Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hverjar eru orsakir stams?

Jóhanna Thelma Einarsdóttir

Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu.

Þegar fólk stamar getur það ekki talað ósjálfrátt eða áreynslulaust. Talið er höktandi, orð eða orðhlutar eru endurtekin, oft samfara mikilli spennu í talfærum. Viðkomandi getur ekki sagt það sem hann ætlar að segja þó að hann viti nákvæmlega hvað það er. Stam er breytilegt eftir aðstæðum og mikill dagamunur getur verið á fólki. Stundum gengur ágætlega að tala en aðra daga gengur það verr. Stam eykst við spennu og óöryggi en einstaklingar stama ekki af því að þeir eru óöruggir, feimnir eða taugaveiklaðir. Persónuleiki fólks sem stamar er ekkert frábrugðinn persónuleika þeirra sem stama ekki.

Greint er milli nokkra flokka stams og er stærsti flokkurinn kallaður þróunarstam eða „developmental stuttering”. Þróunarstam byrjar fyrir 12 ára aldur, yfirleitt á forskólaaldri. Aðrir sem stama eru með áunnið stam, þeir byrja seinna að stama og stamið er mjög oft tengt taugasjúkdómum. Þannig getur stam komið í kjölfar höfuðáverka og getur verið tengt málstoli eða sjúkdómum eins og Parkinson-sjúkdómnum. Ennfremur er þekkt að fólk með geðræn vandamál stami eða stam geti komið í kjölfar mikils álags eða streitu.

Yfirleitt er hægt að geta sér til um orsakir stams hjá fólki sem er með áunnið stam en því er ekki eins farið með þróunarstam. Þessir hópar stama á mjög sambærilegan hátt þannig að ekki er hægt að meta hjá fullorðnum einstaklingi einungis með því að hlusta á hann tala hvort um þróunarstam sé að ræða eða stam tengt taugafræðilegum sjúkdómum. Stami er einnig oft ruglað saman við tafs eða „cluttering” sem tengist óreglulegum talhraða, óskýru tali og oft athyglisbresti.

Þrátt fyrir mjög margar rannsóknir síðastliðna öld hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti hvað orsakar þróunarstam. Börn byrja oftast að stama milli 2-4 ára og mjög oft skyndilega og að því er virðist án nokkurra skýringa. Jafnvel er þekkt að barn stami allt frá 19 mánaða aldri eða um leið og það fer að mynda setningar. Yfirleitt er ekki hægt að finna neinar breytingar í umhverfi eða hjá barninu sem orsaka þennan talgalla.

Kenningar um að orsaka þróunarstams sé að leita hjá foreldrum hafa verið lífseigar þótt margbúið sé að sýna fram á að þær séu rangar. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru foreldrar barna sem stama ekki öðru vísi en foreldrar þeirra sem stama ekki. Þeir gera til dæmis ekki meiri kröfur en aðrir foreldrar til barna sinna, þeir tala ekki hraðar en aðrir foreldrar, og yfirleitt er ekki meiri spenna í samskiptum þeirra en hjá öðrum foreldrum. Hugmyndir um að stamið aukist ef því er sýnd athygli eru alrangar og hið sama gildir um hugmyndir um að besta meðferðin sé að láta sem stamið sé ekki til.

Mjög oft hætta börn á leikskólaaldri að stama jafnskyndilega og þau byrjuðu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að slíkt gerist hjá um 65-85% barna og frekar hjá stúlkum en drengjum. Langflestir hætta innan 3 mánaða frá því að stamið byrjaði og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem byrja að stama hafa hætt innan 12 mánaða, eða um 70%. Ef stamið hefur verið viðvarandi í meira en 12 mánuði eru miklar líkur á að það verði krónískt eða þrálátt.

Síðustu ár hefur athygli manna beinst að taugafræðilegum atriðum sem hugsanlegri skýringu á orsökum stams. Nýlegar segulómskoðanir á rétthendum fullorðnum stömurum hafa leitt í ljós óvenjulega virkni í blóðflæði í hægri helmingi heilans. Þessi óvenjulega virkni er einungis meðan einstaklingurinn talar og er aðallega á premotor-svæðum heilans en einnig í heilastúku (thalamus) og eyjarblaði (insula). Virkni litla heila er mjög mikil meðal þeirra sem stama, tvöfalt meiri en hjá samanburðarhópnum. Lítil virkni hefur hins vegar verið á heyrnarsvæðum heilans hjá fólki sem fólk stamar, aðallega hægra megin.

Fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt að stam er ættgengt fyrirbæri og um einn þriðji til helmingur þeirra sem stama á nákominn ættinga sem stamar eða hefur stamað. Stam virðist vera algengara í ættum kvenna sem stama og karlar búa við meiri áhættu en konur í þessum ættum. Tvíburar hafa verið rannsakaðir töluvert með tilliti til stams og er mun algengara að báðir eineggja tvíburar stami (63%) en ef tvíburarnir eru tvíeggja (19%).

Sjá einnig Stamar fólk (sem stamar á móðurmáli sínu) þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?

Höfundur

Jóhanna Thelma Einarsdóttir

prófessor í talmeinafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2001

Spyrjandi

Björn Tryggvason

Tilvísun

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. „Hverjar eru orsakir stams?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2001. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1554.

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. (2001, 30. apríl). Hverjar eru orsakir stams? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1554

Jóhanna Thelma Einarsdóttir. „Hverjar eru orsakir stams?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2001. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1554>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru orsakir stams?
Allt frá tímum Aristótelesar hafa menn verið að velta fyrir sér orsökum stams. Nokkrar kenningar eru uppi án þess að að vitað sé nákvæmlega af hverju fólk stamar. Flestir fræðimenn eru á þeirri skoðun að orsakir stams séu taugafræðilegar, tengdar erfðum, og komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu.

Þegar fólk stamar getur það ekki talað ósjálfrátt eða áreynslulaust. Talið er höktandi, orð eða orðhlutar eru endurtekin, oft samfara mikilli spennu í talfærum. Viðkomandi getur ekki sagt það sem hann ætlar að segja þó að hann viti nákvæmlega hvað það er. Stam er breytilegt eftir aðstæðum og mikill dagamunur getur verið á fólki. Stundum gengur ágætlega að tala en aðra daga gengur það verr. Stam eykst við spennu og óöryggi en einstaklingar stama ekki af því að þeir eru óöruggir, feimnir eða taugaveiklaðir. Persónuleiki fólks sem stamar er ekkert frábrugðinn persónuleika þeirra sem stama ekki.

Greint er milli nokkra flokka stams og er stærsti flokkurinn kallaður þróunarstam eða „developmental stuttering”. Þróunarstam byrjar fyrir 12 ára aldur, yfirleitt á forskólaaldri. Aðrir sem stama eru með áunnið stam, þeir byrja seinna að stama og stamið er mjög oft tengt taugasjúkdómum. Þannig getur stam komið í kjölfar höfuðáverka og getur verið tengt málstoli eða sjúkdómum eins og Parkinson-sjúkdómnum. Ennfremur er þekkt að fólk með geðræn vandamál stami eða stam geti komið í kjölfar mikils álags eða streitu.

Yfirleitt er hægt að geta sér til um orsakir stams hjá fólki sem er með áunnið stam en því er ekki eins farið með þróunarstam. Þessir hópar stama á mjög sambærilegan hátt þannig að ekki er hægt að meta hjá fullorðnum einstaklingi einungis með því að hlusta á hann tala hvort um þróunarstam sé að ræða eða stam tengt taugafræðilegum sjúkdómum. Stami er einnig oft ruglað saman við tafs eða „cluttering” sem tengist óreglulegum talhraða, óskýru tali og oft athyglisbresti.

Þrátt fyrir mjög margar rannsóknir síðastliðna öld hefur ekki verið hægt að sýna fram á með afgerandi hætti hvað orsakar þróunarstam. Börn byrja oftast að stama milli 2-4 ára og mjög oft skyndilega og að því er virðist án nokkurra skýringa. Jafnvel er þekkt að barn stami allt frá 19 mánaða aldri eða um leið og það fer að mynda setningar. Yfirleitt er ekki hægt að finna neinar breytingar í umhverfi eða hjá barninu sem orsaka þennan talgalla.

Kenningar um að orsaka þróunarstams sé að leita hjá foreldrum hafa verið lífseigar þótt margbúið sé að sýna fram á að þær séu rangar. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru foreldrar barna sem stama ekki öðru vísi en foreldrar þeirra sem stama ekki. Þeir gera til dæmis ekki meiri kröfur en aðrir foreldrar til barna sinna, þeir tala ekki hraðar en aðrir foreldrar, og yfirleitt er ekki meiri spenna í samskiptum þeirra en hjá öðrum foreldrum. Hugmyndir um að stamið aukist ef því er sýnd athygli eru alrangar og hið sama gildir um hugmyndir um að besta meðferðin sé að láta sem stamið sé ekki til.

Mjög oft hætta börn á leikskólaaldri að stama jafnskyndilega og þau byrjuðu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að slíkt gerist hjá um 65-85% barna og frekar hjá stúlkum en drengjum. Langflestir hætta innan 3 mánaða frá því að stamið byrjaði og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem byrja að stama hafa hætt innan 12 mánaða, eða um 70%. Ef stamið hefur verið viðvarandi í meira en 12 mánuði eru miklar líkur á að það verði krónískt eða þrálátt.

Síðustu ár hefur athygli manna beinst að taugafræðilegum atriðum sem hugsanlegri skýringu á orsökum stams. Nýlegar segulómskoðanir á rétthendum fullorðnum stömurum hafa leitt í ljós óvenjulega virkni í blóðflæði í hægri helmingi heilans. Þessi óvenjulega virkni er einungis meðan einstaklingurinn talar og er aðallega á premotor-svæðum heilans en einnig í heilastúku (thalamus) og eyjarblaði (insula). Virkni litla heila er mjög mikil meðal þeirra sem stama, tvöfalt meiri en hjá samanburðarhópnum. Lítil virkni hefur hins vegar verið á heyrnarsvæðum heilans hjá fólki sem fólk stamar, aðallega hægra megin.

Fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt að stam er ættgengt fyrirbæri og um einn þriðji til helmingur þeirra sem stama á nákominn ættinga sem stamar eða hefur stamað. Stam virðist vera algengara í ættum kvenna sem stama og karlar búa við meiri áhættu en konur í þessum ættum. Tvíburar hafa verið rannsakaðir töluvert með tilliti til stams og er mun algengara að báðir eineggja tvíburar stami (63%) en ef tvíburarnir eru tvíeggja (19%).

Sjá einnig Stamar fólk (sem stamar á móðurmáli sínu) þegar það talar önnur tungumál en móðurmál sitt?

...