Sólin Sólin Rís 07:48 • sest 18:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:19 • Sest 25:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:15 • Síðdegis: 15:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík

Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?

Ritstjórn Vísindavefsins

Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er".

Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any key"-hnappurinn skýrt merktur eins og sjá má á myndinni.Ekki eru þó allir svo vel settir að eiga svona gott lyklaborð. Eftir að hafa ráðfært okkur við lyklaborðafræðinga fengum við þær upplýsingar að „any key"-hnappurinn muni vera neðan á venjulegum lyklaborðum. Styðja má á hann með því að styðja á hvaða hnapp sem er ofan á lyklaborðinu þar sem hann lætur þá undan þrýstingnum. Alls ekki er þó ráðlegt að snúa lyklaborðinu við til að skoða þennan hnapp þar sem slík meðferð getur skemmt lyklaborðið og hnapparnir ofan á dottið af.

Ljóst er að tölvur eru fleiri kostum búnar en flesta grunar. Til dæmis komst ritstjórnin nýlega að raun um að statífið á tölvunni sem ætlað er til að geyma kaffibolla má einnig nota fyrir geisladiska sem tölvan getur svo spilað eða lesið gögn af.

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega. Þess má líka geta að spyrjandi hefur póstfang heilags anda þannig að við vitum ekki hversu jarðneskur hann er.

Myndin er fengin af vefsetrinu Computer Gear

Útgáfudagur

6.4.2001

Spyrjandi

Egill Þorvarðarson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2001. Sótt 5. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=1479.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 6. apríl). Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1479

Ritstjórn Vísindavefsins. „Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2001. Vefsíða. 5. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1479>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur skipunin „press any key". Hvar er þessi hnappur?
Til skýringar er rétt að geta þess að "any key" þýðir "hvaða hnappur sem er".

Við á ritstjórn Vísindavefsins áttum lengi í vandræðum með að finna þennan gagnlega hnapp. Á endanum var brugðið á það ráð að fjárfesta í nýjum lyklaborðum handa starfsfólkinu til að leysa þennan vanda. Á þessum lyklaborðum er „any key"-hnappurinn skýrt merktur eins og sjá má á myndinni.Ekki eru þó allir svo vel settir að eiga svona gott lyklaborð. Eftir að hafa ráðfært okkur við lyklaborðafræðinga fengum við þær upplýsingar að „any key"-hnappurinn muni vera neðan á venjulegum lyklaborðum. Styðja má á hann með því að styðja á hvaða hnapp sem er ofan á lyklaborðinu þar sem hann lætur þá undan þrýstingnum. Alls ekki er þó ráðlegt að snúa lyklaborðinu við til að skoða þennan hnapp þar sem slík meðferð getur skemmt lyklaborðið og hnapparnir ofan á dottið af.

Ljóst er að tölvur eru fleiri kostum búnar en flesta grunar. Til dæmis komst ritstjórnin nýlega að raun um að statífið á tölvunni sem ætlað er til að geyma kaffibolla má einnig nota fyrir geisladiska sem tölvan getur svo spilað eða lesið gögn af.

Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka það bókstaflega. Þess má líka geta að spyrjandi hefur póstfang heilags anda þannig að við vitum ekki hversu jarðneskur hann er.

Myndin er fengin af vefsetrinu Computer Gear

...