Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?

Ritstjórn Vísindavefsins

Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyrir sér hvernig sé hægt að sannfæra fyrrverandi maka sinn um að gefa þeim annað tækifæri.

Dapur köttur.

Vísindalegar aðferðir sem byggjast á tilgátum og endurteknum tilraunum hafa reynst gríðarlega árangursríkar þegar kemur að því að útskýra hegðun öreinda og sameinda, og þeim hefur líka verið beitt með einhverjum árangri á stærri samfélög manna. En þegar kemur að því að útskýra hegðun einstaklinga hafa lögmál vísindanna ekki gefið mikið í aðra hönd hingað til; fólk er jafn misjafnt og það er margt, og ástæður þess fyrir gjörðum þeirra eru hendingum háðar.

Til að geta gefið lesendum okkar einhver ráð verðum við því að yfirgefa tilraunir og tilgátur vísindanna, og reyna að finna einhver einstök dæmi þar sem sundurlæg pör hafa náð saman aftur. Útkoman úr þeim athugunum verður kannski ekki jafn viss eða nákvæm og okkur þætti best á kosið, en við verðum að taka því sem að okkur er rétt. Til allrar hamingju er til aragrúi vandaðra heimildarmynda um þær aðstæður sem spurt er um, og því af nógu að taka. Við munum aðeins ræða um nokkrar þessara heimildarmynda hér, en treystum því að lesendur geti aflað sér frekari upplýsinga á eigin spýtur.



Til að hámarksárangur náist er mikilvægt að halda gettóblasternum hátt á lofti.

Fyrsta tilraunin sem lesendur geta prófað var framkvæmd í myndinni Say anything frá árinu 1989 eftir Cameron Crowe. Þar tekst John Cusack að ná aftur ástum fyrrverandi kærustunnar sinnar með því að standa fyrir utan húsið hennar, halda stórum gettóblaster yfir höfðinu, og spila lagið In your eyes eftir kynþokkafulla trommarann Peter Gabriel á fullum styrk. Við á Vísindavefnum þorum ekki að fullyrða hvort lagavalið hafi ráðið úrslitum um útkomuna, eða hvort það hafi skipt máli að Cusack spilaði lagið af kassettu eða ekki, en sennilega er vænlegast til árangurs að endurskapa upprunalegu aðstæðurnar eins vel og hægt er. Fæstir eiga líklega gettóblaster sem spilar kassettur og því líklegast að menn noti geisladisk. Ef tilraunin mislukkast, er vert að endurtaka hana með kassettutæki og auka hljóðstyrkinn um 10 desíbel.

Ef fyrrverandi maki lesenda er aftur á móti vændiskona eða hórkarl að atvinnu gæti verið betra að líta til heimildarmyndarinnar Pretty woman, sem kom út árið 1990. Í henni segir frá hæðum og lægðum í sambandi Richards Gere og Juliu Roberts, þar sem annað hefur lifibrauð sitt af vændi en hitt af því að vera Richard Gere. Samkvæmt Pretty woman er óbrigðult ráð til að ná aftur saman við sinn fyrrverandi að sigrast á lofthræðslu, klifra upp neyðarútganginn að íbúð þeirra, og rétta viðkomandi blómvönd. Í samanburði við afspilunina á Peter Gabriel verður þetta ráð að teljast heldur sértækt, því líklega er afar sjaldgæft að fyrrum maki manns starfi við vændi.



Amor hefur sagt skilið við ástarörvarnar og uppfært ímynd sína fyrir 21. öldina.

Þó þessar tvær hugmyndir séu ágætar til síns brúks, þá taka þær ekki sérstaklega tillit til þess tíma sem við lifum á. Til að bæta úr þessu skulum við skoða eina nýlegustu heimildarmyndina um samband sem hefur tekist að bæta, en því eru gerð skil í kvikmyndinni Cloverfield sem kom út fyrr á árinu. Þar segir frá gleðskapi nokkurra vina sem fer alvarlega úr böndunum þegar 30 hæða hátt skrímsli ræðst á New York, og í kjölfar þess fylgjumst við með tilraunum Michael Stahl-Davis til að finna fyrrverandi kærustuna sína í miðri eyðileggingunni. Aðallexían sem virðist vera hægt að læra af Cloverfield er sú að ekkert tjáir ást eins og að eyða síðkvöldi á flótta undan tröllvöxnum ófreskjum og sníkjudýrunum þeirra.

Nú eru auðvitað einhverjir vankantar á hugmyndunum sem hafa verið reifaðar hér að ofan. Í fyrsta lagi er víða talinn dónaskapur að vera með hávaða á almannafæri, svo Peter Gabriel verður að víkja fyrir kurteisinni. Í öðru lagi ber að íhuga að þó kaup á vændi séu ekki refsiverð á Íslandi hljóta þau að vera á siðferðislega gráu svæði, og þar að auki er einfalt að mistúlka klifur upp neyðarútganga í húsum sem innbrotstilraun. Og í þriðja lagi er skrímslaárás vart bætandi ofan á hefðbundna ástarsorg, en hamfarir af völdum gangandi skýjakljúfa eru líka afar sjaldgæfar, svo tímasetning allra atburða þyrfti að vera til fyrirmyndar til að finna skrímslinu eðlilegan stað í tilhugalífinu.

Þrátt fyrir þessa galla er engu að síður ýmislegt sem mælir með þessum úrræðum. Þau hafa jú tekist að minnsta kosti einu sinni, og svo sem engin ástæða til að halda að þau virki ekki aftur. Þeir fiska sem róa.

Tengt efni á Vísindavefnum:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn leynast í því, þá lentu þau þar fyrir misskilning.

Útgáfudagur

22.8.2008

Spyrjandi

Guðmundur Rúnar Einarsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14789.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2008, 22. ágúst). Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14789

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14789>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?
Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyrir sér hvernig sé hægt að sannfæra fyrrverandi maka sinn um að gefa þeim annað tækifæri.

Dapur köttur.

Vísindalegar aðferðir sem byggjast á tilgátum og endurteknum tilraunum hafa reynst gríðarlega árangursríkar þegar kemur að því að útskýra hegðun öreinda og sameinda, og þeim hefur líka verið beitt með einhverjum árangri á stærri samfélög manna. En þegar kemur að því að útskýra hegðun einstaklinga hafa lögmál vísindanna ekki gefið mikið í aðra hönd hingað til; fólk er jafn misjafnt og það er margt, og ástæður þess fyrir gjörðum þeirra eru hendingum háðar.

Til að geta gefið lesendum okkar einhver ráð verðum við því að yfirgefa tilraunir og tilgátur vísindanna, og reyna að finna einhver einstök dæmi þar sem sundurlæg pör hafa náð saman aftur. Útkoman úr þeim athugunum verður kannski ekki jafn viss eða nákvæm og okkur þætti best á kosið, en við verðum að taka því sem að okkur er rétt. Til allrar hamingju er til aragrúi vandaðra heimildarmynda um þær aðstæður sem spurt er um, og því af nógu að taka. Við munum aðeins ræða um nokkrar þessara heimildarmynda hér, en treystum því að lesendur geti aflað sér frekari upplýsinga á eigin spýtur.



Til að hámarksárangur náist er mikilvægt að halda gettóblasternum hátt á lofti.

Fyrsta tilraunin sem lesendur geta prófað var framkvæmd í myndinni Say anything frá árinu 1989 eftir Cameron Crowe. Þar tekst John Cusack að ná aftur ástum fyrrverandi kærustunnar sinnar með því að standa fyrir utan húsið hennar, halda stórum gettóblaster yfir höfðinu, og spila lagið In your eyes eftir kynþokkafulla trommarann Peter Gabriel á fullum styrk. Við á Vísindavefnum þorum ekki að fullyrða hvort lagavalið hafi ráðið úrslitum um útkomuna, eða hvort það hafi skipt máli að Cusack spilaði lagið af kassettu eða ekki, en sennilega er vænlegast til árangurs að endurskapa upprunalegu aðstæðurnar eins vel og hægt er. Fæstir eiga líklega gettóblaster sem spilar kassettur og því líklegast að menn noti geisladisk. Ef tilraunin mislukkast, er vert að endurtaka hana með kassettutæki og auka hljóðstyrkinn um 10 desíbel.

Ef fyrrverandi maki lesenda er aftur á móti vændiskona eða hórkarl að atvinnu gæti verið betra að líta til heimildarmyndarinnar Pretty woman, sem kom út árið 1990. Í henni segir frá hæðum og lægðum í sambandi Richards Gere og Juliu Roberts, þar sem annað hefur lifibrauð sitt af vændi en hitt af því að vera Richard Gere. Samkvæmt Pretty woman er óbrigðult ráð til að ná aftur saman við sinn fyrrverandi að sigrast á lofthræðslu, klifra upp neyðarútganginn að íbúð þeirra, og rétta viðkomandi blómvönd. Í samanburði við afspilunina á Peter Gabriel verður þetta ráð að teljast heldur sértækt, því líklega er afar sjaldgæft að fyrrum maki manns starfi við vændi.



Amor hefur sagt skilið við ástarörvarnar og uppfært ímynd sína fyrir 21. öldina.

Þó þessar tvær hugmyndir séu ágætar til síns brúks, þá taka þær ekki sérstaklega tillit til þess tíma sem við lifum á. Til að bæta úr þessu skulum við skoða eina nýlegustu heimildarmyndina um samband sem hefur tekist að bæta, en því eru gerð skil í kvikmyndinni Cloverfield sem kom út fyrr á árinu. Þar segir frá gleðskapi nokkurra vina sem fer alvarlega úr böndunum þegar 30 hæða hátt skrímsli ræðst á New York, og í kjölfar þess fylgjumst við með tilraunum Michael Stahl-Davis til að finna fyrrverandi kærustuna sína í miðri eyðileggingunni. Aðallexían sem virðist vera hægt að læra af Cloverfield er sú að ekkert tjáir ást eins og að eyða síðkvöldi á flótta undan tröllvöxnum ófreskjum og sníkjudýrunum þeirra.

Nú eru auðvitað einhverjir vankantar á hugmyndunum sem hafa verið reifaðar hér að ofan. Í fyrsta lagi er víða talinn dónaskapur að vera með hávaða á almannafæri, svo Peter Gabriel verður að víkja fyrir kurteisinni. Í öðru lagi ber að íhuga að þó kaup á vændi séu ekki refsiverð á Íslandi hljóta þau að vera á siðferðislega gráu svæði, og þar að auki er einfalt að mistúlka klifur upp neyðarútganga í húsum sem innbrotstilraun. Og í þriðja lagi er skrímslaárás vart bætandi ofan á hefðbundna ástarsorg, en hamfarir af völdum gangandi skýjakljúfa eru líka afar sjaldgæfar, svo tímasetning allra atburða þyrfti að vera til fyrirmyndar til að finna skrímslinu eðlilegan stað í tilhugalífinu.

Þrátt fyrir þessa galla er engu að síður ýmislegt sem mælir með þessum úrræðum. Þau hafa jú tekist að minnsta kosti einu sinni, og svo sem engin ástæða til að halda að þau virki ekki aftur. Þeir fiska sem róa.

Tengt efni á Vísindavefnum:


Við bendum þeim sem ekki hafa áttað sig á því að þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver sannleikskorn leynast í því, þá lentu þau þar fyrir misskilning....