Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?

Ritstjórn Vísindavefsins

Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óskipulegar hópferðir forvitinna og búseturöskun vegna ókeypis húsnæðis sem þarna byðist. Það ku líka vera ágætlega heitt þarna niðri þannig að ekki er þörf á hitaveitu og fólk þyrfti aðeins að greiða fyrir rafmagn. Rafmagnsnotkun gæti þó orðið töluverð vegna gluggaleysis.

En af þessu mætti búast við atvinnuleysi í byggingariðnaði og ýmsum vandræðum í samfélaginu. Byggðaröskun sem af þessu hlytist gæti líka orðið til mikilla vandræða, íbúðaverð mundi hrapa um allt land, gera þyrfti nýjar hafnir og flugvelli undir Jökli og svo framvegis. Þeir sem kysu að flytja í ókeypis húsnæði í þessari nýju byggð væru engu að síður vísir til að reka upp ramakvein út af verði íbúða sinna. Stjórnmálamenn mundu að sjálfsögðu láta undan þeim þrýstingi og ríkissjóður gæti sligast. Gengi krónunnar kynni að láta undan síga og viðskiptajöfnuðurinn gæti versnað enn, og má hann þó ekki við miklu eins og alþjóð veit.

Þess eru mörg dæmi að stjórnvöld og ráðamenn hafi haldið ýmsum fyrirbærum leyndum með þessum hætti þannig að þeim er þá eingöngu lýst í skáldsögum eða sambærilegum heimildum. Eitt dæmið er Area 51 í Bandaríkjunum sem við höfum þegar fjallað um hér á Vísindavefnum. Annað dæmi er sagan af Marsbúum sem grófu skurðina á Mars sem yfirvöld og vísindamenn telja sig nú hafa aðrar skýringar á. Allar götur síðan enski háðfuglinn Jonathan Swift (1667-1745) skrifaði sögur sínar um Gúllíver í Putalandi og Risalandi hafa yfirvöld viljað telja fólki trú um að þau samfélög sem þar er lýst séu ekki til. Það er vegna þess að þau vilja ekki að ýtt sé undir þær hugmyndir um samfélög manna sem þar er lýst.

Hér á landi er til dæmis ljóst að yfirvöldum er af svipuðum ástæðum í nöp við hugmyndir um írskan uppruna Íslendinga, enda gætu þær meðal annars raskað þjóðernisvitundinni og er ekki að vita hvar slíkt gæti endað. Ríkisstjórnir eru líka yfirleitt á móti spíritisma og því fær hann ekki þann sess sem honum ber heldur þarf að láta sér nægja skáldsögur og aðrar sögur eins og opið á Snæfellsjökli.

Þetta er föstudagssvar, birt í lok vinnuvikunnar en að vísu ekki á föstudeginum langa. Spurningin hefur varla verið skrifuð í fúlustu alvöru og svarið er það ekki heldur.

Útgáfudagur

11.4.2001

Spyrjandi

Jóhann Örn Friðsteinsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1494.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 11. apríl). Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1494

Ritstjórn Vísindavefsins. „Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1494>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?
Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óskipulegar hópferðir forvitinna og búseturöskun vegna ókeypis húsnæðis sem þarna byðist. Það ku líka vera ágætlega heitt þarna niðri þannig að ekki er þörf á hitaveitu og fólk þyrfti aðeins að greiða fyrir rafmagn. Rafmagnsnotkun gæti þó orðið töluverð vegna gluggaleysis.

En af þessu mætti búast við atvinnuleysi í byggingariðnaði og ýmsum vandræðum í samfélaginu. Byggðaröskun sem af þessu hlytist gæti líka orðið til mikilla vandræða, íbúðaverð mundi hrapa um allt land, gera þyrfti nýjar hafnir og flugvelli undir Jökli og svo framvegis. Þeir sem kysu að flytja í ókeypis húsnæði í þessari nýju byggð væru engu að síður vísir til að reka upp ramakvein út af verði íbúða sinna. Stjórnmálamenn mundu að sjálfsögðu láta undan þeim þrýstingi og ríkissjóður gæti sligast. Gengi krónunnar kynni að láta undan síga og viðskiptajöfnuðurinn gæti versnað enn, og má hann þó ekki við miklu eins og alþjóð veit.

Þess eru mörg dæmi að stjórnvöld og ráðamenn hafi haldið ýmsum fyrirbærum leyndum með þessum hætti þannig að þeim er þá eingöngu lýst í skáldsögum eða sambærilegum heimildum. Eitt dæmið er Area 51 í Bandaríkjunum sem við höfum þegar fjallað um hér á Vísindavefnum. Annað dæmi er sagan af Marsbúum sem grófu skurðina á Mars sem yfirvöld og vísindamenn telja sig nú hafa aðrar skýringar á. Allar götur síðan enski háðfuglinn Jonathan Swift (1667-1745) skrifaði sögur sínar um Gúllíver í Putalandi og Risalandi hafa yfirvöld viljað telja fólki trú um að þau samfélög sem þar er lýst séu ekki til. Það er vegna þess að þau vilja ekki að ýtt sé undir þær hugmyndir um samfélög manna sem þar er lýst.

Hér á landi er til dæmis ljóst að yfirvöldum er af svipuðum ástæðum í nöp við hugmyndir um írskan uppruna Íslendinga, enda gætu þær meðal annars raskað þjóðernisvitundinni og er ekki að vita hvar slíkt gæti endað. Ríkisstjórnir eru líka yfirleitt á móti spíritisma og því fær hann ekki þann sess sem honum ber heldur þarf að láta sér nægja skáldsögur og aðrar sögur eins og opið á Snæfellsjökli.

Þetta er föstudagssvar, birt í lok vinnuvikunnar en að vísu ekki á föstudeginum langa. Spurningin hefur varla verið skrifuð í fúlustu alvöru og svarið er það ekki heldur. ...