Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð sem
MDCCCCLXXXXVIIII
Spyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tölu í röðinni. Sú regla er ekki alltaf notuð, samanber til dæmis að 4 er ýmist skrifað sem IV (5-1) eða IIII, hið síðara þó í seinni tíð einkum á klukkum. Þessi regla var ekki notuð hjá Rómverjum í öndverðu en hefur þróast smám saman, væntanlega meðal annars til að spara rými.

Þegar frádráttarreglunni er beitt á annað borð er það yfirleitt gert þannig að lægri talan, sem er dregin frá, er þá einfalt veldi af 10, það er að segja I, X (10) eða C (100); M = 1000 er hæsta tala kerfisins og kemur því ekki fyrir í þessu hlutverki). Á eftir frádráttartölunni fer tala sem er ekki meira en 10 sinnum hún sjálf. Lægsta talan þar sem reynir á þetta er 49 sem er yfirleitt skrifað sem XLIX (50 - 10 + 10 - 1) þegar þessari reglu er beitt, en ekki til dæmis sem IL (sem hefði mátt lesa sem 50-1). Einnig felst í þessu að tölur eins og V eða L koma ekki fyrir sem frádráttartölur. Þannig er 45 yfirleitt skrifað sem XLV en ekki sem VL. Heimildum okkar ber ekki saman um það hvort þessi regla hafi verið algerlega ófrávíkjanleg eða ekki.

Einnig gildir sú regla að frádráttartalan verður að vera stærri en allar stakar tölur sem koma á eftir í röðinni. Þess vegna er 14 ekki skrifað sem IXV heldur sem XIV eða XIIII. Þetta gæti stafað af því að IXV er tvíræður ritháttur sem má lesa annaðhvort sem (10-1) + 5 eða sem (10+5) - 1. Þó að útkoman sé hin sama kann mönnum að hafa fundist þetta óþægilegt.

Í ritum frá fyrri öldum má finna ýmiss konar frávik í ritun rómverskra talna frá þeim reglum sem sumum okkar hafa verið kenndar í skólum og hér hefur verið lýst sem meginreglum. Þannig var lítil tala á undan stærri tölu stundum látin tákna margföldun (VM, V.M eða VM = 5000). Einnig kemur fyrir til dæmis að XXC tákni 80 eða að IC = 99 svipað og spyrjandi hefur í huga. Yfirleitt er hægt að lesa í málið í þessum dæmum með lítils háttar umhugsun.

Þess má geta að lokum að rómverskar tölur eru allt eins ritaðar með litlum stöfum í fornum ritum, þar á meðal í íslenskum bókum. Á fyrstu 100 árum íslenskrar ritaldar eða svo voru tölur eingöngu ritaðar með þessum hætti, en eftir það koma arabískar tölur til sögunnar. Sumum kann að koma spánskt fyrir sjónir að bókstafirnir 'i' og 'j' voru notaðir á víxl fyrir '1'. Einkum var algengt að síðasti stafur í tölu væri skrifaður sem 'j': viij = 8.

Á þessari vefsíðu er forrit sem breytir arabískum tölum í rómverskar og öfugt.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.5.2001

Spyrjandi

Árni Geir Úlfarsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2001. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1595.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 14. maí). Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1595

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2001. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1595>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð sem

MDCCCCLXXXXVIIII
Spyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tölu í röðinni. Sú regla er ekki alltaf notuð, samanber til dæmis að 4 er ýmist skrifað sem IV (5-1) eða IIII, hið síðara þó í seinni tíð einkum á klukkum. Þessi regla var ekki notuð hjá Rómverjum í öndverðu en hefur þróast smám saman, væntanlega meðal annars til að spara rými.

Þegar frádráttarreglunni er beitt á annað borð er það yfirleitt gert þannig að lægri talan, sem er dregin frá, er þá einfalt veldi af 10, það er að segja I, X (10) eða C (100); M = 1000 er hæsta tala kerfisins og kemur því ekki fyrir í þessu hlutverki). Á eftir frádráttartölunni fer tala sem er ekki meira en 10 sinnum hún sjálf. Lægsta talan þar sem reynir á þetta er 49 sem er yfirleitt skrifað sem XLIX (50 - 10 + 10 - 1) þegar þessari reglu er beitt, en ekki til dæmis sem IL (sem hefði mátt lesa sem 50-1). Einnig felst í þessu að tölur eins og V eða L koma ekki fyrir sem frádráttartölur. Þannig er 45 yfirleitt skrifað sem XLV en ekki sem VL. Heimildum okkar ber ekki saman um það hvort þessi regla hafi verið algerlega ófrávíkjanleg eða ekki.

Einnig gildir sú regla að frádráttartalan verður að vera stærri en allar stakar tölur sem koma á eftir í röðinni. Þess vegna er 14 ekki skrifað sem IXV heldur sem XIV eða XIIII. Þetta gæti stafað af því að IXV er tvíræður ritháttur sem má lesa annaðhvort sem (10-1) + 5 eða sem (10+5) - 1. Þó að útkoman sé hin sama kann mönnum að hafa fundist þetta óþægilegt.

Í ritum frá fyrri öldum má finna ýmiss konar frávik í ritun rómverskra talna frá þeim reglum sem sumum okkar hafa verið kenndar í skólum og hér hefur verið lýst sem meginreglum. Þannig var lítil tala á undan stærri tölu stundum látin tákna margföldun (VM, V.M eða VM = 5000). Einnig kemur fyrir til dæmis að XXC tákni 80 eða að IC = 99 svipað og spyrjandi hefur í huga. Yfirleitt er hægt að lesa í málið í þessum dæmum með lítils háttar umhugsun.

Þess má geta að lokum að rómverskar tölur eru allt eins ritaðar með litlum stöfum í fornum ritum, þar á meðal í íslenskum bókum. Á fyrstu 100 árum íslenskrar ritaldar eða svo voru tölur eingöngu ritaðar með þessum hætti, en eftir það koma arabískar tölur til sögunnar. Sumum kann að koma spánskt fyrir sjónir að bókstafirnir 'i' og 'j' voru notaðir á víxl fyrir '1'. Einkum var algengt að síðasti stafur í tölu væri skrifaður sem 'j': viij = 8.

Á þessari vefsíðu er forrit sem breytir arabískum tölum í rómverskar og öfugt....