Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngri, hið elsta frá 1749.
Orðið prjónles ‛prjónaður farnaður, til dæmis vettlingar, sokkar’ þekkist frá miðri 17. öld. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir í Íslenskri orðsifjabók (1989:725) á að bæði orðin prjón og prjónn séu leidd af nafnorðinu prjónn ‛teinn úr málmi eða tré’ en prjón hafi ekki tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Orðin eiga sér ekki samsvörun í grannmálunum. Í dönsku er notað strikke, í þýsku stricken og í ensku knit.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Guðrún Kvaran. „Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2010, sótt 27. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=57509.
Guðrún Kvaran. (2010, 3. nóvember). Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57509
Guðrún Kvaran. „Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2010. Vefsíða. 27. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57509>.