Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og gefum þeim ákveðin númer (ártöl fyrir eða eftir Krist eða eitthvað annað).

Við teljum líka sólarhringana og gefum þeim nöfn og númer innan hvers árs. Styttri tímaeiningar eru svo valdir hlutar af sólarhringum: klukkustundir, mínútur, sekúndur. Lengri tímabil eru afmörkuð með því að nota tugakerfið til að skipa ákveðnum fjölda ára niður í áratugi, aldir og þúsaldir. Í sagnfræði eru þessi náttúrlegu tímabil notuð mikið. Atburðum er markaður staður í tíma með því að nefna ártöl og dagsetningar. Talað er um einkenni 12. aldar eða fjórða áratugar 20. aldar.

Þessi náttúrlega og tölfræðilega skipulagning tímans er samt ófullnægjandi í sagnfræði vegna þess að í hverju mannlegu samfélagi hafa ákveðin tímabil ákveðin einkenni sem gera hentugt að geta talað um þau í einu lagi og nefnt þau með nafni. Slík tímabil byrja hvorki né enda á mótum alda eða áratuga, nema þá stöku sinnum fyrir tilviljun.

Við höldum til dæmis að tímabilið frá því snemma á 10. öld (930 er venjulega sagt, með nokkrum rökum) fram um 1262–64 hafi einkennst af því að pólitísk völd voru einkum í höndum svokallaðra goða, með vissum tilstyrk bænda, án þess að nokkur þjóðhöfðingi réði yfir landinu eða þar væri nokkurt eiginlegt ríkisvald. Því hefur þessi tími verið afmarkaður í ritum um Íslandssögu og kallaður þjóðveldisöld eða goðaveldisöld.

Stjórnskipunarbreytingar eru þannig augljósustu mörk tímaskeiða. Þó er ekkert heildarsamkomulag um það meðal fræðimanna hvernig eigi að skipta Íslandssögunni í tímabil, og enga Íslandssögubók þekki ég þar sem skipt er eingöngu eftir breytingum á stjórnskipun og valdakerfum. Þótt gjarnan sé talað um þjóðveldisöldina sem eitt tímabil hefur henni líka verið skipt niður í styttri skeið, allt eftir þörfum hvers rits og smekk höfundar. Svo dæmi sé tekið skipti Jón J. Aðils Íslandssögunni niður í tíu tímaskeið í námsbók sinni, Íslandssögu, árið 1915, þó án þess að gefa þeim öllum nöfn:
  • Landnámsöld um 870–930
  • Söguöld 930–1030
  • Íslenska kirkjan í elstu tíð 1030–1152
  • Sturlungaöld 1152–1262
  • Ísland undir stjórn Noregskonunga og uppgangur kennimanna 1262–1400
  • Kirkjuvald 1400–1550
  • Konungsvald 1550–1683
  • Einveldi og einokun 1683–1800
  • Viðreisnarbarátta 1801–1874
  • Framsókn 1875–1915
Í einhverri nýjustu bókinni um sögu Íslands frá upphafi til samtímans, Iceland's 1100 Years eftir undirritaðan (2000), er sögunni aftur á móti skipt í fjögur tímabil sem mætti kalla á íslensku:
  • Landnáms- og þjóðveldisöld um 870–1262
  • Undir útlendri stjórn 1262 – um 1800
  • Þjóðríkismyndun 1809–1918
  • Umbyltingin mikla á 20. öld
Hér eru stjórnskipunarbreytingar lengst af látnar ráða skiptingunni, en síðasta skeiðið, sem skarast raunar svolítið við það næstsíðasta, markast þó af upphafi tæknibyltingar í sjávarútvegi. Þannig er unnt að nota mismunandi samfélagsþætti til tímabilaskiptingar, og fer það þá væntanlega helst eftir söguskoðun höfundar, mati hans á því hvað skipti mestu máli í framvindu sögunnar, hvaða þætti hann velur helst.

Nú geta sögufróðir lesendur spreytt sig á því að greina hvaða tímamót hafa ráðið skiptingunni hjá hvorum höfundi fyrir sig – og meta hve heppilega þau eru valin. Það á nefnilega vel við um tímabilaskiptingu í sögu sem er haft eftir Njáli á Bergþórshvoli, að allt orkar tvímælis, þá gert er. Engin tímabilaskipting er rétt í neinum algildum skilningi, en þær geta engu að síður verið misjafnlega skýrar og fróðlegar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Gunnar Karlsson: Iceland’s 1100 Years. The History of a Marginal Society. London, C. Hurst, 2000.
  • Jón J. Aðils: Íslandssaga. Reykjavík, Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, 1915.

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.1.2004

Spyrjandi

Gerður Ingvarsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3957.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2004, 20. janúar). Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3957

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3957>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?
Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og gefum þeim ákveðin númer (ártöl fyrir eða eftir Krist eða eitthvað annað).

Við teljum líka sólarhringana og gefum þeim nöfn og númer innan hvers árs. Styttri tímaeiningar eru svo valdir hlutar af sólarhringum: klukkustundir, mínútur, sekúndur. Lengri tímabil eru afmörkuð með því að nota tugakerfið til að skipa ákveðnum fjölda ára niður í áratugi, aldir og þúsaldir. Í sagnfræði eru þessi náttúrlegu tímabil notuð mikið. Atburðum er markaður staður í tíma með því að nefna ártöl og dagsetningar. Talað er um einkenni 12. aldar eða fjórða áratugar 20. aldar.

Þessi náttúrlega og tölfræðilega skipulagning tímans er samt ófullnægjandi í sagnfræði vegna þess að í hverju mannlegu samfélagi hafa ákveðin tímabil ákveðin einkenni sem gera hentugt að geta talað um þau í einu lagi og nefnt þau með nafni. Slík tímabil byrja hvorki né enda á mótum alda eða áratuga, nema þá stöku sinnum fyrir tilviljun.

Við höldum til dæmis að tímabilið frá því snemma á 10. öld (930 er venjulega sagt, með nokkrum rökum) fram um 1262–64 hafi einkennst af því að pólitísk völd voru einkum í höndum svokallaðra goða, með vissum tilstyrk bænda, án þess að nokkur þjóðhöfðingi réði yfir landinu eða þar væri nokkurt eiginlegt ríkisvald. Því hefur þessi tími verið afmarkaður í ritum um Íslandssögu og kallaður þjóðveldisöld eða goðaveldisöld.

Stjórnskipunarbreytingar eru þannig augljósustu mörk tímaskeiða. Þó er ekkert heildarsamkomulag um það meðal fræðimanna hvernig eigi að skipta Íslandssögunni í tímabil, og enga Íslandssögubók þekki ég þar sem skipt er eingöngu eftir breytingum á stjórnskipun og valdakerfum. Þótt gjarnan sé talað um þjóðveldisöldina sem eitt tímabil hefur henni líka verið skipt niður í styttri skeið, allt eftir þörfum hvers rits og smekk höfundar. Svo dæmi sé tekið skipti Jón J. Aðils Íslandssögunni niður í tíu tímaskeið í námsbók sinni, Íslandssögu, árið 1915, þó án þess að gefa þeim öllum nöfn:
  • Landnámsöld um 870–930
  • Söguöld 930–1030
  • Íslenska kirkjan í elstu tíð 1030–1152
  • Sturlungaöld 1152–1262
  • Ísland undir stjórn Noregskonunga og uppgangur kennimanna 1262–1400
  • Kirkjuvald 1400–1550
  • Konungsvald 1550–1683
  • Einveldi og einokun 1683–1800
  • Viðreisnarbarátta 1801–1874
  • Framsókn 1875–1915
Í einhverri nýjustu bókinni um sögu Íslands frá upphafi til samtímans, Iceland's 1100 Years eftir undirritaðan (2000), er sögunni aftur á móti skipt í fjögur tímabil sem mætti kalla á íslensku:
  • Landnáms- og þjóðveldisöld um 870–1262
  • Undir útlendri stjórn 1262 – um 1800
  • Þjóðríkismyndun 1809–1918
  • Umbyltingin mikla á 20. öld
Hér eru stjórnskipunarbreytingar lengst af látnar ráða skiptingunni, en síðasta skeiðið, sem skarast raunar svolítið við það næstsíðasta, markast þó af upphafi tæknibyltingar í sjávarútvegi. Þannig er unnt að nota mismunandi samfélagsþætti til tímabilaskiptingar, og fer það þá væntanlega helst eftir söguskoðun höfundar, mati hans á því hvað skipti mestu máli í framvindu sögunnar, hvaða þætti hann velur helst.

Nú geta sögufróðir lesendur spreytt sig á því að greina hvaða tímamót hafa ráðið skiptingunni hjá hvorum höfundi fyrir sig – og meta hve heppilega þau eru valin. Það á nefnilega vel við um tímabilaskiptingu í sögu sem er haft eftir Njáli á Bergþórshvoli, að allt orkar tvímælis, þá gert er. Engin tímabilaskipting er rétt í neinum algildum skilningi, en þær geta engu að síður verið misjafnlega skýrar og fróðlegar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Gunnar Karlsson: Iceland’s 1100 Years. The History of a Marginal Society. London, C. Hurst, 2000.
  • Jón J. Aðils: Íslandssaga. Reykjavík, Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, 1915.
...