Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?

Guðrún Kvaran

Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull.


Baðmull vex á runnum, ekki trjám.

Ástæða þess að baðmur var valið í fyrri samsetningarliðinn er sú að þýska orðið Baumwolle er að baki danska orðinu eða réttara sagt lágþýsk mynd þess, bōmwulle, sett saman af bōm ‛tré’ og wulle ‛ull’. Þýska orðið Baumwolle, í miðháþýsku boumwolle, er talið orðið til þegar arabar fóru að flytja bómull frá Indlandi. Hún þótti minna á ull og óx á trjám að menn héldu (raunar runnum).

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég hef hugsað lengi um íslenska orðið baðmull. Ég get ekki með nokkru móti fundið hvaðan baðm er komið eða hvað það er?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.6.2010

Spyrjandi

Hákon Valgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=14932.

Guðrún Kvaran. (2010, 30. júní). Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14932

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull.


Baðmull vex á runnum, ekki trjám.

Ástæða þess að baðmur var valið í fyrri samsetningarliðinn er sú að þýska orðið Baumwolle er að baki danska orðinu eða réttara sagt lágþýsk mynd þess, bōmwulle, sett saman af bōm ‛tré’ og wulle ‛ull’. Þýska orðið Baumwolle, í miðháþýsku boumwolle, er talið orðið til þegar arabar fóru að flytja bómull frá Indlandi. Hún þótti minna á ull og óx á trjám að menn héldu (raunar runnum).

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég hef hugsað lengi um íslenska orðið baðmull. Ég get ekki með nokkru móti fundið hvaðan baðm er komið eða hvað það er?
...