Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?

Margrét Eva Þórðardóttir

Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar.

Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna. Til öryggis er sellan yfirleitt pökkuð inn í málm- eða plasthulstur. Munurinn á sellu og rafhlöðu er að rafhlaða inniheldur yfirleitt margar sellur tengdar saman.

Þegar rafhlaða er tengd, til dæmis sett í vasaljós, taka rafskautin og rafvökvinn þátt í efnahvarfi og mynda jónir. Á sama tíma og jónir færast í gegnum rafvökvann ferðast rafeindir frá öðru rafskautinu yfir í hitt rafskautið og gefa rafmagn. Þá kviknar á vasaljósinu. Þetta ferli heldur áfram þangað til rafvökvinn er óvirkur og getur því ekki borið fleiri jónir í gegnum vökvann. Á þeim tímapunkti hætta rafeindir að ferðast á milli rafskauta og rafhlaðan hefur afhlaðist, það er hún er tóm.

Í rafhlöðum sem hægt er að hlaða er rafvökvinn virkjaður aftur með hleðslutæki. Þegar rafhlaðan er hlaðin þá gerist það sama og þegar hún er afhlaðin nema efnahvarfið fer í andstæða stefnu. Í staðinn fyrir að breyta efnaorku í raforku, þá er raforku breytt í efnaorku. Rafhlaðan fær raforku frá hleðslutækinu og rafeindir hreyfast frá öðru rafskautinu yfir í hitt skautið. Á sama tíma færast jónir í gegnum rafvökvann eins og áður nema í andstæða stefnu við afhleðslu þangað til rafhlaðan inniheldur jafnmikla orku og í upphafi.

Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna.

Ástæðan fyrir því að sumar rafhlöður eru endurhlaðanlegar en aðrar ekki eru málmarnir sem rafskautin innihalda. Algengustu rafhlöðurnar eru svokallaðar sink-kolefnisrafhlöður. Þær eru ekki endurhlaðanlegar þar sem efnahvörfin sem myndast á milli rafvökvans og rafskautana geta ekki gengið í báðar áttir eins og nauðsynlegt er til að endurhlaða rafhlöðuna.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Margrét Eva Þórðardóttir

meistaranemi í eðlisfræði

Útgáfudagur

31.3.2017

Spyrjandi

Björgvin Rúnar, Hermann Karl Björnsson

Tilvísun

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2017, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14877.

Margrét Eva Þórðardóttir. (2017, 31. mars). Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14877

Margrét Eva Þórðardóttir. „Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2017. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14877>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?
Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar.

Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna. Til öryggis er sellan yfirleitt pökkuð inn í málm- eða plasthulstur. Munurinn á sellu og rafhlöðu er að rafhlaða inniheldur yfirleitt margar sellur tengdar saman.

Þegar rafhlaða er tengd, til dæmis sett í vasaljós, taka rafskautin og rafvökvinn þátt í efnahvarfi og mynda jónir. Á sama tíma og jónir færast í gegnum rafvökvann ferðast rafeindir frá öðru rafskautinu yfir í hitt rafskautið og gefa rafmagn. Þá kviknar á vasaljósinu. Þetta ferli heldur áfram þangað til rafvökvinn er óvirkur og getur því ekki borið fleiri jónir í gegnum vökvann. Á þeim tímapunkti hætta rafeindir að ferðast á milli rafskauta og rafhlaðan hefur afhlaðist, það er hún er tóm.

Í rafhlöðum sem hægt er að hlaða er rafvökvinn virkjaður aftur með hleðslutæki. Þegar rafhlaðan er hlaðin þá gerist það sama og þegar hún er afhlaðin nema efnahvarfið fer í andstæða stefnu. Í staðinn fyrir að breyta efnaorku í raforku, þá er raforku breytt í efnaorku. Rafhlaðan fær raforku frá hleðslutækinu og rafeindir hreyfast frá öðru rafskautinu yfir í hitt skautið. Á sama tíma færast jónir í gegnum rafvökvann eins og áður nema í andstæða stefnu við afhleðslu þangað til rafhlaðan inniheldur jafnmikla orku og í upphafi.

Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er sella sem inniheldur tvö rafskaut og rafvökva á milli rafskautanna.

Ástæðan fyrir því að sumar rafhlöður eru endurhlaðanlegar en aðrar ekki eru málmarnir sem rafskautin innihalda. Algengustu rafhlöðurnar eru svokallaðar sink-kolefnisrafhlöður. Þær eru ekki endurhlaðanlegar þar sem efnahvörfin sem myndast á milli rafvökvans og rafskautana geta ekki gengið í báðar áttir eins og nauðsynlegt er til að endurhlaða rafhlöðuna.

Heimildir:

Mynd:

...