Sólin Sólin Rís 07:18 • sest 19:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:02 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:27 • Síðdegis: 15:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:46 í Reykjavík

Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð bílsins ásamt vindhraða og stefnu vindsins. Eins væri gott að vita hversu margir opnanlegir gluggar eru á bílnum og hvar, svo að ekki sé minnst á topplúgu.

Ekki kemur heldur fram í spurningunni hvort það er reykingalykt sem reyklausi maðurinn amast við eða hvort það er önnur lykt, svo sem svitalykt, sem gerir málið töluvert flóknara. Til einföldunar verður gert ráð fyrir að spyrjandi eigi eingöngu við reykingalykt og að hún sé ekki af fötum mannsins áður en hann stígur upp í bílinn.

Í kyrrstæðum bíl í logni er vafalaust best að hafa alla glugga opna nema sú ráðstöfun hafi þá aukaverkun að maðurinn frjósi í hel, en það vill hann sennilega ekki. Ef hann er staddur í heitu löndunum gæti hann líka stiknað úr hita en hnattstaðan kemur heldur ekki fram í spurningunni.

Ef bíllinn er hins vegar á 90 km hraða á klukkustund á móti hressilegum íslenskum útsynningi getur hann allt að því tvöfaldað hraða bílsins miðað við loftið. Þá er líklega nóg að hafa einn glugga opinn en þó mundi fást hagstæður og skilvirkur dragsúgur (trekkur) með því að opna einn glugga að framan og annan að aftan. Rigningarhraglandinn sem fylgir vindinum gæti líka haft góð áhrif, bæði á lyktina og fötin.

Þarna þarf þó einnig að gæta að aukaverkunum eins og þeim að lausahlutir kunni að fjúka út úr bílnum. Einnig þyrfti að huga að því að óvitar í bílnum, svo sem börn og gæludýr, styngju ekki höfðunum út um gluggana þar sem þau gætu þá fokið af. Ef reykingamaðurinn sem er orsök vandans er með reyklausa manninum í bílnum gæti þó verið heillaráð að sá fyrrnefndi styngi höfðinu út um gluggann. Þannig mætti slá margar flugur í einu höggi en við látum lesandanum eftir að telja þær.

Ef kalt er í veðri er best fyrir reyklausa manninn að afklæðast hverri spjör, hengja fötin sín á toppgrind bílsins (munið að festa þau vel) og loka vandlega öllum gluggum. Ef engin toppgrind er á bílnum má festa fötin á loftnetið. Reykingamaðurinn getur þá reykt eins og hann lystir og föt reyklausa mannsins eru laus við alla reykingalykt við lok bílferðar. Þetta ráð nýtist líka til að losna við reykingalykt sem þegar er komin í föt ef ekið er nógu lengi.

Athugið að hér er gengið út frá því að orsök reykingalyktarinnar sé inni í bílnum. Komi reykingalyktin að utan, til dæmis ef bíllinn er kyrrstæður í miðri mannþröng þar sem mikið er reykt, má ætla að best sé að hafa alla glugga lokaða nema þá að ofvirkur reykingamaður sé inni í bílnum. Við slíkar aðstæður er þó eðlilegt að reyklausi maðurinn spyrji sjálfan sig hvað í ósköpunum hann sé að gera í kyrrstæðum bíl í miðri mannþröng.

Þetta er föstudagssvar og ber þess vegna að taka því með fyrirvara. Ef fólk vill fara eftir því sem sagt er í svarinu tekur Vísindavefurinn enga ábyrgð á því.

Útgáfudagur

4.5.2001

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2001. Sótt 25. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1565.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 4. maí). Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1565

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2001. Vefsíða. 25. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1565>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?
Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð bílsins ásamt vindhraða og stefnu vindsins. Eins væri gott að vita hversu margir opnanlegir gluggar eru á bílnum og hvar, svo að ekki sé minnst á topplúgu.

Ekki kemur heldur fram í spurningunni hvort það er reykingalykt sem reyklausi maðurinn amast við eða hvort það er önnur lykt, svo sem svitalykt, sem gerir málið töluvert flóknara. Til einföldunar verður gert ráð fyrir að spyrjandi eigi eingöngu við reykingalykt og að hún sé ekki af fötum mannsins áður en hann stígur upp í bílinn.

Í kyrrstæðum bíl í logni er vafalaust best að hafa alla glugga opna nema sú ráðstöfun hafi þá aukaverkun að maðurinn frjósi í hel, en það vill hann sennilega ekki. Ef hann er staddur í heitu löndunum gæti hann líka stiknað úr hita en hnattstaðan kemur heldur ekki fram í spurningunni.

Ef bíllinn er hins vegar á 90 km hraða á klukkustund á móti hressilegum íslenskum útsynningi getur hann allt að því tvöfaldað hraða bílsins miðað við loftið. Þá er líklega nóg að hafa einn glugga opinn en þó mundi fást hagstæður og skilvirkur dragsúgur (trekkur) með því að opna einn glugga að framan og annan að aftan. Rigningarhraglandinn sem fylgir vindinum gæti líka haft góð áhrif, bæði á lyktina og fötin.

Þarna þarf þó einnig að gæta að aukaverkunum eins og þeim að lausahlutir kunni að fjúka út úr bílnum. Einnig þyrfti að huga að því að óvitar í bílnum, svo sem börn og gæludýr, styngju ekki höfðunum út um gluggana þar sem þau gætu þá fokið af. Ef reykingamaðurinn sem er orsök vandans er með reyklausa manninum í bílnum gæti þó verið heillaráð að sá fyrrnefndi styngi höfðinu út um gluggann. Þannig mætti slá margar flugur í einu höggi en við látum lesandanum eftir að telja þær.

Ef kalt er í veðri er best fyrir reyklausa manninn að afklæðast hverri spjör, hengja fötin sín á toppgrind bílsins (munið að festa þau vel) og loka vandlega öllum gluggum. Ef engin toppgrind er á bílnum má festa fötin á loftnetið. Reykingamaðurinn getur þá reykt eins og hann lystir og föt reyklausa mannsins eru laus við alla reykingalykt við lok bílferðar. Þetta ráð nýtist líka til að losna við reykingalykt sem þegar er komin í föt ef ekið er nógu lengi.

Athugið að hér er gengið út frá því að orsök reykingalyktarinnar sé inni í bílnum. Komi reykingalyktin að utan, til dæmis ef bíllinn er kyrrstæður í miðri mannþröng þar sem mikið er reykt, má ætla að best sé að hafa alla glugga lokaða nema þá að ofvirkur reykingamaður sé inni í bílnum. Við slíkar aðstæður er þó eðlilegt að reyklausi maðurinn spyrji sjálfan sig hvað í ósköpunum hann sé að gera í kyrrstæðum bíl í miðri mannþröng.

Þetta er föstudagssvar og ber þess vegna að taka því með fyrirvara. Ef fólk vill fara eftir því sem sagt er í svarinu tekur Vísindavefurinn enga ábyrgð á því....