Sólin Sólin Rís 09:59 • sest 17:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:19 • Sest 11:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:02 • Síðdegis: 18:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:21 • Síðdegis: 24:23 í Reykjavík

Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?

Magnús Viðar Skúlason

Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni.

Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í III. kafla þessara laga er fjallað um öryggisnefndir sérgreina og er það nánar útlistað í 11. gr. laganna að setja megi á fót svokallaðar öryggisnefndir í sérgreinum, sem í sitja fulltrúar atvinnurekenda og starfsmanna, til að vinna að lausn vandamála, er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan hverrar sérgreinar. Slíkar öryggisnefndir geta skipt miklu máli þegar Vinnueftirlit ríkisins setur reglur innan ákveðinnar sérgreinar. Ef öryggisnefnd er starfandi á viðkomandi starfssviði er Vinnueftirlitinu skylt að leita álits hennar áður en það setur reglur á sviðinu.

Öryggisnefnd starfsgreinar getur átt rétt á að koma fram með marktækar tillögur til úrbóta á starfssviði sínu ef hún telur að þeirra sé þörf. Ef ekki eru öryggisnefndir á viðkomandi sviði er

setning öryggisreglna í höndum Vinnueftirlits ríkisins.

Athugasemd frá ritstjórn:

Eins og lesa má í þessu svari er ekki um neitt að ræða í íslenskum lagagreinum sem ber heitið „Öryggisnefnd ríkisins”. Spyrjendur kunna að hafa átt við eitthvað annað en það sem hér er fjallað um, til dæmis eitthvað sem raunverulega ber heitið „Öryggisnefnd ríkisins” og er einhvers konar nefnd sem stendur vörð um öryggi íslenska ríkisins. Ef slík nefnd væri til lægi væntanlega í hlutarins eðli að upplýsingar um hana væru vel varðveittar og ekki látnar liggja á glámbekk. Við getum því miður ekki útvegað upplýsingar til staðfestingar af eða á um tilvist nefndar af þessu tagi, enda eru njósnir ekki á verksviði Vísindavefsins. Spyrjendum eða öðrum er þó velkomið að senda okkur línu ef þeir vilja skýra spurninguna nánar, segja frá tilefni hennar eða fræða okkur um eitthvað sem gæti hresst upp á svarið.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.4.2001

Spyrjandi

Sigurður Magnússon

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001. Sótt 4. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1496.

Magnús Viðar Skúlason. (2001, 11. apríl). Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1496

Magnús Viðar Skúlason. „Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 4. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1496>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?

Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni.

Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í III. kafla þessara laga er fjallað um öryggisnefndir sérgreina og er það nánar útlistað í 11. gr. laganna að setja megi á fót svokallaðar öryggisnefndir í sérgreinum, sem í sitja fulltrúar atvinnurekenda og starfsmanna, til að vinna að lausn vandamála, er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi innan hverrar sérgreinar. Slíkar öryggisnefndir geta skipt miklu máli þegar Vinnueftirlit ríkisins setur reglur innan ákveðinnar sérgreinar. Ef öryggisnefnd er starfandi á viðkomandi starfssviði er Vinnueftirlitinu skylt að leita álits hennar áður en það setur reglur á sviðinu.

Öryggisnefnd starfsgreinar getur átt rétt á að koma fram með marktækar tillögur til úrbóta á starfssviði sínu ef hún telur að þeirra sé þörf. Ef ekki eru öryggisnefndir á viðkomandi sviði er

setning öryggisreglna í höndum Vinnueftirlits ríkisins.

Athugasemd frá ritstjórn:

Eins og lesa má í þessu svari er ekki um neitt að ræða í íslenskum lagagreinum sem ber heitið „Öryggisnefnd ríkisins”. Spyrjendur kunna að hafa átt við eitthvað annað en það sem hér er fjallað um, til dæmis eitthvað sem raunverulega ber heitið „Öryggisnefnd ríkisins” og er einhvers konar nefnd sem stendur vörð um öryggi íslenska ríkisins. Ef slík nefnd væri til lægi væntanlega í hlutarins eðli að upplýsingar um hana væru vel varðveittar og ekki látnar liggja á glámbekk. Við getum því miður ekki útvegað upplýsingar til staðfestingar af eða á um tilvist nefndar af þessu tagi, enda eru njósnir ekki á verksviði Vísindavefsins. Spyrjendum eða öðrum er þó velkomið að senda okkur línu ef þeir vilja skýra spurninguna nánar, segja frá tilefni hennar eða fræða okkur um eitthvað sem gæti hresst upp á svarið.

...