Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru hugvísindi?

Björn Þorsteinsson

Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi eru sprottin úr spurn – það er undrun og forvitni – gagnvart veruleikanum, og hugvísindi eru þau vísindi sem beina þessari spurn að því sem mannverur hafa látið sér detta í hug og komið frá sér með einhverjum hætti.

Hugvísindi fást m.a. við að skýra menningarafurðir eins og þennan viðarútskurð.

Nánar tiltekið snúast hugvísindi um fyrirbæri eins og tungumál, sögu, listir, bókmenntir, trúarbrögð og hugsun. Undirgreinar hugvísinda endurspegla þessa sundurgreiningu: málfræði, sagnfræði, listfræði, bókmenntafræði, trúarbragðafræði, heimspeki og svo framvegis. Jafnframt láta hugvísindin sig stöðugt varða samanburð milli ólíkra menningarheima, og segja má að sá þráður liggi þvert á áðurnefnda sundurgreiningu. Viðfangsefni hugvísinda eru því býsna – kannski óendanlega – margslungin, en eitt hugðarefni þeirra er þó ætíð spurningin um það sem öllum mannverum er sameiginlegt, og þar með hvað þeim er mögulegt.

Í þessu felst, þegar að er gáð, að hugvísindi eru gagnrýnin vísindi. Þau vilja varpa ljósi efans á viðteknar skoðanir um náttúruna, samfélagið og stöðu hinnar einstöku mannveru í heiminum. Segja má að hugvísindin myndist stöðugt við „að strjúka sögunni á móti háralaginu“, svo vísað sé til frægra orða þýska hugsuðarins Walters Benjamin.[1]

Í sögunni finna hugvísindin dæmi um hugmyndir og atburði sem varpa rýrð á stirðnaðar kreddur samtíðarinnar. Um leið reyna þau að greina þann sjálfsskilning sem einstaklingar, þjóðir og ráðamenn dagsins í dag hafa til marks þegar ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar, eru teknar. Þannig beita hugvísindin þekkingu á fortíðinni til að lýsa upp samtíðina og spyrja um leið hvert stefna eigi. Menning er það verkefni að svara þeirri spurningu svo vel fari.

Spurningin hljómaði svona í fullri lengd:
Hvað eru hugvísindi (nefnið dæmi)? Er vísindalegri aðferð beitt innan þeirra?

Hér hefur fyrri spurningunni verið svarað en um síðari spurninguna má lesa í svari við spurningunni Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Neðanmálsgrein:
  1. ^ Walter Benjamin, „Um söguhugtakið (Greinar um söguspeki)“, þýð. Guðsteinn Bjarnason. Hugur 17 (2005), s. 27–36.

Mynd:

Höfundur

Björn Þorsteinsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

27.1.2016

Spyrjandi

Linda Björk

Tilvísun

Björn Þorsteinsson. „Hvað eru hugvísindi?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15377.

Björn Þorsteinsson. (2016, 27. janúar). Hvað eru hugvísindi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15377

Björn Þorsteinsson. „Hvað eru hugvísindi?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi eru sprottin úr spurn – það er undrun og forvitni – gagnvart veruleikanum, og hugvísindi eru þau vísindi sem beina þessari spurn að því sem mannverur hafa látið sér detta í hug og komið frá sér með einhverjum hætti.

Hugvísindi fást m.a. við að skýra menningarafurðir eins og þennan viðarútskurð.

Nánar tiltekið snúast hugvísindi um fyrirbæri eins og tungumál, sögu, listir, bókmenntir, trúarbrögð og hugsun. Undirgreinar hugvísinda endurspegla þessa sundurgreiningu: málfræði, sagnfræði, listfræði, bókmenntafræði, trúarbragðafræði, heimspeki og svo framvegis. Jafnframt láta hugvísindin sig stöðugt varða samanburð milli ólíkra menningarheima, og segja má að sá þráður liggi þvert á áðurnefnda sundurgreiningu. Viðfangsefni hugvísinda eru því býsna – kannski óendanlega – margslungin, en eitt hugðarefni þeirra er þó ætíð spurningin um það sem öllum mannverum er sameiginlegt, og þar með hvað þeim er mögulegt.

Í þessu felst, þegar að er gáð, að hugvísindi eru gagnrýnin vísindi. Þau vilja varpa ljósi efans á viðteknar skoðanir um náttúruna, samfélagið og stöðu hinnar einstöku mannveru í heiminum. Segja má að hugvísindin myndist stöðugt við „að strjúka sögunni á móti háralaginu“, svo vísað sé til frægra orða þýska hugsuðarins Walters Benjamin.[1]

Í sögunni finna hugvísindin dæmi um hugmyndir og atburði sem varpa rýrð á stirðnaðar kreddur samtíðarinnar. Um leið reyna þau að greina þann sjálfsskilning sem einstaklingar, þjóðir og ráðamenn dagsins í dag hafa til marks þegar ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar, eru teknar. Þannig beita hugvísindin þekkingu á fortíðinni til að lýsa upp samtíðina og spyrja um leið hvert stefna eigi. Menning er það verkefni að svara þeirri spurningu svo vel fari.

Spurningin hljómaði svona í fullri lengd:
Hvað eru hugvísindi (nefnið dæmi)? Er vísindalegri aðferð beitt innan þeirra?

Hér hefur fyrri spurningunni verið svarað en um síðari spurninguna má lesa í svari við spurningunni Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Neðanmálsgrein:
  1. ^ Walter Benjamin, „Um söguhugtakið (Greinar um söguspeki)“, þýð. Guðsteinn Bjarnason. Hugur 17 (2005), s. 27–36.

Mynd:

...