Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Soffía Valdimarsdóttir

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk lopapeysa (handprjónuð úr lopa með hringskornu mynstruðu axlastykki). Til gamans má því segja að hún sé jafngömul íslenska lýðveldinu.

Hefðbundin íslensk lopapeysa.

Víst má telja að lopan hafi þróast fyrir tilstuðlan margra aðila sem sjaldnast eru nafngreindir í heimildum. Langlíf er sú saga að Auður Sveinsdóttir eiginkona nóbelsskáldsins Halldórs Laxness hafi hannað peysuna en hún mun ekki eiga við óyggjandi rök að styðjast. Auður mun þó hafa lagt mótun hefðarinnar nokkuð til, líkt og margar aðrar ötular prjónakonur á Íslandi (Soffía Valdimarsdóttir, 2009).

Útlit lopunnar, það er sniðið og mynstrin, mótuðust líklega fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins í gegnum tímarit um hannyrðir og tísku sem og með auknum fatakaupum fólks sem ferðaðist til annarra landa. Sænska Bohus-hefðin (Keele, 1995) sem var vinsæl á fjórða til sjötta áratug tuttugustu aldar var líklega helsta fyrirmyndin. Grænlensk þjóðbúningamynstur hafa einnig verið nefnd til sögunnar og sömuleiðis norsk prjónamynstur.

Dæmigerð peysa af Bohus-hefð.

Helstu sérkenni íslensku lopapeysunnar eru hráefnið og tæknin − ullin og lopaprjónið. Ullin af íslensku sauðfé hefur þá sérstöðu að þyngdarhlutföll þels og togs eru nokkuð jöfn en meirihluti háranna tilheyrir hinu fíngerða og létta þeli sem inniheldur hlutfallslega mikið rúmmál lofts. Það er einnig hrokknara en í ull af öðrum sauðfjártegundum. Þetta veldur auknum einangrunareiginleikum bæði hvað varðar varmatemprun og vatnsheldi (Magnús Guðmundsson, 1988). Lopaprjónið þekkist svo óvíða í heiminum, það er að segja að prjónað sé úr óspunninni ull. Íslendingar höfðu áður prjónað, líkt og aðrar þjóðir, úr spunnu bandi allar götur frá því að prjónakunnátta barst til landsins á sextándu öld með erlendum sjófarendum (Elsa E. Guðjónsson, 1985).

Breyttir búsetu- og starfshættir Íslendinga í kringum aldamótin 1900 urðu til þess að konur hófu að prjóna lopa óspunninn. Færst hafði í vöxt að bændur sendu ull á tóvinnuverkstæði sem starfrækt voru víða um land. Þau skiluðu ullinni ýmist sem spunnu bandi tilbúnu til að prjóna úr eða sem óspunnum nokkuð jafnþykkum ullarlengjum, svokölluðum lyppum eða lopa sem svo var spunninn heima. Vinnuaflið hafði þá í auknum mæli flust úr sveitum til þéttbýliskjarna sem voru að myndast við sjávarsíðuna. Færri hendur voru því tiltækar heimavið og tímafrek tóvinnustörf eins og til að mynda spunavinnan gátu setið á hakanum. Til eru heimildir (Anna Sigurðardóttir, 1985) um tilraunir með lopaprjón frá árunum 1916-18 en vera má að það hafi tíðkast fyrr en ekki spurst vegna spéhræðslu kvenna sem ekki vildu að það fréttist að þær ættu ekki spunnið. Frægust er þó tilraun Elínar Kr. Guðmundsdóttur (1975) árið 1920 sem talin er eiga nokkurn þátt í útbreiðslu tækninnar eftir að frásögn hennar birtist í kvennatímaritinu Hlín:

Ég hafði unnið að heyskapnum hvern dag allt sumarið, og ekki haft tíma aflögu til að koma upp trefli handa honum ...Við vorum nýbúin að fá lopann frá Gefjun úr ullinni okkar ... Ég hafði hringprjónavél, sem ég prjónaði í sokka og fleira fyrir heimilið. Og nú dettur mér í hug, hvort ég geti ekki prjónað þennan þétta og góða lopa í vélinni (10-11).
Lopaprjónið má því segja að sé til vitnis um sjálfsbjargarviðleitni og hugvitsemi íslenskra kvenna á öndverðri tuttugustu öld.

Það sama virðist eiga við um uppruna lopunnar en almennt er talið að hún hafi orðið til þegar íslenskar konur tóku að yfirfæra erlend prjónamynstur og útfæra í samræmi við eiginleika hráefnisins. Þannig urðu íslensku peysurnar með sama lagi og erlendar fyrirmyndir hennar en mynstrin í sauðalitunum og öll stórgerðari. Það var vegna þess að lopinn þótti (og er) viðkvæmari en spunnið band og því var oftast prjónað úr þremur þráðum samtímis. Með því móti varð flíkin endingarbetri og hlýrri en um leið þurfti mun færri lykkjur á prjónana en ef prjónað var úr spunnu fíngerðu garni, líkt og til dæmis Bohus-peysurnar.

Lopan var orðin nokkuð fastmótuð í sinni hefðbundnu mynd seint á sjötta áratug tuttugustu aldar. Á þeim sjöunda varð hún vinsæl útflutningsvara en á áttunda áratugnum vildu hana færri. Undir lok aldarinnar var peysan nær einungis skjólflík vinnandi stétta og þeirra sem stunduðu útilegur og aðra útivist. Íslenskur ullariðnaður var þá við frostmark (Ásdís Jóelsdóttir, 2009).

Hönnun Védísar Jónsdóttur. Þessi peysa var nokkuð byltingarkennd í sniði, stutt og þröng og náði miklum vinsældum.

Árið 2003 hófst svo nýr kafli í sögu hefðarinnar. Védís Jónsdóttir hannaði stutta aðsniðna lopapeysu með rennilás sem náði fljótt gríðarlegri útbreiðslu.

Hönnun Védísar kom fram í andrúmi handverksbylgju sem gætti víða um heim. Í kjölfarið fór af stað gróskumikil endurmótun hefðarinnar sem stendur enn. Þar er ullin í forgrunni. Bergþóra Guðnadóttir setti skömmu síðar fram vörulínu sína, Farmers market sem varð einnig geysivinsæl. Víst má telja að upprisa lopunnar og ullarinnar á þessum tímapunkti hafi að einhverju leyti staðið í beinu sambandi við stöðu hnattvæðingar. Vinsældir hönnunar Védísar og Bergþóru urðu þannig að líkindum jafn miklar og raun ber vitni þar sem hún veitti fólki eins konar mótvægi við fjöldaframleiddu flíspeysuna sem var allsráðandi um aldamótin 2000. Lopan var einnig andsvar við sífellt óljósari landamærum ólíkra menningarheima sem margir óttast að mái út sérkenni þjóðanna.

Lopan tekur sérkenni sín fyrst og fremst af ullinni en hún virðist, ef vel er að gáð, hafa sterkar rætur í menningu núlifandi Íslendinga. Hún tengir við fortíð, náttúru, land og þjóð en er á sama tíma lifandi hefð sem vísað er í í ólíkum greinum lista og menningar allt frá kvikmyndum, bókmenntum og myndlist til handverks og hönnunar.

Tilvísun:
  1. ^ Kvenkynsnafnorðið lopa er hér notað sem samheiti orðsins lopapeysa. Það merkir því augljóslega ekki það sama og karlkynsnafnorðið lopi, sem er haft um óspunninn streng úr kembdri ull.

Heimildir og myndir:
  • Anna Sigurðardóttir (1985). Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.
  • Ásdís Jóelsdóttir (2009). Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjun 21. aldar. Kópavogur: Ásdís Jóelsdóttir.
  • Elín Kr. Guðmundsdóttir (1923). Að spara spunann. Hlín: Ársrit Sambands norðlenskra kvenna, 7, bls. 40-42.
  • Elsa E. Guðjónsson (1985). Um prjón á Íslandi. Hugur og hönd, 20, bls. 8-12.
  • Keele, W. (1995). Poems of color: Knitting in the Bohus Tradition and the Women who drove this Swedish Cottage Industry. Loveland, Colorado: Interweave LLC.
  • Magnús Guðmundsson (1988). Ull verður gull: Ullariðnaður Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Í ritröðinni, Jón Böðvarsson (ritstjóri) Safn til iðnsögu Íslendinga II. bindi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Soffía Valdimarsdóttir (2009). Ull er gull: Íslenska lopapeysan við upphaf 21. aldar. (Skoðað 10.6.2013).
  • Mynd af íslenskri lopapeysu: Lopapeysa | Koffort.is. (Sótt 10. 6. 2013).
  • Mynd af Bohus-peysu: Clara Stickar: Bohus stickning. (Sótt 10. 6. 2013).
  • Mynd af peysu eftir Védísi Jónsdóttur: Ístex - íslenskur textíliðnaður - Uppskriftir. (Sótt 10. 6. 2013).

Höfundur

BA í þjóðfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf

Útgáfudagur

23.8.2013

Síðast uppfært

3.1.2023

Spyrjandi

Einar Ólafsson, María Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir

Tilvísun

Soffía Valdimarsdóttir. „Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2013, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62896.

Soffía Valdimarsdóttir. (2013, 23. ágúst). Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62896

Soffía Valdimarsdóttir. „Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2013. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62896>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?
Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk lopapeysa (handprjónuð úr lopa með hringskornu mynstruðu axlastykki). Til gamans má því segja að hún sé jafngömul íslenska lýðveldinu.

Hefðbundin íslensk lopapeysa.

Víst má telja að lopan hafi þróast fyrir tilstuðlan margra aðila sem sjaldnast eru nafngreindir í heimildum. Langlíf er sú saga að Auður Sveinsdóttir eiginkona nóbelsskáldsins Halldórs Laxness hafi hannað peysuna en hún mun ekki eiga við óyggjandi rök að styðjast. Auður mun þó hafa lagt mótun hefðarinnar nokkuð til, líkt og margar aðrar ötular prjónakonur á Íslandi (Soffía Valdimarsdóttir, 2009).

Útlit lopunnar, það er sniðið og mynstrin, mótuðust líklega fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins í gegnum tímarit um hannyrðir og tísku sem og með auknum fatakaupum fólks sem ferðaðist til annarra landa. Sænska Bohus-hefðin (Keele, 1995) sem var vinsæl á fjórða til sjötta áratug tuttugustu aldar var líklega helsta fyrirmyndin. Grænlensk þjóðbúningamynstur hafa einnig verið nefnd til sögunnar og sömuleiðis norsk prjónamynstur.

Dæmigerð peysa af Bohus-hefð.

Helstu sérkenni íslensku lopapeysunnar eru hráefnið og tæknin − ullin og lopaprjónið. Ullin af íslensku sauðfé hefur þá sérstöðu að þyngdarhlutföll þels og togs eru nokkuð jöfn en meirihluti háranna tilheyrir hinu fíngerða og létta þeli sem inniheldur hlutfallslega mikið rúmmál lofts. Það er einnig hrokknara en í ull af öðrum sauðfjártegundum. Þetta veldur auknum einangrunareiginleikum bæði hvað varðar varmatemprun og vatnsheldi (Magnús Guðmundsson, 1988). Lopaprjónið þekkist svo óvíða í heiminum, það er að segja að prjónað sé úr óspunninni ull. Íslendingar höfðu áður prjónað, líkt og aðrar þjóðir, úr spunnu bandi allar götur frá því að prjónakunnátta barst til landsins á sextándu öld með erlendum sjófarendum (Elsa E. Guðjónsson, 1985).

Breyttir búsetu- og starfshættir Íslendinga í kringum aldamótin 1900 urðu til þess að konur hófu að prjóna lopa óspunninn. Færst hafði í vöxt að bændur sendu ull á tóvinnuverkstæði sem starfrækt voru víða um land. Þau skiluðu ullinni ýmist sem spunnu bandi tilbúnu til að prjóna úr eða sem óspunnum nokkuð jafnþykkum ullarlengjum, svokölluðum lyppum eða lopa sem svo var spunninn heima. Vinnuaflið hafði þá í auknum mæli flust úr sveitum til þéttbýliskjarna sem voru að myndast við sjávarsíðuna. Færri hendur voru því tiltækar heimavið og tímafrek tóvinnustörf eins og til að mynda spunavinnan gátu setið á hakanum. Til eru heimildir (Anna Sigurðardóttir, 1985) um tilraunir með lopaprjón frá árunum 1916-18 en vera má að það hafi tíðkast fyrr en ekki spurst vegna spéhræðslu kvenna sem ekki vildu að það fréttist að þær ættu ekki spunnið. Frægust er þó tilraun Elínar Kr. Guðmundsdóttur (1975) árið 1920 sem talin er eiga nokkurn þátt í útbreiðslu tækninnar eftir að frásögn hennar birtist í kvennatímaritinu Hlín:

Ég hafði unnið að heyskapnum hvern dag allt sumarið, og ekki haft tíma aflögu til að koma upp trefli handa honum ...Við vorum nýbúin að fá lopann frá Gefjun úr ullinni okkar ... Ég hafði hringprjónavél, sem ég prjónaði í sokka og fleira fyrir heimilið. Og nú dettur mér í hug, hvort ég geti ekki prjónað þennan þétta og góða lopa í vélinni (10-11).
Lopaprjónið má því segja að sé til vitnis um sjálfsbjargarviðleitni og hugvitsemi íslenskra kvenna á öndverðri tuttugustu öld.

Það sama virðist eiga við um uppruna lopunnar en almennt er talið að hún hafi orðið til þegar íslenskar konur tóku að yfirfæra erlend prjónamynstur og útfæra í samræmi við eiginleika hráefnisins. Þannig urðu íslensku peysurnar með sama lagi og erlendar fyrirmyndir hennar en mynstrin í sauðalitunum og öll stórgerðari. Það var vegna þess að lopinn þótti (og er) viðkvæmari en spunnið band og því var oftast prjónað úr þremur þráðum samtímis. Með því móti varð flíkin endingarbetri og hlýrri en um leið þurfti mun færri lykkjur á prjónana en ef prjónað var úr spunnu fíngerðu garni, líkt og til dæmis Bohus-peysurnar.

Lopan var orðin nokkuð fastmótuð í sinni hefðbundnu mynd seint á sjötta áratug tuttugustu aldar. Á þeim sjöunda varð hún vinsæl útflutningsvara en á áttunda áratugnum vildu hana færri. Undir lok aldarinnar var peysan nær einungis skjólflík vinnandi stétta og þeirra sem stunduðu útilegur og aðra útivist. Íslenskur ullariðnaður var þá við frostmark (Ásdís Jóelsdóttir, 2009).

Hönnun Védísar Jónsdóttur. Þessi peysa var nokkuð byltingarkennd í sniði, stutt og þröng og náði miklum vinsældum.

Árið 2003 hófst svo nýr kafli í sögu hefðarinnar. Védís Jónsdóttir hannaði stutta aðsniðna lopapeysu með rennilás sem náði fljótt gríðarlegri útbreiðslu.

Hönnun Védísar kom fram í andrúmi handverksbylgju sem gætti víða um heim. Í kjölfarið fór af stað gróskumikil endurmótun hefðarinnar sem stendur enn. Þar er ullin í forgrunni. Bergþóra Guðnadóttir setti skömmu síðar fram vörulínu sína, Farmers market sem varð einnig geysivinsæl. Víst má telja að upprisa lopunnar og ullarinnar á þessum tímapunkti hafi að einhverju leyti staðið í beinu sambandi við stöðu hnattvæðingar. Vinsældir hönnunar Védísar og Bergþóru urðu þannig að líkindum jafn miklar og raun ber vitni þar sem hún veitti fólki eins konar mótvægi við fjöldaframleiddu flíspeysuna sem var allsráðandi um aldamótin 2000. Lopan var einnig andsvar við sífellt óljósari landamærum ólíkra menningarheima sem margir óttast að mái út sérkenni þjóðanna.

Lopan tekur sérkenni sín fyrst og fremst af ullinni en hún virðist, ef vel er að gáð, hafa sterkar rætur í menningu núlifandi Íslendinga. Hún tengir við fortíð, náttúru, land og þjóð en er á sama tíma lifandi hefð sem vísað er í í ólíkum greinum lista og menningar allt frá kvikmyndum, bókmenntum og myndlist til handverks og hönnunar.

Tilvísun:
  1. ^ Kvenkynsnafnorðið lopa er hér notað sem samheiti orðsins lopapeysa. Það merkir því augljóslega ekki það sama og karlkynsnafnorðið lopi, sem er haft um óspunninn streng úr kembdri ull.

Heimildir og myndir:
  • Anna Sigurðardóttir (1985). Vinna kvenna á Íslandi í 1100 ár. Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands.
  • Ásdís Jóelsdóttir (2009). Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjun 21. aldar. Kópavogur: Ásdís Jóelsdóttir.
  • Elín Kr. Guðmundsdóttir (1923). Að spara spunann. Hlín: Ársrit Sambands norðlenskra kvenna, 7, bls. 40-42.
  • Elsa E. Guðjónsson (1985). Um prjón á Íslandi. Hugur og hönd, 20, bls. 8-12.
  • Keele, W. (1995). Poems of color: Knitting in the Bohus Tradition and the Women who drove this Swedish Cottage Industry. Loveland, Colorado: Interweave LLC.
  • Magnús Guðmundsson (1988). Ull verður gull: Ullariðnaður Íslendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Í ritröðinni, Jón Böðvarsson (ritstjóri) Safn til iðnsögu Íslendinga II. bindi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Soffía Valdimarsdóttir (2009). Ull er gull: Íslenska lopapeysan við upphaf 21. aldar. (Skoðað 10.6.2013).
  • Mynd af íslenskri lopapeysu: Lopapeysa | Koffort.is. (Sótt 10. 6. 2013).
  • Mynd af Bohus-peysu: Clara Stickar: Bohus stickning. (Sótt 10. 6. 2013).
  • Mynd af peysu eftir Védísi Jónsdóttur: Ístex - íslenskur textíliðnaður - Uppskriftir. (Sótt 10. 6. 2013).

...