg fyrir virkni ensímsins cýkló-oxýgenasa (COX) og hemja þannig myndun prostaglandína í líkamanum. Samtímis stöðvast myndun á nauðsynlegum myndefnum prostaglandína. COX hvatar einnig myndun þromboxans sem veldur samloðun blóðflagna. Með því að hemja COX-ensímið fást því í senn bólgueyðandi, verkjastillandi og blóðþynnandi áhrif og þar með dregur úr bólgusvarinu.

NSAID-lyfin eru einnig talin verka á hitastjórnstöð í undirstúku heilans, þau víkka útlægar æðar og auka hitatap með auknu blóðflæði til húðar og eru því hitalækkandi. Þessi lyf má nota almennt við öllum verkjum og bólgu, svo sem bakverk, tíðaverk, höfuðverk, verk eftir aðgerð og bólgu vegna meiðsla.

Helstu aukaverkanir NSAID-lyfja eru áhrif á meltingarveg, svo sem ógleði, niðurgangur, kviðverkir og aukin hætta á blæðingum. Aðrar sjaldgæfar aukaverkanir eru höfuðverkur, útbrot og svimi. Þeim sem hættir til að fá magasár og -bólgur er ekki ráðlagt að taka NSAID-lyf og sama gildir um astmasjúklinga, en astmi getur versnað við inntöku. Þeir sem hafa dreyrasýki eða aðra blæðingasjúkdóma ættu einnig að forðast lyfin. NSAID-lyf eru oftast afgreidd með lyfseðli en nokkur, svo sem aspirín/magnýl, íbúfen og naproxen, má kaupa í lausasölu.

Auk taflna eru til NSAID-lyf sem borin eru beint á húðina. Lyfið er þá borið á aum eða bólgin svæði og nuddað inn í húðina í nokkrar mínútur. Með þessum hætti fæst staðbundin verkun lyfsins og takmarkar það aukaverkanir, svo sem í meltingarvegi.

Undir venjulegum kringumstæðum er notkun ólyfseðilsskyldra bólgueyðandi lyfja hættulaus en varast skal að taka slík lyf inn í óhófi. Einnig er mikilvægt að kynna sér vel fylgiseðla lyfja þar sem þau geta haft slæm gagnverkandi áhrif á önnur lyf.

Heimildir og mynd:

...