Sólin Sólin Rís 05:24 • sest 21:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:09 • Sest 13:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:10 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?

Guðrún Kvaran

Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum.

Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri hluta 16. aldar og sýnir kardinála í skarlatsskikkju.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:831) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku scharlāt eða miðensku scarlat sem aftur eru fengin úr fornfrönsku escarlat. Franskan fékk orðið úr miðaldalatínu scarlātum sem tók orðið upp úr fornpersnesku säqirlāt. Hliðarmynd er skarlak og skarlaken úr miðlágþýsku skarlaken.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðabókina má einnig finna rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum ræðum á málið.is.)
  • Málverkið er talið vera eftir Lorenzo Costa. Sótt af Wikimedia Commons 03.01.20

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.1.2020

Spyrjandi

Sigrún Jóhannesdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2020. Sótt 17. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=78042.

Guðrún Kvaran. (2020, 22. janúar). Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78042

Guðrún Kvaran. „Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2020. Vefsíða. 17. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78042>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?
Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum.

Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri hluta 16. aldar og sýnir kardinála í skarlatsskikkju.

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:831) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku scharlāt eða miðensku scarlat sem aftur eru fengin úr fornfrönsku escarlat. Franskan fékk orðið úr miðaldalatínu scarlātum sem tók orðið upp úr fornpersnesku säqirlāt. Hliðarmynd er skarlak og skarlaken úr miðlágþýsku skarlaken.

Heimild og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. (Orðabókina má einnig finna rafrænt á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum ræðum á málið.is.)
  • Málverkið er talið vera eftir Lorenzo Costa. Sótt af Wikimedia Commons 03.01.20

...